Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

„Ég skora á Áslaugu að rök­styðja það með gögn­um og dæm­um að ís­lensk­ir dóm­stól­ar hlífi gagn­gert fólki í efri lög­um sam­fé­lags­ins á kostn­að borg­ar­anna,“ seg­ir Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, í við­tali við Stund­ina.

Segir fyrrverandi dómara grafa undan dómskerfinu með furðulegum málflutningi

Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður Dómarafélags Íslands, segir málflutning Áslaugar Björgvinsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, ekki til þess fallinn að bæta dómstólakerfið á Íslandi. Þótt kerfið sé ekki fullkomið og ýmislegt megi betur fara sé ekki innistæða fyrir þeim alvarlegu ásökunum sem hún hafi sett fram. Ekkert sem fram komi í umfjöllun Stundarinnar eða málflutningi Áslaugar Björgvinsdóttur gefi tilefni til að ætla að dómstólakerfið á Íslandi sé meingallað eða ekki traustsins vert.

Stundin ræddi við Skúla Magnússon vegna fréttaskýringar um dómstólakerfið, stjórnsýslu þess og innra eftirlit, sem birtist í síðasta tölublaði. Í viðtalinu bregst Skúli meðal annars við harðri gagnrýni Áslaugar Björgvinsdóttur, fyrrverandi dómara. Áslaug lét af embætti í fyrra, en árið áður hafði komið til harðra deilna milli hennar og Ingimundar Einarssonar, dómstjóra í Reykjavík, sem urðu til þess að að Dómstólaráð tók starfshætti dómstjórans til skoðunar. Áslaug Björgvinsdóttir hefur lýst málinu sem skólabókardæmi um brotalamir í stjórnsýslu og innra eftirliti dómstólakerfisins, enda hafi þar allar helstu málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins verið brotnar, meðal annars meginreglan um vanhæfi.

Segist hafa reynt að miðla málum

Í Stundinni er haft eftir Áslaugu: „Í aðdraganda og undir rannsókn dómstólaráðs á dómstjóranum í Reykjavík afhjúpaðist m.a. að allir sem áttu að verja sjálfstæði dómsvalds og dómara, þ.e. dómstólaráð og stjórn dómarafélagsins, gerðu það ekki vegna eigin hagsmuna.“

Um þetta segir Skúli:

„Það er ekki rétt sem haft er eftir Áslaugu Björgvinsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, í umfjöllun Stundarinnar að hún hafi ekki fengið neins konar stuðning frá dómarafélaginu þegar hún átti í ágreiningi við dómstjórann í Reykjavík. Hið rétta er – og nú ræði ég þetta mál vegna þess að það hefur þegar verið rætt opinberlega og myndi ekki gera það að öðrum kosti – að dómstjórinn í Reykjavík gerði þá kröfu þegar hún sótti um veikindaleyfi á grundvelli vottorða, að hún sætti skoðun trúnaðarlæknis. Ég sem formaður Dómarafélagsins fylgdist með þeim ágreiningi, ég reyndi að miðla málum og hafði síðan frumkvæði að því að dómstólaráð tæki reglur um aðkomu trúnaðarlækna að dómurum til skoðunar og skýrði þær til framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár