Á þjóðvegi 26 í norðanverðu Oregon stendur smábærinn Rhododendron. Það væri auðvelt að missa af honum, enda hefðum við leikararnir keyrt beint framhjá ef við værum ekki svangir og villtir í skóginum. Í bílnum eru sjö franskir leikarar, eitt íslenskt skáld og eitt stykki snarruglað GPS tæki.
Þorpið skiptist í tvennt og samanstendur af nokkrum minjagripabúðum sem standa beggja vegna þjóðvegarins og selja blóm, útskorin við, sultur og hunang. Þarna er líka ein vegasjoppa, bensínstöð og tveir veitingastaðir sem virðast lokaðir. Önnur hús, þar sem íbúar þorpsins búa (líkast til), eru ekki sjáanleg frá veginum en þegar maður pírir augun sér maður bjálkakofa standa upp úr undirgróðri rauðviðarskógarins. Þetta er ekki alveg skógartunglið Endor úr Star Wars myndunum, þau tré voru nokkur hundruð árum eldri, en þetta er næstum því það sem okkur langaði að sjá.
Einn veitingastaðurinn er ekki lokaður. Dyrnar opnast að minnsta kosti og
Athugasemdir