Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Réttað yfir forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Christ­ine Lag­ar­de, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Frakk­lands og nú­ver­andi for­stjóri AGS sæt­ir rann­sókn franskra yf­ir­valda og mun fara fyr­ir rétt vegna 400 millj­óna evra ein­greiðslu til fransks stjórn­mála- og við­skipta­manns. Gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hef­ur lýst yf­ir full­um stuðn­ingi við Lag­ar­de á með­an rann­sókn máls­ins stend­ur yf­ir.

Réttað yfir forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Christine Lagarde Hefur verið til rannsóknar franskra yfirvalda síðan 2011. Mynd: Reuters

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun fara fyrir rétt vegna aðkomu sinnar að 400 milljón evru greiðslu úr ríkissjóði þegar hún var fjármálaráðherra Frakklands, undir forsæti Nicolas Sarkozy, árið 2008, samkvæmt úrskurði hæstaréttar Frakklands.

Lagarde er ásökuð um „vanrækslu í starfi“ sem „orsakaði misnotkun á opinberu féi af hendi þriðja aðila,“ segir í úrskurði réttarins að því er fram kom í yfirlýsingu hans í dag.

Stjórn gjaldeyrissjóðsins lýsti því yfir á sama tíma að stofnunin treysti Lagarde til þess að sinna sínum verkefnum eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp.

Adidas selt með gríðarlegum hagnaði

Fréttir þess efnis að forstjórinn gæti sætt ákæru vegna vanrækslu í Frakklandi hafa verið ofarlega á baugi þar í landi árum saman. Málið snýst um Bernard Tapie, fyrrum eiganda fótboltafélagsins Marseille, sem fékk 400 milljóna evru, um 53.560.000.000 íslenskar krónur skaðabætur í kjölfar lögsóknar á hendur franska bankanum Credit Lyonnais, sem hann sakaði um að vanmeta hlut sinn í íþróttavörufélaginu Adidas. Lagarde, sem á þeim tíma var fjármálaráðherra, sá til þess að málið endaði með sáttagreiðslu, og færði persónulega rök fyrir þeirri lendingu.

Tapie, sem samhliða viðskiptum var einnig stjórnmálamaður, var einn stærsti hluthafi Adidas. Til þess að fjármagna stjórnmálaferil sinn fór hann að leita að kaupendum að hluta sínum í félaginu, sem hann seldi svo til Credit Lyonnais fyrir 2 milljarða franka. Nokkrum mánuðum síðar seldi bankinn, sem var í ríkiseigu, athafnamanninum Robert Louis-Dreyfus, hlutinn á tvöföldu kaupverði. Tapai ásakaði Credit Lyonnais um svik og krafðist greiðslna sem samsvaraði tapinu, sem að lokum voru greiddar árið 2007.

Franska ríkið borgaði brúsann

Það var eftir að þáverandi fjármálaráðherra Lagarde greip inn í málið og skipaði sérstaka nefnd til þess að leysa það. Nefndin úrskurðaði að lokum Tapie í hag og ákvað að greiða honum 400 milljónir evra.

Árið 2013 var svo byrjað að rannsaka Tapie vegna skipulagðrar svikastarfsemi. Hneykslið virtist afhjúpa spillingu innan franskrar stjórnsýslu í forsetatíð Nicolas Sarkozy. Sama ár leituðu frönsk yfirvöld á heimili Lagarde, en hún hefur verið til rannsóknar síðan 2011 þrátt fyrir að hafa alla tíð neitað sök. Segist hún „ávallt hafa starfað í þágu þjóðarinnar og samkvæmt lögum.“ Fullyrðir lögfræðingur hennar að hún verði sýknuð af öllum ásökunum.

Umfjöllun Deutsche Welle‎ um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilling

Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár