Kaj Anton Arnarsson, sem var dæmdur til 26 mánaða fangelsisvistar í Stavangri í Noregi í júní fyrir að misþyrma tveggja ára gömlum íslenskum dreng, er nú laus úr haldi og kominn til Íslands, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Kaj misþyrmti drengnum hrottalega á heimili drengsins og í nágrenni þess í október fyrir rúmu ári síðan. Málið vakti mikinn óhug í Noregi og á Íslandi en einn aðstandenda drengsins sem Stundin ræddi við í júní sagði 26 mánaða dóm Kaj Antons „hlægilegan“.
Hann er nú laus og samkvæmt heimildum Stundarinnar kominn til Íslands.
Athugasemdir