Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

„Ég skora á Áslaugu að rök­styðja það með gögn­um og dæm­um að ís­lensk­ir dóm­stól­ar hlífi gagn­gert fólki í efri lög­um sam­fé­lags­ins á kostn­að borg­ar­anna,“ seg­ir Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, í við­tali við Stund­ina.

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður Dómarafélags Íslands, segir málflutning Áslaugar Björgvinsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, ekki til þess fallinn að bæta dómstólakerfið á Íslandi. Þótt kerfið sé ekki fullkomið og ýmislegt megi betur fara sé ekki innistæða fyrir þeim alvarlegu ásökunum sem hún hafi sett fram. Ekkert sem fram komi í umfjöllun Stundarinnar eða málflutningi Áslaugar Björgvinsdóttur gefi tilefni til að ætla að dómstólakerfið á Íslandi sé meingallað eða ekki traustsins vert.

Stundin ræddi við Skúla Magnússon vegna fréttaskýringar um dómstólakerfið, stjórnsýslu þess og innra eftirlit, sem birtist í síðasta tölublaði. Í viðtalinu bregst Skúli meðal annars við harðri gagnrýni Áslaugar Björgvinsdóttur, fyrrverandi dómara. Áslaug lét af embætti í fyrra, en árið áður hafði komið til harðra deilna milli hennar og Ingimundar Einarssonar, dómstjóra í Reykjavík, sem urðu til þess að að Dómstólaráð tók starfshætti dómstjórans til skoðunar. Áslaug Björgvinsdóttir hefur lýst málinu sem skólabókardæmi um brotalamir í stjórnsýslu og innra eftirliti dómstólakerfisins, enda hafi þar allar helstu málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins verið brotnar, meðal annars meginreglan um vanhæfi.

Segist hafa reynt að miðla málum

Í Stundinni er haft eftir Áslaugu: „Í aðdraganda og undir rannsókn dómstólaráðs á dómstjóranum í Reykjavík afhjúpaðist m.a. að allir sem áttu að verja sjálfstæði dómsvalds og dómara, þ.e. dómstólaráð og stjórn dómarafélagsins, gerðu það ekki vegna eigin hagsmuna.“

Um þetta segir Skúli:

„Það er ekki rétt sem haft er eftir Áslaugu Björgvinsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, í umfjöllun Stundarinnar að hún hafi ekki fengið neins konar stuðning frá dómarafélaginu þegar hún átti í ágreiningi við dómstjórann í Reykjavík. Hið rétta er – og nú ræði ég þetta mál vegna þess að það hefur þegar verið rætt opinberlega og myndi ekki gera það að öðrum kosti – að dómstjórinn í Reykjavík gerði þá kröfu þegar hún sótti um veikindaleyfi á grundvelli vottorða, að hún sætti skoðun trúnaðarlæknis. Ég sem formaður Dómarafélagsins fylgdist með þeim ágreiningi, ég reyndi að miðla málum og hafði síðan frumkvæði að því að dómstólaráð tæki reglur um aðkomu trúnaðarlækna að dómurum til skoðunar og skýrði þær til framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár