Fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækið 365, sem meðal annars selur internetþjónustu, hyggst héðan í frá fylgjast með grannt með IP tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á skráarskiptasíður.
365 sendi frá sér fréttatilkynningu í dag undir yfirskriftinni „Stöndum saman um að vernda framleiðslu á íslensku dagskrárefni“: „Sérhæfð fyrirtæki munu héðan í frá fylgjast grannt með IP tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur. Með því að nýta sér þjónustu eins og Torrent eru þeir sem sækja sjónvarpsefni sjálfvirkt að deila því.“
Þessi málsgrein í fréttatilkynningu 365 hafa vakið umræður á samfélagsmiðlum og er spurt hvort þetta sé löglegt og hvernig slík vöktun færi fram. Stundin hafði samband við Persónuvernd og fékk þær upplýsingar að þar væri verið að skoða málið.
Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata, segir í samtali við Stundina að í fljótu bragði og í „algjöru ábyrgðarleysi“, eins og hann orðaði það, þá væri …
Athugasemdir