Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn

Nýr fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála, sem var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar, er á leið á lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ein­ung­is flokks­menn mega sitja fund­inn. Mynd af fram­kvæmda­stjóra ásamt áhrifa­mönn­um inn­an Sjálf­stæð­is­flokks vek­ur at­hygli.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn
Ráðinn án auglýsingar Hörður Þórhallsson var ráðinn til að stýra nýrri Stjórnstöð ferðamála, án þess að staðan hefði verið auglýst, þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríkinu skuli auglýsa.

Mynd þar sem Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sést ásamt áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokknum hefur vakið athygli í dag. Um er að ræða mynd frá árinu 2013 en þar sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þá er Hörður einnig skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum um landsfund eru það aðildarfélög og fulltrúaráð flokksins sem skipa landsfundarfulltrúa og geta allir sjálfstæðismenn sóst eftir seturétti. 

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn
Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn Á myndinni sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Í samtali við Stundina fyrr í dag þvertók Hörður fyrir að hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. „Það hefur ekkert með það að gera. Trúðu mér, í þessu embætti mun ég skila auðu. Þetta hefur ekkert með slíkt að gera.“

Blaðamaður: „Þannig þú hefur engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn?“

Hörður: „Nei.“

Með tvær milljónir á mánuði

Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag var Hörður ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála án auglýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu var gerður tímabundinn ráðgjafasamningur við Hörð og þess vegna eiga reglur um auglýsingar á lausum störfum hjá ríki ekki við í þessu tilviki. Hörður tekur til starfa um næstu mánaðamót og mun fá 1.950.000 krónur á mánuði fyrir störf sín. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála og þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í viðtali við Spegilinn í gær að framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar þyrfti að hafa reynslu af því að leiða saman ólík sjónarmið og hafa reynslu af verkefnastjórnun. „Við vildum fá þungavigtarmann helst og þegar við verðum þess áskynja að þessi ágæti einstaklingur er á lausu þá uppfyllti hann öll þessi skilyrði,“ sagði hún meðal annars. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sagði jafnframt að það hafði verið talinn kostur „að Hörður er hvorki tengdur ferðaþjónustunni né stjórnsýslunni og gengur því óbundinn til leiks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár