Skipta má lýðveldissögunni upp í fjögur tímabil og var Sjálfstæðisflokkurinn leiðandi stjórnmálaafl í þeim tveim fyrstu. En alþjóðavæðing og þjóðernishyggja virðast hafa tekið við af hinum gamla vinstri-hægri ás og svo virðist sem nýir tímar séu hafnir í íslenskum stjórnmálum.
Gamla Ísland (1944–90)
Í bókinni Nýja-Ísland sem kom út árið 2008 lýsir Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Gamla-Íslandi svo að „staða manna í samfélaginu var ekki bundin við atvinnu, menntun eða efnahag. Lífskjör voru talin jafnari en í öðrum löndum. Hér virtust engir vera of ríkir og engir svo fátækir að þeir ættu sér ekki viðreisnar von … Það sem meira var um vert; þessi tilfinning var líka ríkjandi hugsjón um þjóðfélagið og stóð sem slík á gömlum merg.“
Hvernig sem hlutunum var háttað í reynd var það svona sem Gamla Ísland kaus að líta á sig, sem stéttlaust þjóðfélag þar sem hvorki menntun né efnahagur skiptu sköpum um farsæld manna. Á …
Athugasemdir