Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn

Nýr fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála, sem var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar, er á leið á lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ein­ung­is flokks­menn mega sitja fund­inn. Mynd af fram­kvæmda­stjóra ásamt áhrifa­mönn­um inn­an Sjálf­stæð­is­flokks vek­ur at­hygli.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn
Ráðinn án auglýsingar Hörður Þórhallsson var ráðinn til að stýra nýrri Stjórnstöð ferðamála, án þess að staðan hefði verið auglýst, þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríkinu skuli auglýsa.

Mynd þar sem Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sést ásamt áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokknum hefur vakið athygli í dag. Um er að ræða mynd frá árinu 2013 en þar sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þá er Hörður einnig skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum um landsfund eru það aðildarfélög og fulltrúaráð flokksins sem skipa landsfundarfulltrúa og geta allir sjálfstæðismenn sóst eftir seturétti. 

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn
Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn Á myndinni sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Í samtali við Stundina fyrr í dag þvertók Hörður fyrir að hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. „Það hefur ekkert með það að gera. Trúðu mér, í þessu embætti mun ég skila auðu. Þetta hefur ekkert með slíkt að gera.“

Blaðamaður: „Þannig þú hefur engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn?“

Hörður: „Nei.“

Með tvær milljónir á mánuði

Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag var Hörður ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála án auglýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu var gerður tímabundinn ráðgjafasamningur við Hörð og þess vegna eiga reglur um auglýsingar á lausum störfum hjá ríki ekki við í þessu tilviki. Hörður tekur til starfa um næstu mánaðamót og mun fá 1.950.000 krónur á mánuði fyrir störf sín. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála og þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í viðtali við Spegilinn í gær að framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar þyrfti að hafa reynslu af því að leiða saman ólík sjónarmið og hafa reynslu af verkefnastjórnun. „Við vildum fá þungavigtarmann helst og þegar við verðum þess áskynja að þessi ágæti einstaklingur er á lausu þá uppfyllti hann öll þessi skilyrði,“ sagði hún meðal annars. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sagði jafnframt að það hafði verið talinn kostur „að Hörður er hvorki tengdur ferðaþjónustunni né stjórnsýslunni og gengur því óbundinn til leiks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár