Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nuddþjónusta í Grafarholti: Nudda bera viðskiptavini með brjóstum og lærum

Tantrísk nudd­þjón­usta í Grafar­holti fær yf­ir sjö millj­ón­ir króna í tekj­ur. Kon­ur, sem starfa við nudd­þjón­ust­una, nudda bera við­skipta­vini með brjóst­un­um. Starfs­mað­ur seg­ir að ekki sé um kyn­líf að ræða, held­ur ást og kær­leika.

Nuddþjónusta í Grafarholti: Nudda bera viðskiptavini með brjóstum og lærum

Sjálfseignarfélagið Tantrahofið ehf. býður upp á nuddþjónustu þar sem fáklædd kona nuddar viðskiptavini meðal annars með brjóstum sínum. Reksturinn aflaði 7,2 milljóna króna tekna á síðasta ári.

Starfsmaður nuddþjónustunnar segir í samtali við Stundina að ekki sé um að ræða kynlífsþjónustu.

„Við bjóðum upp á tantranudd. Við nuddum með höndum og öðrum líkamshlutum, til dæmis hári, fótleggjum og brjóstum. Þetta er mjög náið og erótískt en samt ekki kynlífsþjónusta,“ segir Magdalena, starfsmaður nuddstofunnar Tantrahofsins í samtali við Stundina.

Á vef fyrirtækisins er körlum og konum boðið að upplifa leyndardóma tantra í formi munúðarfulls nudds. „Við snertum ekki kynfærin og það er aldrei sáðlát í nuddinu. Í tantra lærum við að skilja að fullnægingu og sáðlát,“ segir starfsmaðurinn aðspurður hversu langt þjónustan nær.

Nuddari á g-streng

„Nuddið er heil líkami við líkama nudd þar sem nuddarinn (kvenkyns) á mjög skapandi nautnafullan hátt snertir allan líkamann með höndum auk mismunandi hlutum líkama síns, svo sem brjóstum, fótum, hári o.fl. nuddið getur verið veitt af einum eða tveimur nuddurum. Nuddþeginn er nakinn í nuddinu og nuddarinn er aðeins í g-streng,“ segir í kynningu á nuddi fyrir karla á vefnum. 

Magdalena segir að vel sé hægt að upplifa fullnægingu í öllum líkamanum án sáðláts, jafnvel raðfullnægingar. Þetta eigi bæði við um konur og karla. Aðspurð hvort margir starfi hjá Tantrahofinu segir hún: „Nei, ekki miðað það sem tíðkast til dæmis í Danmörku. Við erum auðvitað á Íslandi en í Danmörku er fólk mun opnara gagnvart þessari starfsemi. Þetta er auðvitað ekki fyrir alla.“

„Þetta er fullt af fegurð og ást en ekki kynferðislegt.“

Fegurð og ást en ekki kynferðislegt

Magdalena segir marga halda að um kynlífsþjónustu sé að ræða, en svo sé hins vegar ekki. „Þetta er fullt af fegurð og ást en ekki kynferðislegt. Við kennum tantra og jóga, pör geta komið og lært hjá okkur og beitt tækninni í eigin tilhugalífi.“

Magdalena segir tryggt að nuddið leiði ekki til sáðláts fyrir mistök. „Nei, það gerist ekki. Hér vinnur fólk sem er mjög fært,“ svarar hún og bætir við: „Þegar menn fá sáðlát missa þeir þann kraft sem hefur magnst upp, og hver væri tilgangurinn í því?“

Klúr styttaHof Hindú í Indlandi sýnir tantranudd.

Holdris heimilt

Magdalena segir að það sé ekkert tiltökumál þótt menn fái holdris meðan á þjónustunni stendur. Hins vegar séu kynfærasvæði aldrei snert. „Það er reynsla okkar að það er ekki fyrr en að sá sem stundar tantrísk fræði hefur sannað sig og hefur uppgötvað erótíska möguleika sína að hann er tilbúin til að upplifa lingam nudd,“ segir á vef nuddstofunnar.

Aðspurð hvort margir komi og haldi að um vændisþjónustu sé að ræða segir Magdalena að slíkt sé ekki algengt. Auk þess hafi aldrei nein vandamál komið upp. Flestir komi, fái kynningu og fræðslu og sjái þá að ekki er um vændi að ræða. „Fyrir okkur snýst þetta ekki um peningaplokk heldur að kynna til sögunnar þessa tækni, þessa speki. Þetta er lífstíll okkar,“ segir hún. 

„Þetta er mjög náið og erótískt, en samt ekki kynlífsþjónusta.“

„Nuddar með brjóstunum“

Þegar mögulegur kúnni hringdi í Tantrahofið var eftirfarandi lýsing gefin á starfseminni: „Tantranudd er slakandi nudd, erótískt og náið. Við nuddum allan líkamann nema kynfærin. Við nuddum ekki bara með höndum, heldur líka hári, lærum og brjóstum. Þetta er mjög náið og erótískt, en samt ekki kynlífsþjónusta. Við snertum ekki kynfærin og það er aldrei sáðlát. Það er hægt að fá fullnægingu í öllum líkamanum án sáðláts. Í tantra lærum við að skilja að fullnægingu og sáðlát.“ Þá kom fram að kúnninn væri nakinn en nuddarinn í g-streng einum klæða. „Hún er næstum nakin og nuddar með brjóstum.“

Samkvæmt svörum nuddþjónustunnar er um hóp nuddara að ræða. „Það er ekki hægt að velja. Við erum hópur af konum sem erum að nudda, en það er ekki hægt að velja. Allar eru mjög góðar í því sem þær gera.“ 

Þjónustan kostar 27 þúsund

Tantrahofið er til húsa í einbýlishúfi í Grafarholti. Þjónustan kostar 27 þúsund krónur og getur tekið allt að tvo tíma. „Þetta getur kannski tekið tvo tíma ef þú vilt fara í sturtu fyrir og eftir nuddið og þú færð vatn og ávexti eftir nuddið,“ segir starfsmaðurinn. Þá er boðið upp á fjögurra handa nudd á 45 þúsund krónur.

Viðskiptablaðið fjallaði um hagnað Tantrahofsins fyrr í dag, en félagið skilaði ársreikningi á dögunum. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem skilaði 265 þúsund króna hagnaði á síðasta ári. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins var tap á Tantrahofinu í fyrra um 98 þúsund krónur en tekjur af sölu á vöru og þjónustu námu 7,2 milljónum króna. Þetta eru 264 nuddlotur sé miðað við að hvert nudd sé tveggja handa nudd. Viðskiptablaðið greinir frá að eignir félagsins hafi numið 1,7 milljónum króna meðan skuldir voru 1,1 milljón króna og eigið fé var 650 þúsund krónur. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá dönsku útibúi Tantrahofsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
2
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár