Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins „óhugsandi“

Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, seg­ir al­vana­legt að miðju­flokk­ar setji af stað orð­róm um að vinstri­flokk­ur­inn á hverj­um tíma ætli í sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Segir samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins „óhugsandi“

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sé „óhugsandi við núverandi kringumstæður“. Alvanalegt sé að miðjuflokkar setji af stað orðróm um að vinstriflokkurinn á hverjum tíma ætli í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

„Slík herferð er nú farin af stað í þessum anda. Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá,“ skrifar Svandís á Facebook-síðu sinni. Þetta er í takt við ummæli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum formanns Vinstri grænna, frá því í gær um að sú saga að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn ætli í stjórnarsamstarf sé „uppspuni og lygi frá rótum“. 

Forsagan er sú að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fullyrti á Facebook að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, hefði „ljóstrað upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks“. Deildi hann grein þar sem þetta er staðhæft á Veggnum.is, síðu sem haldið er úti af sjálfstæðismanninum Viðari Garðarssyni, sem stofnað hefur stuðningssíður fyrir Sigmund Davíð og beitt sér fyrir hagsmunum stóriðjunnar í gegnum Facebook-síðuna Auðlindirnar okkar. 

Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Stundina að hann hafi gert ráð fyrir að rétt væri eftir haft Steingrími á vefnum en ekki kannað sérstaklega hver stæði á bak við síðuna. Hann rengi ekki þau orð Steingríms að frásögnin eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár