Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi

Féll nið­ur um op á neyð­ar­út­gangi á þriðju hæð. Krafta­verk að hún hafi lif­að af.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi
Ágústa Arna Stórslasaðist þegar hún féll niður um þrjár hæðir á Selfossi í síðustu viku.

Konan sem slasaðist alvarlega þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi í síðustu viku heitir Ágústa Arna Sigurdórsdóttir. Kraftaverk þykir að Ágústa Arna hafi lifað af en hún höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði og hlaut slæmt hryggbrot. Þá skaddaðist mænan svo mikið að hún er lömuð frá brjósti. Var henni lengi vel haldið sofandi í öndunarvél.

Fjölskylda, vinir og vandamenn Ágústu Örnu hafa hrundið af stað söfnun til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er Ágústa Arna komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína sem er hjá henni öllum stundum.

„Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem, auk þess að taka á líkamlega og andlega, mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið. Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209. Reikningurinn er hjá Arion banka og verður Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, fjármálastjóri söfnunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár