Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Samfarþegar Ásmundar Einars urðu fyrir miklum ónotum

Sam­far­þegi þinga­manns­ins lýs­ir at­viki sem varð í flug­vél WOW air á leið til Washingt­on, þar sem þing­mað­ur kast­aði upp yf­ir far­þega.

Samfarþegar Ásmundar Einars urðu fyrir miklum ónotum

Frétt DV fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafi ælt í vél Wow Air á leið til Íslands frá Washington hefur vakið mikla athygli. Ásmundur Einar harðneitar því að hann hafi verið undir áhrifum áfengis í viðtali við DV og segist hafa verið með magakveisu. Nútíminn fullyrðir hins vegar að þingmaðurinn hafi verið ölvaður í fluginu, og herma heimildir miðilsins að Ásmundur hafi sjálfur gefið þær skýringar að hann hefði drukkið áfengi ofan í svefnlyf.

Stundin ræddi við Tinnu Margrét Jóhannsdóttur sem sat fáeinum sætum fyrir aftan Ásmund í fluginu. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því hvernig æluskvettur þingmansnins lentu á henni, vinkonu hennar og öðrum farþegum sem voru í námunda við Ásmund. Þá fullyrðir hún að Ásmundur Einar hafi verið sýnilega drukkinn.

„Ég hélt fyrst að hann hefði verið kýldur og ég fattaði ekki hvað hafði gerst því hann var allur rauður í framan og skyrtan líka.“

„Skvettist út um allt“

„Ég tók upp símann og tók mynd af vinkonu minni þegar hún fríkaði út. Hún var bara í panikki og stóð bara upp á sætinu. Þetta var ógeðslegt. Þegar við stóðum í röðinni að bíða eftir að komast út úr landi þá vaggaði hann. Það skvettist á fötin mín. Ég hélt fyrst að hann hefði verið kýldur og ég fattaði ekki hvað hafði gerst því hann var allur rauður í framan og skyrtan líka. Það voru skvettur út um allt, í loftinu og alls staðar. Þetta var viðbjóður,“ segir Tinna Margrét. Stundin hafði samband við umrædda vinkonu Tinnu sem staðfesti frásögn Tinnu.

Ekki nálægt salerninu

Tinna segir að þær vinkonur hafi þó ekki orðið fyrir mestu gusunni. „Það voru þarna Ameríkanar sem sátu næst honum. Þeir þurftu að skipta um föt. Ég sat nokkrum sætaröðum fyrir aftan hann. Þetta var ekki nálægt neinu klósetti, hann þurfti að labba alla vélina til að komast á það,“ segir Tinna. Hún ítrekar að hún hafi séð til Ásmundar Einars þar sem hann drakk rauðvín í flugvélinni. „Það var alltaf verið að bera í hann rauðvínið,“ segir Tinna.

Ætlar í magarannsókn

Ásmundur sagði í samtali við DV að ekki væri um hliðarverkanir áfengis að ræða. „Nei ha? Ég hef aldrei heyrt það áður. Ég er seinasti þingmaðurinn sem á við áfengisvandamál að stríða,“ segir Ásmundur. Hann viðurkennir hins vegar fúslega að hafa ælt. „Meðan ég var úti þá sótti ég mér magastillandi lyf. Það er eitthvað að mér í maganum ef ég á að vera hreinskilinn, hef verið að glíma við þetta í heila viku en ég veit ekki af hverju þetta stafar. Ég pantaði tíma um leið og ég kom heim og er eflaust á leiðinni í einhverjar magarannsóknir,“ segir Ásmundur Einar við DV. Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason við vinnslu fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár