Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa

Alcoa á Ís­landi hef­ur aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Ís­landi en vaxta­greiðsl­ur þess til móð­ur­fé­lags­ins í Lúx­em­borg hlaupa á tug­um millj­arða. Fjár­mála­ráð­herra seg­ir ekki liggja fyr­ir að þarna sé „ver­ið að sjúga út vexti sem eru langt um­fram mark­aðsvexti“ til að fyr­ir­tæk­ið þurfi ekki að greiða skatta.

Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að menn gefi sér forsendur í umræðunni um stóriðjufyrirtæki og skattgreiðslur þeirra á Íslandi. 

„Mér finnst menn gefa sér um of í umræðunni að þegar kemur að stóriðjufyrirtækjum liggi það með einhverjum hætti fyrir að þar sé verið að sjúga út vexti sem eru langt umfram markaðsvexti. Ég hef bara ekki séð þessi gögn,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þegar Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurðu ráðherra um setningu reglna um þunna eiginfjármögnun.

Samkvæmt ársreikningi Alcoa fyrir árið 2015 greiddi það ekki tekjuskatt á Íslandi í fyrra þrátt fyrir að velta rúmlega 90 milljörðum króna. Er þetta vegna þess að skuldir fyrirtækisins eru metnar hærri en eignir þess hér á landi. Raunar hefur fyrirtækið aldrei greitt fyrirtækjaskatt á Íslandi enda ekki skilað hagnaði hér.

Eins og Stundin greindi frá í fyrra hefur Alcoa á Íslandi greitt móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæplega 57 milljarða króna í vexti frá byggingu álversins á Reyðarfirði. Á sama tíma hefur bókfært tap numið rúmlega 52 milljörðum króna. Rúmlega 4,5 milljarða króna munur er á greiðslum Alcoa á Íslandi til móður­félags síns í Lúxemborg og taprekstri fyrirtækisins frá árinu 2013. Skýringuna á bókfærðu tapi má því rekja að öllu leyti, og rúmlega það, til greiðslnanna til móðurfélagsins í Lúxemborg. Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur sagt tapið vera tilbúið til að komast hjá skattgreiðslum en talsmenn Alcoa hafa fullyrt að það megi rekja til mikillar fjárfestingar á Íslandi. 

„Ég tek eftir því að Ríkisútvarpið virðist nánast gefa sér að það séu óeðlilega háir vextir þegar þeir eru 60 milljarðar yfir tíu ára tímabil, en mér finnst ekki sjálfgefið að í því liggi einhver staðfesting á því í þeirri fjárhæð einni og sér að vaxtaprósentan sé umfram það sem hægt hefur verið að sækja á hinum almenna markaði,“ sagði Bjarni í umræðunum í dag. „En um það snýst þetta. Um það að menn komist ekki upp með að lána dótturfyrirtækjum sínum á kjörum sem eru langt umfram það sem sama fyrirtæki gæti fengið úti á markaðnum, notað þessi háu kjör til að lágmarka hagnaðinn á Íslandi og koma sér undan tekjuskattsgreiðslum. Ég vil berjast gegn því að menn geti gert þetta. Þess vegna hef ég lagt fram þessar tillögur. Þær eru almennar, þær eru í samræmi við það sem annars staðar hefur verið gert.“ 

Þorstein Víglundsson, frambjóðandi hjá Viðreisn og fyrrum framkvæmdastjóra Samáls, fullyrti í Vikulokunum á dögunum að alþjóðleg fyrirtæki spiluðu þennan leik á hverjum degi, þ.e. þá aðferð að koma rekstrarhagnaði úr landi án þess að þurfa að greiða tilhlýðilega skatta af honum sem kallast á ensku „transfer mispricing“.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar á Facebook í dag að frumvarp frá henni um að settar verði reglur um þunna eiginfjármögnun hafi legið frammi á Alþingi frá 2013. „Því var vísað til ríkisstjórnar á sínum tíma en aldrei kom neitt þar til í vor - þá lagði ég frumvarpið að nýju fram endurskoðað. Nú haustið 2016 hefur efnahagsnefnd loksins fengið tillögur frá fjármálaráðuneytinu um þetta efni. Jákvætt skref eftir langan tíma,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár