Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr mannréttindaráðherra ritstýrði vefriti sem hæddist að flóttafólki og mannréttindaumræðu

Sig­ríð­ur And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, var í rit­stjórn Vef­þjóð­vilj­ans þeg­ar þar birt­ust harð­orð skrif um mann­rétt­inda­mál, gjaf­sókn­ir hins op­in­bera og „grát­stönt“ flótta­fólks.

Nýr mannréttindaráðherra ritstýrði vefriti sem hæddist að flóttafólki og mannréttindaumræðu
Nýr dómsmálaráðherra Stjórnmálaferill Sigríðar Andersen er samtvinnaður þeim meginviðhorfum sem viðruð hafa verið á vefnum Andriki.is. Mynd: xd.is

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar og mun meðal annars fara með málefni mannréttinda og mannréttindasáttmála samkvæmt forsetaúrskurði. Hún var um árabil einn af ritstjórum hægrisinnaðs vefrits sem hæddist að „mannréttindamálum“ fyrir dómstólum, ól á tortryggni gagnvart flóttafólki og gagnrýndi að ríkið veitti of mörgum gjafsókn. 

Sigríður hefur látið mikið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni um árabil, bæði sem þingkona, pistlahöfundur og sem einn af ritstjórum vefritsins Vefþjóðviljans, Andríki.is. Í fréttatilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins er sérstaklega tekið fram að Sigríður hafi setið í ritstjórninni á tímabilinu 1995 til 2006. Þegar Sigríður bauð sig fram í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum árið 2006 birtist pistill á Andríki þar sem framboði hennar voru gerð skil „til upplýsingar þeim sem kynni að þykja óhætt að inn í þingumræður bærust þau meginsjónarmið sem kynnt hafa verið á þessum vettvangi undanfarin ár“. Þannig virðist stjórnmálaferill Sigríðar samtvinnaður þeim viðhorfum sem viðruð hafa verið á vefnum Andríki. 

„Jólatrésskrautið“ sem kallað er mannréttindi

Vefritið er enn starfrækt og beitir sér fyrir harðri markaðshyggju og íhaldssemi í efnahagsmálum. Á allra síðustu árum hefur vefritið meðal annars gagnrýnt druslugönguna harðlega, hvatt til þess að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar verði lagt niður og hæðst að þeim sem vilja að löggjafinn leggi stein í götu vændis. 

Á þeim tíma sem Sigríður Andersen tilheyrði sex manna ritstjórn síðunnar birtist þar pistill um að mannréttindaumræðan á Vesturlöndum hefði „þynnst verulega“. Grundvallarmannréttindi væru vel tryggð og nú væri fólk farið að kalla hvað sem er mannréttindi. „Íslendingar þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af mannréttindamálum enda eru mannréttindi að mestu leyti vel tryggð á Íslandi – og er þá ekki aðeins átt við grundvallarmannréttindi heldur líka allt jólatrésskrautið sem farið er að kalla mannréttindi,“ sagði í pistlinum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár