Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi

Féll nið­ur um op á neyð­ar­út­gangi á þriðju hæð. Krafta­verk að hún hafi lif­að af.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi
Ágústa Arna Stórslasaðist þegar hún féll niður um þrjár hæðir á Selfossi í síðustu viku.

Konan sem slasaðist alvarlega þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi í síðustu viku heitir Ágústa Arna Sigurdórsdóttir. Kraftaverk þykir að Ágústa Arna hafi lifað af en hún höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði og hlaut slæmt hryggbrot. Þá skaddaðist mænan svo mikið að hún er lömuð frá brjósti. Var henni lengi vel haldið sofandi í öndunarvél.

Fjölskylda, vinir og vandamenn Ágústu Örnu hafa hrundið af stað söfnun til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er Ágústa Arna komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína sem er hjá henni öllum stundum.

„Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem, auk þess að taka á líkamlega og andlega, mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið. Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209. Reikningurinn er hjá Arion banka og verður Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, fjármálastjóri söfnunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár