Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sérkennilegar tilraunir Kínverja til að miðla áróðri á íslensku

Kín­versk yf­ir­völd virð­ast hafa sér­stak­lega mik­inn áhuga á að auka um­svif sín hér á landi. Ein leið­in til þess er að koma á fót fjöl­miðl­um á ís­lensku. Einn slík­ur er nú þeg­ar til stað­arm stað­sett­ur í Finn­landi. For­seti Xin­hua, rík­is­mið­ils Kín­verja, fund­aði með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni og stuttu síð­ar hóf frétta­rit­ari mið­ils­ins störf á Ís­landi.

Sérkennilegar tilraunir Kínverja til að miðla áróðri á íslensku
Forsetinn hittir sendinefnd kínversks fjölmiðils Ólafur Ragnar Grímsson forseti fundaði með Li Congjun, forseta Xinhua, í júní í fyrra. Stuttu síðar hóf fréttaritari Xinhua störf á Íslandi. Mynd: Notandi

Kínversk yfirvöld virðast hafa umtalsverðan áhuga á að koma á fót fjölmiðli á íslensku sem talar þeirra máli. Sérkennileg atburðarás varð til þess að fréttaritari frá kínverska ríkisfjölmiðlinum Xinhua fékk aðsetur hér á landi. Samkvæmt svörum Fjölmiðlanefndar við fyrirspurn frá Stundinni verður ekki betur séð en Xinhua hafi fyrst haft í hyggju að koma á fót útibúi á Íslandi. Orðalag bréfa talsmanna Xinhua gæti þó hæglega valdið misskilningi. Hvað sem því líður fékk ríkismiðillinn fréttaritara hér á landi í sömu viku og Ólafur Ragnar Grímsson fundaði með fréttastjóra miðilsins.

Þetta er þó ekki eina dæmið um tilraunir Kínverja til að koma á fót íslenskum fjölmiðli en nú þegar eru fréttir fluttar á íslensku á áróðursmiðlinum GBtimes.

Sérkennileg tilkoma fréttaritara

Áður hefur verið greint frá því að Xinhua, ríkisfjölmiðill Kína, hafi komið á fót stöðu fréttaritara hér á landi í fyrra. Aðdragandi þess er þó ósögð saga. Í svari Fjölmiðlanefndar við fyrirspurn Stundarinnar vegna áhuga Xinhua á Íslandi kemur fram að blaðamaður Xinhua hafi fyrst haft samband við Fjölmiðlanefnd árið 2013. Blaðamaðurinn, Xie Binbin, hafi sent tölvupóst í júní árið 2013 og óskað eftir upplýsingum um íslensk fjölmiðlalög. Fjölmiðlanefnd hafi orðið við þessari bón Binbin og bent honum sérstaklega á reglur og lög sem segja til um að fjölmiðlaveitur þurfi að vera staðsettar hér á landi til að falla undir íslensk lög um fjölmiðla, ábyrgðarmaður fjölmiðils þurfi að hafa lögheimili hér á landi og forsvarsmaður fjölmiðlaveitu þurfi að vera ríkisborgari í EES ríki.

Ekkert heyrðist í Binbin aftur fyrr en í febrúar árið eftir og þá lýsti hann áhuga Xinhua á að stofna Reykjavíkurskrifstofu og var markmiðið að miðla efni um Ísland til Kína og og því ætti fjölmiðillinn að vera undanskilinn fjölmiðlalögum. Binbin óskaði hins vegar eftir að Reykjavíkurskrifstofan yrði skráður sem lögaðili hér og var í framhaldi vísað á utanríkisráðuneytið.

Vildi samstarf við Fjölmiðlanefnd

Í apríl í fyrra barst Fjölmiðlanefnd tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Xinhua News, Wang Chaowen. Hann tjáði Fjölmiðlanefnd að hann væri á leið til landsins og vildi hitta framkvæmdastjóra þar sem hann hefði áhuga á að ræða samstarf við Fjölmiðlanefnd um „starfsmannaskipti, fréttavinnslu og þjálfun fréttamanna“. Chaowen var bent 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár