Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Maður fannst látinn í Airbnb-íbúð í Kópavogi

„Þau voru auð­vit­að bara í áfalli,“ seg­ir eig­andi Airbnb-íbúð­ar í Kópa­vogi, þar sem mað­ur um þrí­tugt fannst lát­inn í af­mæl­is­ferð.

Maður fannst látinn í Airbnb-íbúð í Kópavogi
Frá Kópavogi Vinahópur í Airbnb-íbúð varð fyrir því áfalli að einn úr hópnum vaknaði ekki að morgni laugardagsins.

Maður um þrítugt fannst látinn að morgni laugardags í lúxusíbúð í Salahverfinu í Kópavogi. Maðurinn var hluti af vinahópi sem hafði leigt húsið vegna afmælisfögnuðar á Íslandi. Andlát hans varð ljóst þegar leiðsögumaður kom að sækja hópinn um morguninn, en hann sýndi engin viðbrögð þegar reynt var að vekja hann. 

„Þau voru auðvitað bara í áfalli,“ segir eigandi húsnæðisins í samtali við Stundina. „Þau hringdu í mig til að láta mig vita hvað hefði gerst. Þetta var mikið áfall og þau sögðust ætla að taka næstu flugvél heim.“

Maðurinn er bandarískur, eins og sá sem bókaði íbúðina á Airbnb, en hópurinn kom til Íslands frá Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar, þar sem Ísland þótti vera miðlægur fundarstaður.

Gestgjafinn hefur takmarkaðar upplýsingar um það sem gerðist og hefur ekki rætt við lögreglu. „Hann varð bráðkvaddur. Ég veit bara að þeim var veitt áfallahjálp. Ég hef sent samúðarkveðjur, og þau sendu til baka „takk fyrir“ og fóru á hótel. Þau gátu ekki hugsað sér að gista þarna aftur. Ég hitti þau aldrei eftir þetta. Ég bara kom að þarna löngu seinna, þegar lögreglan var búin að ganga frá öllum hlutum. Það fannst mér rosalega flott hjá lögreglunni að þau voru færð strax í áfallahjálp. Ég er sjálf nýbúin að upplifa svona erlendis, svona skyndidauða, og þar var engin aðstoð, ekki neitt.“

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. „Það eru öll mannslát rannsökuð, en hvort það sé eitthvað voveiflegan atburð að ræða er annað mál. Hann hafði verið á ferð með hópi manna. Málið er í eðlilegum farvegi hvað varðar rannsókn. Það er allt skoðað í svona málum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu