Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa

Alcoa á Ís­landi hef­ur aldrei greitt fyr­ir­tækja­skatt á Ís­landi en vaxta­greiðsl­ur þess til móð­ur­fé­lags­ins í Lúx­em­borg hlaupa á tug­um millj­arða. Fjár­mála­ráð­herra seg­ir ekki liggja fyr­ir að þarna sé „ver­ið að sjúga út vexti sem eru langt um­fram mark­aðsvexti“ til að fyr­ir­tæk­ið þurfi ekki að greiða skatta.

Segir Ríkisútvarpið gefa sér forsendur í fréttaflutningi af skattamálum Alcoa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að menn gefi sér forsendur í umræðunni um stóriðjufyrirtæki og skattgreiðslur þeirra á Íslandi. 

„Mér finnst menn gefa sér um of í umræðunni að þegar kemur að stóriðjufyrirtækjum liggi það með einhverjum hætti fyrir að þar sé verið að sjúga út vexti sem eru langt umfram markaðsvexti. Ég hef bara ekki séð þessi gögn,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þegar Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurðu ráðherra um setningu reglna um þunna eiginfjármögnun.

Samkvæmt ársreikningi Alcoa fyrir árið 2015 greiddi það ekki tekjuskatt á Íslandi í fyrra þrátt fyrir að velta rúmlega 90 milljörðum króna. Er þetta vegna þess að skuldir fyrirtækisins eru metnar hærri en eignir þess hér á landi. Raunar hefur fyrirtækið aldrei greitt fyrirtækjaskatt á Íslandi enda ekki skilað hagnaði hér.

Eins og Stundin greindi frá í fyrra hefur Alcoa á Íslandi greitt móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæplega 57 milljarða króna í vexti frá byggingu álversins á Reyðarfirði. Á sama tíma hefur bókfært tap numið rúmlega 52 milljörðum króna. Rúmlega 4,5 milljarða króna munur er á greiðslum Alcoa á Íslandi til móður­félags síns í Lúxemborg og taprekstri fyrirtækisins frá árinu 2013. Skýringuna á bókfærðu tapi má því rekja að öllu leyti, og rúmlega það, til greiðslnanna til móðurfélagsins í Lúxemborg. Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur sagt tapið vera tilbúið til að komast hjá skattgreiðslum en talsmenn Alcoa hafa fullyrt að það megi rekja til mikillar fjárfestingar á Íslandi. 

„Ég tek eftir því að Ríkisútvarpið virðist nánast gefa sér að það séu óeðlilega háir vextir þegar þeir eru 60 milljarðar yfir tíu ára tímabil, en mér finnst ekki sjálfgefið að í því liggi einhver staðfesting á því í þeirri fjárhæð einni og sér að vaxtaprósentan sé umfram það sem hægt hefur verið að sækja á hinum almenna markaði,“ sagði Bjarni í umræðunum í dag. „En um það snýst þetta. Um það að menn komist ekki upp með að lána dótturfyrirtækjum sínum á kjörum sem eru langt umfram það sem sama fyrirtæki gæti fengið úti á markaðnum, notað þessi háu kjör til að lágmarka hagnaðinn á Íslandi og koma sér undan tekjuskattsgreiðslum. Ég vil berjast gegn því að menn geti gert þetta. Þess vegna hef ég lagt fram þessar tillögur. Þær eru almennar, þær eru í samræmi við það sem annars staðar hefur verið gert.“ 

Þorstein Víglundsson, frambjóðandi hjá Viðreisn og fyrrum framkvæmdastjóra Samáls, fullyrti í Vikulokunum á dögunum að alþjóðleg fyrirtæki spiluðu þennan leik á hverjum degi, þ.e. þá aðferð að koma rekstrarhagnaði úr landi án þess að þurfa að greiða tilhlýðilega skatta af honum sem kallast á ensku „transfer mispricing“.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar á Facebook í dag að frumvarp frá henni um að settar verði reglur um þunna eiginfjármögnun hafi legið frammi á Alþingi frá 2013. „Því var vísað til ríkisstjórnar á sínum tíma en aldrei kom neitt þar til í vor - þá lagði ég frumvarpið að nýju fram endurskoðað. Nú haustið 2016 hefur efnahagsnefnd loksins fengið tillögur frá fjármálaráðuneytinu um þetta efni. Jákvætt skref eftir langan tíma,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár