Einar Steingrímsson, frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands, segir frá því á Facebook-síðu sinni þegar hann var rekinn af heimavist Menntaskólans á Akureyri fyrir að móðga skólameistarann. Einar kærði Tryggva Gíslason, þáverandi skólameistara MA, til Menntamálaráðuneytisins fyrir brot á reglum vistarinnar, en Tryggvi mun hafa reykt vindil á göngunum þegar hann fylgdi gesti sínum til dyra. „Mér bar borgaraleg skylda til að kæra þetta brot,“ segir Einar í Facebook-færslu sinni.
Í úrskurði Menntamálaráðuneytisins segir hins vegar að ráðuneytið telji kæruna ástæðulausar ýfingar og hvorki vera í þágu nemenda né skólans í heild. Kæran sé fyrst og fremst sprottin af ungæðishætti og hún sé tilraun til þess að spilla þeim samstarfsanda sem æskilegt sé að ríki í skólastarfi. Einar á úrskurðinn innrammaðan.
Athugasemdir