Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

Árni Páll Árna­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að haft verði sam­ráð við palestínsk yf­ir­völd um út­færslu nýrr­ar til­lögu. Ög­mund­ur Jónas­son gagn­rýn­ir borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir að standa ekki í lapp­irn­ar.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

„Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael „meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir“ er mjög vel heppnuð að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.“

Þetta skrifar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í pistli á vefsíðu sinni. Telur hann að viðbrögð Ísraelsmanna séu ágætur mælikvarði á mikilvægi samþykktarinnar. 


Ögmundur segir sniðgöngu Reykjavíkurborgar skapa mikilvægt fordæmi og þannig geta dregið dilk á eftir sér. Allt tal um að samþykktin stríði gegn alþjóðaviðskiptasamningum sé „hlálegt“ enda hljóti sveitarfélög að hafa leyfi til að marka sér innkaupastefnu á siðferðilegum forsendum. „Borgarstjóri segist vilja endurskoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn enn,“ skrifar Ögmundur. 
 

Samráð við palestínsk yfirvöld

Ali Abunimah, einn af stofnendum vefritsins The Electronic Intifada sem fjallar um málefni Ísraels og Palestínu, skrifaði um ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur á sunnudag og harmaði áform borgarstjóra um að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka.

Abunimah hefur átt í tölvupóstssamskiptum við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og hefur eftir Árna að nauðsynlegt hafi verið að draga tillöguna til baka og útfæra hana betur, meðal annars í samráði við yfirvöld í Palestínu. Abunimah segir að ákvörðunin um að falla frá sniðgöngunni á ísraelskum vörum virðist hafa verið tekin eftir þrýsting frá flokksforystu Samfylkingarinnar, og að leiðtogi flokksins hafi „tjáð The Electronic Intifada að flokkurinn hefði haft samráð við palestínsk stjórnvöld um málið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
FréttirÁrásir á Gaza

Þjóð­armorð á Gasa „kerf­is­bund­ið“ bælt nið­ur á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár