Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra segir aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara „ekki til velfarnaðar fallið“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar tel­ur að skip­an dóm­ara við Lands­rétt feli í sér ein­stakt tæki­færi til að jafna kynja­hlut­föll. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er ósam­mála slíkri nálg­un.

Ráðherra segir aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara „ekki til velfarnaðar fallið“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er á móti því að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða þegar skipað er í dómarastöður. Ekki verða gerðar neinar ráðstafanir til að gefa slíkum sjónarmiðum vægi við hæfnismat og skipan í embætti dómara við Landsrétt, nýtt millidómsstig. Þetta kom fram í svörum ráðherra þegar rætt var um breytingar á dómstólalögum þann 7. febrúar síðastliðinn. „Tel ég ekki til velfarnaðar fallið almennt að hugsa skipan í jafn mikilvæg embætti og dómarastörf eru með þeim hætti sem fyrirspyrjandi er að kalla eftir að mögulega sé gert, ef ég skil hann rétt, að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða,“ sagði Sigríður. 

Í umræðunum lagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, til að sett yrðu sérstök ákvæði um skipan dómara sem fælu í sér að auk almennra hæfisskilyrða yrði einnig horft sérstaklega til sjónarmiða um jafnrétti kynjanna. „Tilgangurinn væri auðvitað að vinna markvisst að því að jafna kynjahlutföll meðal dómara. Hér er nýr dómstóll í fæðingu, 15 dómarar sem koma þar til starfa. Manni sýnist að hér sé einstakt tækifæri til að ná jöfnuði þegar þessi nýi dómstóll verður settur á laggirnar,“ sagði hann. 

Sigríður svaraði á þá leið að mikilvægt væri að skipan hins nýja dómstóls tækist vel til með hliðsjón af alls kyns sjónarmiðum, og þá væri eflaust einnig litið til kynjasjónarmiða. „Ég er ekki talsmaður þess að menn bindi það í lög að velja eigi einstakling eftir kyni fremur en hæfni. Ég hef fulla trú á því að konur jafnt sem karlar uppfylli öll þau hæfisskilyrði sem eðlilegt er að leggja til grundvallar við skipan dómara.“ Í umræðunum áréttaði Sigríður að henni þætti ekki til velfarnaðar fallið að líta sérstaklega til kynjasjónarmiða við skipan dómara. Þá sagðist hún ekki telja slíka nálgun vera jafnréttisumræðunni til framdráttar. „Ég leggst almennt gegn kynjakvótum,“ sagði hún. 

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á kynjajafnrétti. „Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi,“ segir í kafla stjórnarsáttmálans um jafnrétti og fjölskyldumál. Í dag er aðeins ein kona skipuð sem dómari við Hæstarétt á móti níu körlum og hafa stjórnendur dómstólanna talið sig óbundna af jafnréttislögum þegar tilnefnt hefur verið í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Átján karlar og fimm konur hafa verið kölluð til starfa sem varadómarar í Hæstarétti undanfarin þrjú ár. 

Áður hefur Sigríður Andersen lýst yfir efasemdum um að það fyr­ir­finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Karlar afli almennt meiri tekna en þeir vinni meira á sama tíma og konur fái fleiri „dýrmætar stundir með börnum sínum“. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur sagt að ummælin séu ótæk og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður sama flokks, tekið undir. Þá hefur Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, kallað eftir því að að dómsmálaráðherra segi af sér eða að þingmenn lýsi vantrausti á hana. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár