Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi

Féll nið­ur um op á neyð­ar­út­gangi á þriðju hæð. Krafta­verk að hún hafi lif­að af.

Safnað fyrir Ágústu Örnu: Lamaðist í slysi á Selfossi
Ágústa Arna Stórslasaðist þegar hún féll niður um þrjár hæðir á Selfossi í síðustu viku.

Konan sem slasaðist alvarlega þegar hún féll niður um op á neyðarútgangi á þriðju hæð á Selfossi í síðustu viku heitir Ágústa Arna Sigurdórsdóttir. Kraftaverk þykir að Ágústa Arna hafi lifað af en hún höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði og hlaut slæmt hryggbrot. Þá skaddaðist mænan svo mikið að hún er lömuð frá brjósti. Var henni lengi vel haldið sofandi í öndunarvél.

Fjölskylda, vinir og vandamenn Ágústu Örnu hafa hrundið af stað söfnun til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er Ágústa Arna komin úr öndunarvél og getur tjáð sig við fjölskyldu sína sem er hjá henni öllum stundum.

„Ljóst er að hún á langa og erfiða baráttu fyrir höndum sem, auk þess að taka á líkamlega og andlega, mun reynast fjölskyldunni fjárhagslega erfið. Margt smátt gerir eitt stórt og því hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ágústu Örnu til þess að aðstoða hana og fjölskyldu hennar,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Reikningsnúmerið er 0325-13-110203 og er kennitala hennar 270486-3209. Reikningurinn er hjá Arion banka og verður Róbert Sverrisson, viðskiptafræðingur hjá bankanum, fjármálastjóri söfnunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár