Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ráðuneytið telur kæru yðar ástæðulausar ýfingar“

Rektors­fram­bjóð­andi kærði skóla­meist­ara sinn til Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins á mennta­skóla­ár­um. Var rek­inn úr heima­vist­inni fyr­ir til­raun til að spilla sam­starfs­anda.

„Ráðuneytið telur kæru yðar ástæðulausar ýfingar“
Einar Steingrímsson

Einar Steingrímsson, frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands, segir frá því á Facebook-síðu sinni þegar hann var rekinn af heimavist Menntaskólans á Akureyri fyrir að móðga skólameistarann. Einar kærði Tryggva Gíslason, þáverandi skólameistara MA, til Menntamálaráðuneytisins fyrir brot á reglum vistarinnar, en Tryggvi mun hafa reykt vindil á göngunum þegar hann fylgdi gesti sínum til dyra. „Mér bar borgaraleg skylda til að kæra þetta brot,“ segir Einar í Facebook-færslu sinni. 

Í úrskurði Menntamálaráðuneytisins segir hins vegar að ráðuneytið telji kæruna ástæðulausar ýfingar og hvorki vera í þágu nemenda né skólans í heild. Kæran sé fyrst og fremst sprottin af ungæðishætti og hún sé tilraun til þess að spilla þeim samstarfsanda sem æskilegt sé að ríki í skólastarfi. Einar á úrskurðinn innrammaðan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár