Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Njósnarar brutust inn á Facebook reikninga starfsfólks Gemalto

Óljóst hvernig þeir komust yf­ir dul­kóð­un­ar­lykla Nova á Ís­landi - Sam­starfs­að­ili Nova í sigt­inu

Njósnarar brutust inn á Facebook reikninga starfsfólks Gemalto
Útlaginn Edward Snowden hefur komið upp um margvíslega njósnastarfsemi Bandaríkjanna með uppljóstrunum sínum. Hann heldur nú til í Rússlandi enda eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Mynd: AFP

Bandarískir og breskir njósnarar brutust inn á tölvupósta og Facebook-reikninga verkfræðinga og annarra starfsmanna hollenska fyritækisins Gemalto, í þeim tilgangi að komast yfir upplýsingar sem gætu fært þeim aðgang að dulkóðunarlyklum fyrirtækisins. Njósnararnir skoðuðu bæði vinnupósthólf starfsmannana, sem og einkapósta hjá fyrirtækjum á borð við Yahoo og Gmail. Með þessu vildu þeir finna út hvaða starfsmenn bæru ábyrgð á að senda dulkóðunarlykla á milli sín. Dulkóðunarlyklana er hægt að nota til þess að komast inn á símkort og hlera símasamskipti. 

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðamannanna Jeremy Scahill og Josh Begley á fréttavef Intercept sem byggir á gögnum frá uppljóstraranum Edward Snowden, fyrrum starfsmanns Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Þar er greint frá því að bandarískir og breskir njósnarar hafi hakkað sig inn á tölvukerfi þessa stærsta framleiðanda símkorta í heiminum og stolið þaðan dulkóðunarlyklum sem leiddi til þess að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands höfðu óheftan aðgang að símtölum og gögnum viðskiptavina …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár