Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ragnar stoppar Sigmund Davíð

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti synj­aði Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra um heim­ild til að boða kosn­ing­ar, eins og Sig­mund­ur hót­aði á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni.

Ólafur Ragnar stoppar Sigmund Davíð
Sigmundur á leið af fundi Forsetinn synjaði beiðni Sigmundar. Mynd: Kristinn Magnússon

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur stoppað tilraun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að nota boðun kosninga sem vopn í átökum við Sjálfstæðisflokkinn.

Sigmundur Davíð hafði flýtt fundi sínum með forsetanum eftir fund sinn með Bjarna Benediktssyni í morgun, þar sem hann hótaði Bjarna kosningum ef hann nyti ekki stuðnings sem forsætisráðherra.

Sigmundur þurfti að sækja umboð til að boða kosningar hjá forseta Íslans, en forsetinn sagði nei. 

„Forsætisráðherra gat ekki fullvissað mig um það hver væri afstaða Sjálfstæðisflokksins til þeirrar beiðni. Í ljósi þess tjáði ég forsætisráðherra það að ég væri ekki tilbúinn til þess nú, eða án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins, að veita honum heimild til þless að rjúfa þing,“ sagði Ólafur Ragnar á fundi með fréttamönnum í hádeginu. 

Sigmundur Davíð greindi frá fyrirætlun sinni að stefna að þingrofi ef hann nyti ekki stuðnings á Facebook í morgun. Hann hafði ekki ráðfært sig við þingflokk Framsóknarflokksins fyrir það. „Hann hefði kannski átt að segja þingflokknum frá þessu fyrst,“ sagði Karl Garðarsson í fréttum RÚV vegna yfirlýsingar formannsins.

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Neitaði að afhenda Sigmundi vopnið sem hann ætlaði sér að nota á Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki við hæfi hjá Sigmundi

Í ljósi þess að Sigmundur opinberaði þá fyrirætlun sína ákvað forseti Íslands að tjá sig um fundinn með Sigmundi. 

Hann sagði það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að gera slíkt en í ljósi yfirlýsingar Sigmundar Davíð væri eðlilegt að forseti skýrði frá afstöðu sinni, þar sem hér hefði verið reynt að draga forsetann inn í valdabaráttu á milli stjórnmálaflokkanna og  slíkt væri ekki við hæfi.

„Það hefur verið regla í íslenskri stjórnskipun að fundir forseta og forsætisráðherra fari fram í trúnaði og án þess að gerð sé opinber grein fyrir því. Þess vegna var það í sjálfu sér ekki einföld ákvörðun að ákveða að tala við ykkur. En eins og ég tjáði forsætisráðherra í ljósi þess að hann gerði ykkur og almenningi á Facebókarsíðu sinni að ég held grein fyrir því að hann stendi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum sínum við samstarfsflokkinn að þá væri á vissan hátt verið að draga forsetann með ákveðnum hætti inn í deilur eða aflraunir á milli stjórnmálaflokkanna á ákveðnum tímapunkti og það er ekki við hæfi að forsetinn sé með þeim hætti dreginn inn í atburðarrás eða aflraunir sem á sér stað frá einni klukkustund til annarar,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundinum, og hélt áfram að ávíta forsætisráðherra. „Þess vegna hefði mér fundist óeðlilegt ef ég hefði ekki gert grein fyrir því hvert svar mitt var fyrst að lagt var upp í förina hingað til Besssastaða í dag á þann hátt að fyrirfram fjalla um erindið með þeim hætti sem gert var og tilkynna að það ætti að beita því í viðræðum við  samstarfsflokkinn síðar í dag.“

Ólafur Ragnar Grímsson hefur því ekki aðeins tekið púðrið úr hótun Sigmundar Davíðs heldur einnig opinberað fundarefnið með honum með óvenjulegum hætti.

Sigmundur á Bessastöðum
Sigmundur á Bessastöðum Forsætisráðherra flýtti fundi með forsetanum til að biðja um umboð til að boða kosningar, en fékk neitun.

Sigmundi lá á

Sigmundi Davíð virðist hafa legið mikið á að fá heimild til að boða til kosninga eftir fund hans með Bjarna Benediktssyni. Ólafur Ragnar segir frá því að Sigmundur hafi viljað flýta fundi með honum.

„Ég hafði nú ekki ætlað mér að halda hér í dag blaðamannafund á Bessastöðum, en ég tel óhjákvæmilegt í ljósi ummæla forsætisráðherra fyrr í dag og þess fundar sem við höfum átt hér á Bessastöðum að ég geri ykkur og þjóðinni um leið skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem hann kom með hingað til Bessastaða. Við töluðum saman í gær, ég var á leið til landsins, í síma, og ákváðum að við myndum hittast hér klukkan eitt í dag. Svo barst mér rúmlega ellefu í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings Kýpur.“

Ólafur Ragnar mun síðar í dag funda með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og forseta Alþingis. Sigmundur Davíð er hins vegar á leið á þingflokksfund hjá Framsóknarflokknum þar sem hann mun væntanlega þurfa að útskýra gjörðir sínar.

Einangraður Sigmundur á hlaupum

Útspil Sigmundar Davíðs í morgun hefur því mistekist og leitt til þess að hann er enn einangraðari en áður.

Uppfært kl. 13.40: Sigmundur yfirgaf Stjórnarráðið og neitaði að svara spurningum fréttamanns RÚV. Hann sagði að fréttamaður RÚV ætti að líta á Facebook. „Kíktu bara á Facebook, það er jafnvel betri heimild en sumt sem maður heyrir á blaðamannafundum.“ Sigmundur stefndi síðan á Alþingishúsið, þar sem hann smeygði sér í gegnum hóp fréttamanna og sagðist ætla að tala við þá síðar.

Bless, bless
Bless, bless Forsætisráðherra var fljótur að láta sig hverfa eftir fund með forsetanum og neitaði að ræða við fréttamenn, en lét þó hafa eftirfarandi eftir sér: Við sjáum til með þetta allt saman, bless, bless.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár