Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Dæmi eru um að vör­ur í Costco séu dýr­ari en í öðr­um versl­un­um, þótt keypt sé í magni. 4,5 kíló­gramma Toblerone var lækk­að í verði um 70 pró­sent í gær.

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“
Bið við Costco Umferðartafir hafa verið í nágrenni Costco og röð við verslunina síðustu daga. Mynd: RÚV / Skjáskot

Þótt fjöldi dæma séu um að vörur í Costco séu mun ódýrari en í öðrum íslenskum verslunum, sérstaklega ef þær eru keyptar í magni, eru sumar vörurnar dýrari. Það gildir jafnvel þótt keypt sé í stórum pakkningum.

Verslunin hefur slegið í gegn og hefur fólk beðið í löngum röðum til að komast inn í hana, auk þess sem nágrannar hafa kvartað undan umferðartöfum.

Facebook-hópur viðskiptavina Costco - „Keypt í Costco - myndir og verð“ - er orðinn einn sá fjölmennasti á Íslandi, með 52 þúsund meðlimi.

Gríðarleg ánægja með Costco

Í Facebook-hópnum hefur verið bent á fjölda dæma um vörur sem kosta meira í öðrum verslunum á Íslandi. Viðskiptavinir hafa játað ást sína gagnvart versluninni og greint frá því að þeir líti á hana sem vin sinn. „Ef það væri hægt að vera í ástarsambandi með verslun þá væri það Costco hjá mér,“ segir einn viðskiptavinurinn í hópnum. „Vinir mínir sviku mig ítrekað. Ég eignaðist nýjan vin. Hann heitir Costco,“ segir annar viðskiptavinur.

Í hópnum hefur komið upp misskilningur um vöruverð, þar sem margir gera ráð fyrir því að allt sé á lægsta verði í Costco. Þannig hvatti viðskiptavinur verslunarinnar aðra til þess að kaupa nautahakk í rúmlega 2,5 kílóa skömmtum, sem þar er selt.

„2,5 kg af nautahakki á 1800. Kíló út úr annarri búð 1600. Um að gera að ná sér í það,“ sagði kona í hópnum. 

Hún var hins vegar leiðrétt, þar sem um er að ræða kílóverð, en ekki verð fyrir þá stóru pakkningu sem Costco selur. Viðskiptavinurinn átti erfitt með að trúa því að Costco hefði töluvert hærra verð en aðrar verslanir. „Ertu viss? Það passar ekki. Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð.“

Erfitt að fá upplýsingar um verð

Stundin hafði samband við Costco til að spyrja út í verðið á nautahakki í gær. Starfsmaður verslunarinnar neitaði hins vegar að gefa upp verðið. „Ég get ekki svarað því,“ sagði starfsmaður Costco, sem svaraði í síma. 

Blaðamaður: „Þetta er númerið hjá ykkur, á já.is, er ekki hægt að hringja í ykkur og komast að því hvað vörur kosta?“ 

Starfsmaður: „Nei. Það er ekki hægt. Bara koma í búðina.“

Blaðamaður: „Má ég koma inn í búðina ef ég er ekki með meðlimakort?“

Starfsmaður: „Nei.“

Blaðamaður: „Ég er að hringja frá fjölmiðli. Eruð þið með upplýsingafulltrúa eða eitthvað slíkt sem getur svarað spurningum um hvað vörur kosta?“

Starfsmaður: „Augnablik.“

Gefið var samband við markaðsstjóra Costco. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, sem gegnir stöðunni, vildi ekki gefa upp verðið á nautahakki.

Markaðsstjóri: „Við getum ekki gefið það upp svona í gegnum síma. En þú verður bara að kíkja í heimsókn til okkar.“

Blaðamaður: „En ég má ekki koma í búðina nema ég sé með meðlimakort.“

Markaðsstjóri: „Ertu að segja mér að þú viljir ekki vera meðlimur?“

Blaðamaður: „Ég er bara ekki meðlimur.“

Markaðsstjóri: „Það er skandall.“

Blaðamaður: „En það sem við erum að gera, er að fjalla um verðlag, og verðlag í Costco. Yfirleitt hefur maður getað hringt í verslanir ...“

Markaðsstjóri: „Það besta sem ég get gert fyrir þig er að láta þig fá tölvupóstinn hjá framkvæmdastjóranum okkar. Þú getur sent spurningar á hann.“

Blaðamaður: „Já, þannig að þið gefið ekkert upp verð í búðinni?“

Markaðsstjóri: „Við erum ekki að gera það núna.“

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, svaraði ekki tölvupóstum í gær með spurningu um verðlag á kjöthakki og innihaldi þess.

Kjöthakkið dýrara í Costco

RöðinFjöldi fólks beið í röð dagana eftir opnun Costco.

Fram hefur hins vegar komið í máli og myndum viðskiptavina Costco að þeir hafi greitt 1.899 krónur fyrir kílóið af nautahakki.

Þegar haft var samband við Bónus kom fram að verð þar er 1.798 krónur fyrir 100% ungnautahakk frá Íslandsnauti. Ungnautahakk fæst einnig á 1.798 krónur í matvöruverslun Nettó. Nautgripahakk er hins vegar á töluvert lægra verði en ungnautahakk, sem og fryst nautahakk.

Kjöthakkið í Costco er einnig íslenskt, samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram í Facebook-hópi um kaup á vörum í Costco. 

4,5 kílóa Toblerone lækkað um 70 prósent

Toblerone í CostcoKostar nú aðeins 3.000 krónur.

Athygli vakti meðal viðskiptavina Costco í gær að ein vara fyrirtækisins, 80 sentímetra langt Toblerone súkkulaði, var lækkað í verði um 70 prósent. Súkkulaðið fæst nú á 3.000 krónur, en var verðlagt á 10 þúsund krónur í upphafi. Stykkið vegur um 4,5 kílógrömm, eða líkt og þéttvaxinn hvítvoðungur. Mikil ánægja skapaðist meðal viðskiptavina Costco vegna lækkunarinnar og birtir einn meðlima hópsins mynd af sér faðmandi súkkulaðistykkið með textanum „The love of my life“. 

Miðað við kaloríufjölda nægir 4,5 kílógramma Toblerone-stykki meðalmanneskjunni til orkubrennslu í 12 daga, borði hún ekkert annað. Hver hundrað grömm af Toblerone gefa 534 kaloríur, en kaloríuþörf meðalmanneskju er rúmlega 2000 á sólarhring. 

Þetta jafngildir því að 100 gramma stykki af Toblerone kostaði 67 krónur, en 222 krónur fyrir lækkunina. Einn viðskiptavinur Costco sá sér leik á borði og keypti súkkulaðistykkið til þess að veita gestum í brúðkaupi sínu í sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár