Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Samfarþegar Ásmundar Einars urðu fyrir miklum ónotum

Sam­far­þegi þinga­manns­ins lýs­ir at­viki sem varð í flug­vél WOW air á leið til Washingt­on, þar sem þing­mað­ur kast­aði upp yf­ir far­þega.

Samfarþegar Ásmundar Einars urðu fyrir miklum ónotum

Frétt DV fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafi ælt í vél Wow Air á leið til Íslands frá Washington hefur vakið mikla athygli. Ásmundur Einar harðneitar því að hann hafi verið undir áhrifum áfengis í viðtali við DV og segist hafa verið með magakveisu. Nútíminn fullyrðir hins vegar að þingmaðurinn hafi verið ölvaður í fluginu, og herma heimildir miðilsins að Ásmundur hafi sjálfur gefið þær skýringar að hann hefði drukkið áfengi ofan í svefnlyf.

Stundin ræddi við Tinnu Margrét Jóhannsdóttur sem sat fáeinum sætum fyrir aftan Ásmund í fluginu. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því hvernig æluskvettur þingmansnins lentu á henni, vinkonu hennar og öðrum farþegum sem voru í námunda við Ásmund. Þá fullyrðir hún að Ásmundur Einar hafi verið sýnilega drukkinn.

„Ég hélt fyrst að hann hefði verið kýldur og ég fattaði ekki hvað hafði gerst því hann var allur rauður í framan og skyrtan líka.“

„Skvettist út um allt“

„Ég tók upp símann og tók mynd af vinkonu minni þegar hún fríkaði út. Hún var bara í panikki og stóð bara upp á sætinu. Þetta var ógeðslegt. Þegar við stóðum í röðinni að bíða eftir að komast út úr landi þá vaggaði hann. Það skvettist á fötin mín. Ég hélt fyrst að hann hefði verið kýldur og ég fattaði ekki hvað hafði gerst því hann var allur rauður í framan og skyrtan líka. Það voru skvettur út um allt, í loftinu og alls staðar. Þetta var viðbjóður,“ segir Tinna Margrét. Stundin hafði samband við umrædda vinkonu Tinnu sem staðfesti frásögn Tinnu.

Ekki nálægt salerninu

Tinna segir að þær vinkonur hafi þó ekki orðið fyrir mestu gusunni. „Það voru þarna Ameríkanar sem sátu næst honum. Þeir þurftu að skipta um föt. Ég sat nokkrum sætaröðum fyrir aftan hann. Þetta var ekki nálægt neinu klósetti, hann þurfti að labba alla vélina til að komast á það,“ segir Tinna. Hún ítrekar að hún hafi séð til Ásmundar Einars þar sem hann drakk rauðvín í flugvélinni. „Það var alltaf verið að bera í hann rauðvínið,“ segir Tinna.

Ætlar í magarannsókn

Ásmundur sagði í samtali við DV að ekki væri um hliðarverkanir áfengis að ræða. „Nei ha? Ég hef aldrei heyrt það áður. Ég er seinasti þingmaðurinn sem á við áfengisvandamál að stríða,“ segir Ásmundur. Hann viðurkennir hins vegar fúslega að hafa ælt. „Meðan ég var úti þá sótti ég mér magastillandi lyf. Það er eitthvað að mér í maganum ef ég á að vera hreinskilinn, hef verið að glíma við þetta í heila viku en ég veit ekki af hverju þetta stafar. Ég pantaði tíma um leið og ég kom heim og er eflaust á leiðinni í einhverjar magarannsóknir,“ segir Ásmundur Einar við DV. Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason við vinnslu fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
6
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár