Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nuddþjónusta í Grafarholti: Nudda bera viðskiptavini með brjóstum og lærum

Tantrísk nudd­þjón­usta í Grafar­holti fær yf­ir sjö millj­ón­ir króna í tekj­ur. Kon­ur, sem starfa við nudd­þjón­ust­una, nudda bera við­skipta­vini með brjóst­un­um. Starfs­mað­ur seg­ir að ekki sé um kyn­líf að ræða, held­ur ást og kær­leika.

Nuddþjónusta í Grafarholti: Nudda bera viðskiptavini með brjóstum og lærum

Sjálfseignarfélagið Tantrahofið ehf. býður upp á nuddþjónustu þar sem fáklædd kona nuddar viðskiptavini meðal annars með brjóstum sínum. Reksturinn aflaði 7,2 milljóna króna tekna á síðasta ári.

Starfsmaður nuddþjónustunnar segir í samtali við Stundina að ekki sé um að ræða kynlífsþjónustu.

„Við bjóðum upp á tantranudd. Við nuddum með höndum og öðrum líkamshlutum, til dæmis hári, fótleggjum og brjóstum. Þetta er mjög náið og erótískt en samt ekki kynlífsþjónusta,“ segir Magdalena, starfsmaður nuddstofunnar Tantrahofsins í samtali við Stundina.

Á vef fyrirtækisins er körlum og konum boðið að upplifa leyndardóma tantra í formi munúðarfulls nudds. „Við snertum ekki kynfærin og það er aldrei sáðlát í nuddinu. Í tantra lærum við að skilja að fullnægingu og sáðlát,“ segir starfsmaðurinn aðspurður hversu langt þjónustan nær.

Nuddari á g-streng

„Nuddið er heil líkami við líkama nudd þar sem nuddarinn (kvenkyns) á mjög skapandi nautnafullan hátt snertir allan líkamann með höndum auk mismunandi hlutum líkama síns, svo sem brjóstum, fótum, hári o.fl. nuddið getur verið veitt af einum eða tveimur nuddurum. Nuddþeginn er nakinn í nuddinu og nuddarinn er aðeins í g-streng,“ segir í kynningu á nuddi fyrir karla á vefnum. 

Magdalena segir að vel sé hægt að upplifa fullnægingu í öllum líkamanum án sáðláts, jafnvel raðfullnægingar. Þetta eigi bæði við um konur og karla. Aðspurð hvort margir starfi hjá Tantrahofinu segir hún: „Nei, ekki miðað það sem tíðkast til dæmis í Danmörku. Við erum auðvitað á Íslandi en í Danmörku er fólk mun opnara gagnvart þessari starfsemi. Þetta er auðvitað ekki fyrir alla.“

„Þetta er fullt af fegurð og ást en ekki kynferðislegt.“

Fegurð og ást en ekki kynferðislegt

Magdalena segir marga halda að um kynlífsþjónustu sé að ræða, en svo sé hins vegar ekki. „Þetta er fullt af fegurð og ást en ekki kynferðislegt. Við kennum tantra og jóga, pör geta komið og lært hjá okkur og beitt tækninni í eigin tilhugalífi.“

Magdalena segir tryggt að nuddið leiði ekki til sáðláts fyrir mistök. „Nei, það gerist ekki. Hér vinnur fólk sem er mjög fært,“ svarar hún og bætir við: „Þegar menn fá sáðlát missa þeir þann kraft sem hefur magnst upp, og hver væri tilgangurinn í því?“

Klúr styttaHof Hindú í Indlandi sýnir tantranudd.

Holdris heimilt

Magdalena segir að það sé ekkert tiltökumál þótt menn fái holdris meðan á þjónustunni stendur. Hins vegar séu kynfærasvæði aldrei snert. „Það er reynsla okkar að það er ekki fyrr en að sá sem stundar tantrísk fræði hefur sannað sig og hefur uppgötvað erótíska möguleika sína að hann er tilbúin til að upplifa lingam nudd,“ segir á vef nuddstofunnar.

Aðspurð hvort margir komi og haldi að um vændisþjónustu sé að ræða segir Magdalena að slíkt sé ekki algengt. Auk þess hafi aldrei nein vandamál komið upp. Flestir komi, fái kynningu og fræðslu og sjái þá að ekki er um vændi að ræða. „Fyrir okkur snýst þetta ekki um peningaplokk heldur að kynna til sögunnar þessa tækni, þessa speki. Þetta er lífstíll okkar,“ segir hún. 

„Þetta er mjög náið og erótískt, en samt ekki kynlífsþjónusta.“

„Nuddar með brjóstunum“

Þegar mögulegur kúnni hringdi í Tantrahofið var eftirfarandi lýsing gefin á starfseminni: „Tantranudd er slakandi nudd, erótískt og náið. Við nuddum allan líkamann nema kynfærin. Við nuddum ekki bara með höndum, heldur líka hári, lærum og brjóstum. Þetta er mjög náið og erótískt, en samt ekki kynlífsþjónusta. Við snertum ekki kynfærin og það er aldrei sáðlát. Það er hægt að fá fullnægingu í öllum líkamanum án sáðláts. Í tantra lærum við að skilja að fullnægingu og sáðlát.“ Þá kom fram að kúnninn væri nakinn en nuddarinn í g-streng einum klæða. „Hún er næstum nakin og nuddar með brjóstum.“

Samkvæmt svörum nuddþjónustunnar er um hóp nuddara að ræða. „Það er ekki hægt að velja. Við erum hópur af konum sem erum að nudda, en það er ekki hægt að velja. Allar eru mjög góðar í því sem þær gera.“ 

Þjónustan kostar 27 þúsund

Tantrahofið er til húsa í einbýlishúfi í Grafarholti. Þjónustan kostar 27 þúsund krónur og getur tekið allt að tvo tíma. „Þetta getur kannski tekið tvo tíma ef þú vilt fara í sturtu fyrir og eftir nuddið og þú færð vatn og ávexti eftir nuddið,“ segir starfsmaðurinn. Þá er boðið upp á fjögurra handa nudd á 45 þúsund krónur.

Viðskiptablaðið fjallaði um hagnað Tantrahofsins fyrr í dag, en félagið skilaði ársreikningi á dögunum. Um er að ræða sjálfseignarstofnun sem skilaði 265 þúsund króna hagnaði á síðasta ári. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins var tap á Tantrahofinu í fyrra um 98 þúsund krónur en tekjur af sölu á vöru og þjónustu námu 7,2 milljónum króna. Þetta eru 264 nuddlotur sé miðað við að hvert nudd sé tveggja handa nudd. Viðskiptablaðið greinir frá að eignir félagsins hafi numið 1,7 milljónum króna meðan skuldir voru 1,1 milljón króna og eigið fé var 650 þúsund krónur. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá dönsku útibúi Tantrahofsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár