Bandarískir og breskir njósnarar brutust inn á tölvupósta og Facebook-reikninga verkfræðinga og annarra starfsmanna hollenska fyritækisins Gemalto, í þeim tilgangi að komast yfir upplýsingar sem gætu fært þeim aðgang að dulkóðunarlyklum fyrirtækisins. Njósnararnir skoðuðu bæði vinnupósthólf starfsmannana, sem og einkapósta hjá fyrirtækjum á borð við Yahoo og Gmail. Með þessu vildu þeir finna út hvaða starfsmenn bæru ábyrgð á að senda dulkóðunarlykla á milli sín. Dulkóðunarlyklana er hægt að nota til þess að komast inn á símkort og hlera símasamskipti.
Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðamannanna Jeremy Scahill og Josh Begley á fréttavef Intercept sem byggir á gögnum frá uppljóstraranum Edward Snowden, fyrrum starfsmanns Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Þar er greint frá því að bandarískir og breskir njósnarar hafi hakkað sig inn á tölvukerfi þessa stærsta framleiðanda símkorta í heiminum og stolið þaðan dulkóðunarlyklum sem leiddi til þess að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands höfðu óheftan aðgang að símtölum og gögnum viðskiptavina …
Athugasemdir