Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins „óhugsandi“

Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, seg­ir al­vana­legt að miðju­flokk­ar setji af stað orð­róm um að vinstri­flokk­ur­inn á hverj­um tíma ætli í sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Segir samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins „óhugsandi“

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sé „óhugsandi við núverandi kringumstæður“. Alvanalegt sé að miðjuflokkar setji af stað orðróm um að vinstriflokkurinn á hverjum tíma ætli í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

„Slík herferð er nú farin af stað í þessum anda. Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá,“ skrifar Svandís á Facebook-síðu sinni. Þetta er í takt við ummæli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum formanns Vinstri grænna, frá því í gær um að sú saga að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn ætli í stjórnarsamstarf sé „uppspuni og lygi frá rótum“. 

Forsagan er sú að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fullyrti á Facebook að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, hefði „ljóstrað upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks“. Deildi hann grein þar sem þetta er staðhæft á Veggnum.is, síðu sem haldið er úti af sjálfstæðismanninum Viðari Garðarssyni, sem stofnað hefur stuðningssíður fyrir Sigmund Davíð og beitt sér fyrir hagsmunum stóriðjunnar í gegnum Facebook-síðuna Auðlindirnar okkar. 

Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Stundina að hann hafi gert ráð fyrir að rétt væri eftir haft Steingrími á vefnum en ekki kannað sérstaklega hver stæði á bak við síðuna. Hann rengi ekki þau orð Steingríms að frásögnin eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár