Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur

Ís­lenska lög­regl­an hitt­ir fram­leið­end­ur raf­byssa og berst fyr­ir því að þær verði inn­leidd­ar hér­lend­is. Raf­byss­ur voru tekn­ar upp í Banda­ríkj­un­um til að fækka dauðs­föll­um af völd­um lög­reglu. Þeim hef­ur hins veg­ar fjölg­að. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir fólk­ið hafa lát­ist úr „brjál­æð­is­heil­kenni“.

Ofbeldisbrotum fækkar: Lögreglan vill rafbyssur
Borgaraleg óhlýðni Framkvæmdastjóri úr Garðabæ var handtekinn í mótmælum við Alþingi 26. maí síðastliðinn. Hann sagðist hafa gripið til borgaralegrar óhlýðni og fór inn fyrir varnarmúr lögreglunnar. Mynd: E.ÓL.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hittu nýlega Rick Smith, forstjóra Taser International, sem er stærsti rafbyssuframleiðandi heims. Báðir hafa þeir lýst yfir vilja til að lögreglan hér á landi taki upp rafbyssur. Áður hafa tvö landsþing lögreglumanna ályktað um slíkt hið sama. Taser International velti 164 milljónum Bandaríkjadala í fyrra. Fyrirtækið er hluti af hinu svokallaða „óbanvæna“ vopnaiðnaði, sem spáð er að muni þrefaldast á næstu fimm árum.

Rafbyssur virka þannig að tveimur rafskautum er skotið úr rafbyssunni að einstaklingnum sem á að stuða. Rafskautin eru með litlum göddum sem festast annað hvort við klæðnað viðkomandi eða við húðina og eru tengdar við rafbyssuna með vír. Svo er rafstuði hleypt á en rafbyssan getur skotið 50.000 volta rafstuði. Rafstuðið veldur bæði sársauka og því að viðkomandi missir stjórn á hreyfingum útlima og lyppast niður. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa metið það svo að 500 manns hafi látist í kjölfar notkunar rafbyssa í Bandaríkjunum á árunum 2001-2012. Amnesty International hefur því varað við notkun þeirra og beinir þeim tilmælum til löggæsluyfirvalda að þær séu einungis notaðar í tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla.

Dauðsföll

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, hefur mælt fyrir því á þingi að rafbyssur verði teknar upp. Að hans sögn eru þær öruggari en önnur tæki, svo sem piparúði, skotvopn og kylfur. Hann segir að rannsóknir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sýni fram á að rafbyssa hafi aldrei valdið dauðsfalli og nefnir hann að dauðsföll hafi orðið út af „brjálæðisheilkenni“ sem getur dregið fólk til dauða án þess að rafbyssur komi við sögu. 

Brjálæðisheilkennið sem Vilhjálmur talar um nefnist á ensku „excited delerium“ og er skilgreint sem ástand þar sem viðkomandi er haldinn ofsabræði, ofhitnun og ofurmannlegum styrk. Framan af voru flest öll dauðsföll í kjölfar notkunar rafbyssa sögð stafa af þessu heilkenni eða ofneyslu fíkniefna. Ýmsir geðlæknar hafa þó dregið í efa að heilkennið sé til í raun og veru, heldur hafi verið fundið upp til að breiða yfir mistök í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
10
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár