Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Reginu Osaramaese um endurupptöku á hælisumsókn hennar. Beiðnin var send í sumar í ljósi breyttra aðstæðna fjölskyldunnar en Regina er ólétt og mun þurfa að gangast undir keisaraskurð þegar barnið kemur í heiminn. Fyrir á hún tvö ung börn, annað þeirra fæddist á Íslandi. Fjölskyldunni verður því vísað úr landi.
„Við munum kæra þessa ákvörðun fyrir dóm,“ segir Gísli Kr. Björnsson lögmaður Reginu. Hann furðar sig á forsendum ákvörðunarinnar. „Þeir byggja á því að ekkert sé framkomið í málinu sem breyti atvikum máls frá upphaflegri beiðni um hæli. Það sé ekkert nýtt í sambandi við upphaflegu málsástæðurnar. Hins vegar er heimild í lögunum að óska eftir endurupptöku ef það verða breytingar á aðstæðum. En í þessum úrskurði fjalla þeir ekkert um breytingar á aðstæðum, heldur einungis að það séu engar breytingar á upphaflegum málsástæðum. En þegar upphaflegu
Athugasemdir