Frumvarp um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands gerir ráð fyrir að verkefni Minjastofnunar, er lýtur að friðlýsingu húsa og mannvirkja og afnám slíkra friðlýsingar, sem og verkefni um verndarsvæði í byggð, muni færast til forsætisráðuneytisins. Þannig mun forsætisráðherra fá aukið vald hvað varðar ásýnd byggðar, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur þegar fengið samþykkt lagabreytingu sem gerir honum kleift að úrskurða byggð svæði á Íslandi sérstök verndarsvæði og hyggst að auki leggja fram tillögu sem gerir honum, sem ráðherra, heimilt að taka „eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til að framkvæma friðlýsingu“. Starfsmenn Minjastofnunar fengu ekki að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin og þá leggst Félag fornleifafræðinga gegn sameiningunni.
Fullyrðing ráðuneytisins röng
Forsætisráðuneytið tilkynnti á vef sínum síðastliðinn mánudag að stýrihópur á vegum forsætisráðherra um endurskipulagningu verkefna Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands hefði skilað af sér
Athugasemdir