Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Dæmi eru um að vör­ur í Costco séu dýr­ari en í öðr­um versl­un­um, þótt keypt sé í magni. 4,5 kíló­gramma Toblerone var lækk­að í verði um 70 pró­sent í gær.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“
Bið við Costco Umferðartafir hafa verið í nágrenni Costco og röð við verslunina síðustu daga. Mynd: RÚV / Skjáskot

Þótt fjöldi dæma séu um að vörur í Costco séu mun ódýrari en í öðrum íslenskum verslunum, sérstaklega ef þær eru keyptar í magni, eru sumar vörurnar dýrari. Það gildir jafnvel þótt keypt sé í stórum pakkningum.

Verslunin hefur slegið í gegn og hefur fólk beðið í löngum röðum til að komast inn í hana, auk þess sem nágrannar hafa kvartað undan umferðartöfum.

Facebook-hópur viðskiptavina Costco - „Keypt í Costco - myndir og verð“ - er orðinn einn sá fjölmennasti á Íslandi, með 52 þúsund meðlimi.

Gríðarleg ánægja með Costco

Í Facebook-hópnum hefur verið bent á fjölda dæma um vörur sem kosta meira í öðrum verslunum á Íslandi. Viðskiptavinir hafa játað ást sína gagnvart versluninni og greint frá því að þeir líti á hana sem vin sinn. „Ef það væri hægt að vera í ástarsambandi með verslun þá væri það Costco hjá mér,“ segir einn viðskiptavinurinn í hópnum. „Vinir mínir sviku mig ítrekað. Ég eignaðist nýjan vin. Hann heitir Costco,“ segir annar viðskiptavinur.

Í hópnum hefur komið upp misskilningur um vöruverð, þar sem margir gera ráð fyrir því að allt sé á lægsta verði í Costco. Þannig hvatti viðskiptavinur verslunarinnar aðra til þess að kaupa nautahakk í rúmlega 2,5 kílóa skömmtum, sem þar er selt.

„2,5 kg af nautahakki á 1800. Kíló út úr annarri búð 1600. Um að gera að ná sér í það,“ sagði kona í hópnum. 

Hún var hins vegar leiðrétt, þar sem um er að ræða kílóverð, en ekki verð fyrir þá stóru pakkningu sem Costco selur. Viðskiptavinurinn átti erfitt með að trúa því að Costco hefði töluvert hærra verð en aðrar verslanir. „Ertu viss? Það passar ekki. Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð.“

Erfitt að fá upplýsingar um verð

Stundin hafði samband við Costco til að spyrja út í verðið á nautahakki í gær. Starfsmaður verslunarinnar neitaði hins vegar að gefa upp verðið. „Ég get ekki svarað því,“ sagði starfsmaður Costco, sem svaraði í síma. 

Blaðamaður: „Þetta er númerið hjá ykkur, á já.is, er ekki hægt að hringja í ykkur og komast að því hvað vörur kosta?“ 

Starfsmaður: „Nei. Það er ekki hægt. Bara koma í búðina.“

Blaðamaður: „Má ég koma inn í búðina ef ég er ekki með meðlimakort?“

Starfsmaður: „Nei.“

Blaðamaður: „Ég er að hringja frá fjölmiðli. Eruð þið með upplýsingafulltrúa eða eitthvað slíkt sem getur svarað spurningum um hvað vörur kosta?“

Starfsmaður: „Augnablik.“

Gefið var samband við markaðsstjóra Costco. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, sem gegnir stöðunni, vildi ekki gefa upp verðið á nautahakki.

Markaðsstjóri: „Við getum ekki gefið það upp svona í gegnum síma. En þú verður bara að kíkja í heimsókn til okkar.“

Blaðamaður: „En ég má ekki koma í búðina nema ég sé með meðlimakort.“

Markaðsstjóri: „Ertu að segja mér að þú viljir ekki vera meðlimur?“

Blaðamaður: „Ég er bara ekki meðlimur.“

Markaðsstjóri: „Það er skandall.“

Blaðamaður: „En það sem við erum að gera, er að fjalla um verðlag, og verðlag í Costco. Yfirleitt hefur maður getað hringt í verslanir ...“

Markaðsstjóri: „Það besta sem ég get gert fyrir þig er að láta þig fá tölvupóstinn hjá framkvæmdastjóranum okkar. Þú getur sent spurningar á hann.“

Blaðamaður: „Já, þannig að þið gefið ekkert upp verð í búðinni?“

Markaðsstjóri: „Við erum ekki að gera það núna.“

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, svaraði ekki tölvupóstum í gær með spurningu um verðlag á kjöthakki og innihaldi þess.

Kjöthakkið dýrara í Costco

RöðinFjöldi fólks beið í röð dagana eftir opnun Costco.

Fram hefur hins vegar komið í máli og myndum viðskiptavina Costco að þeir hafi greitt 1.899 krónur fyrir kílóið af nautahakki.

Þegar haft var samband við Bónus kom fram að verð þar er 1.798 krónur fyrir 100% ungnautahakk frá Íslandsnauti. Ungnautahakk fæst einnig á 1.798 krónur í matvöruverslun Nettó. Nautgripahakk er hins vegar á töluvert lægra verði en ungnautahakk, sem og fryst nautahakk.

Kjöthakkið í Costco er einnig íslenskt, samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram í Facebook-hópi um kaup á vörum í Costco. 

4,5 kílóa Toblerone lækkað um 70 prósent

Toblerone í CostcoKostar nú aðeins 3.000 krónur.

Athygli vakti meðal viðskiptavina Costco í gær að ein vara fyrirtækisins, 80 sentímetra langt Toblerone súkkulaði, var lækkað í verði um 70 prósent. Súkkulaðið fæst nú á 3.000 krónur, en var verðlagt á 10 þúsund krónur í upphafi. Stykkið vegur um 4,5 kílógrömm, eða líkt og þéttvaxinn hvítvoðungur. Mikil ánægja skapaðist meðal viðskiptavina Costco vegna lækkunarinnar og birtir einn meðlima hópsins mynd af sér faðmandi súkkulaðistykkið með textanum „The love of my life“. 

Miðað við kaloríufjölda nægir 4,5 kílógramma Toblerone-stykki meðalmanneskjunni til orkubrennslu í 12 daga, borði hún ekkert annað. Hver hundrað grömm af Toblerone gefa 534 kaloríur, en kaloríuþörf meðalmanneskju er rúmlega 2000 á sólarhring. 

Þetta jafngildir því að 100 gramma stykki af Toblerone kostaði 67 krónur, en 222 krónur fyrir lækkunina. Einn viðskiptavinur Costco sá sér leik á borði og keypti súkkulaðistykkið til þess að veita gestum í brúðkaupi sínu í sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár