Við vorum stödd í Loutraki, litlu þorpi í Kórinþuflóa með dásamlegri strönd en aðeins of köldum sjó til þess að maður vogaði sér að synda. Og þó, hitastigið í kringum páskana er nokkuð hátt í huga Íslendings og það voru nokkrir rússneskir milljónamæringar í nágrenninu sem létu síst af öllu kalt vatn stoppa sig. En þarna vorum við fjögur allt í allt, tvö íslensk skáld og svo Pantelis og kona hans, Gregoría, sem buðu okkur með sér yfir páskana.
Öll skáld með sjálfsvirðingu fara til Grikklands að skrifa einhvern tímann á ævinni, hvort sem þau kalla sig Lord Byron eða Jökul Jakobsson, og við vildum ekki vera minni menn. Airbnb einhvers staðar með útsýni yfir Akropólis var planið en gekk þó ekki fyllilega upp. Þegar við komum á áfangastaðinn, (á leiðinni hrifumst við af frekar nýlegu lestakerfi Aþenuborgar), blasti við okkur hörmuleg sjón. Íbúðin, köld og drungaleg, var með áberandi …
Athugasemdir