Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra segir aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara „ekki til velfarnaðar fallið“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar tel­ur að skip­an dóm­ara við Lands­rétt feli í sér ein­stakt tæki­færi til að jafna kynja­hlut­föll. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra er ósam­mála slíkri nálg­un.

Ráðherra segir aukið vægi kynjasjónarmiða við skipan dómara „ekki til velfarnaðar fallið“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er á móti því að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða þegar skipað er í dómarastöður. Ekki verða gerðar neinar ráðstafanir til að gefa slíkum sjónarmiðum vægi við hæfnismat og skipan í embætti dómara við Landsrétt, nýtt millidómsstig. Þetta kom fram í svörum ráðherra þegar rætt var um breytingar á dómstólalögum þann 7. febrúar síðastliðinn. „Tel ég ekki til velfarnaðar fallið almennt að hugsa skipan í jafn mikilvæg embætti og dómarastörf eru með þeim hætti sem fyrirspyrjandi er að kalla eftir að mögulega sé gert, ef ég skil hann rétt, að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða,“ sagði Sigríður. 

Í umræðunum lagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, til að sett yrðu sérstök ákvæði um skipan dómara sem fælu í sér að auk almennra hæfisskilyrða yrði einnig horft sérstaklega til sjónarmiða um jafnrétti kynjanna. „Tilgangurinn væri auðvitað að vinna markvisst að því að jafna kynjahlutföll meðal dómara. Hér er nýr dómstóll í fæðingu, 15 dómarar sem koma þar til starfa. Manni sýnist að hér sé einstakt tækifæri til að ná jöfnuði þegar þessi nýi dómstóll verður settur á laggirnar,“ sagði hann. 

Sigríður svaraði á þá leið að mikilvægt væri að skipan hins nýja dómstóls tækist vel til með hliðsjón af alls kyns sjónarmiðum, og þá væri eflaust einnig litið til kynjasjónarmiða. „Ég er ekki talsmaður þess að menn bindi það í lög að velja eigi einstakling eftir kyni fremur en hæfni. Ég hef fulla trú á því að konur jafnt sem karlar uppfylli öll þau hæfisskilyrði sem eðlilegt er að leggja til grundvallar við skipan dómara.“ Í umræðunum áréttaði Sigríður að henni þætti ekki til velfarnaðar fallið að líta sérstaklega til kynjasjónarmiða við skipan dómara. Þá sagðist hún ekki telja slíka nálgun vera jafnréttisumræðunni til framdráttar. „Ég leggst almennt gegn kynjakvótum,“ sagði hún. 

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á kynjajafnrétti. „Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi,“ segir í kafla stjórnarsáttmálans um jafnrétti og fjölskyldumál. Í dag er aðeins ein kona skipuð sem dómari við Hæstarétt á móti níu körlum og hafa stjórnendur dómstólanna talið sig óbundna af jafnréttislögum þegar tilnefnt hefur verið í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Átján karlar og fimm konur hafa verið kölluð til starfa sem varadómarar í Hæstarétti undanfarin þrjú ár. 

Áður hefur Sigríður Andersen lýst yfir efasemdum um að það fyr­ir­finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Karlar afli almennt meiri tekna en þeir vinni meira á sama tíma og konur fái fleiri „dýrmætar stundir með börnum sínum“. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur sagt að ummælin séu ótæk og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður sama flokks, tekið undir. Þá hefur Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, kallað eftir því að að dómsmálaráðherra segi af sér eða að þingmenn lýsi vantrausti á hana. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár