Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Maður fannst látinn í Airbnb-íbúð í Kópavogi

„Þau voru auð­vit­að bara í áfalli,“ seg­ir eig­andi Airbnb-íbúð­ar í Kópa­vogi, þar sem mað­ur um þrí­tugt fannst lát­inn í af­mæl­is­ferð.

Maður fannst látinn í Airbnb-íbúð í Kópavogi
Frá Kópavogi Vinahópur í Airbnb-íbúð varð fyrir því áfalli að einn úr hópnum vaknaði ekki að morgni laugardagsins.

Maður um þrítugt fannst látinn að morgni laugardags í lúxusíbúð í Salahverfinu í Kópavogi. Maðurinn var hluti af vinahópi sem hafði leigt húsið vegna afmælisfögnuðar á Íslandi. Andlát hans varð ljóst þegar leiðsögumaður kom að sækja hópinn um morguninn, en hann sýndi engin viðbrögð þegar reynt var að vekja hann. 

„Þau voru auðvitað bara í áfalli,“ segir eigandi húsnæðisins í samtali við Stundina. „Þau hringdu í mig til að láta mig vita hvað hefði gerst. Þetta var mikið áfall og þau sögðust ætla að taka næstu flugvél heim.“

Maðurinn er bandarískur, eins og sá sem bókaði íbúðina á Airbnb, en hópurinn kom til Íslands frá Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar, þar sem Ísland þótti vera miðlægur fundarstaður.

Gestgjafinn hefur takmarkaðar upplýsingar um það sem gerðist og hefur ekki rætt við lögreglu. „Hann varð bráðkvaddur. Ég veit bara að þeim var veitt áfallahjálp. Ég hef sent samúðarkveðjur, og þau sendu til baka „takk fyrir“ og fóru á hótel. Þau gátu ekki hugsað sér að gista þarna aftur. Ég hitti þau aldrei eftir þetta. Ég bara kom að þarna löngu seinna, þegar lögreglan var búin að ganga frá öllum hlutum. Það fannst mér rosalega flott hjá lögreglunni að þau voru færð strax í áfallahjálp. Ég er sjálf nýbúin að upplifa svona erlendis, svona skyndidauða, og þar var engin aðstoð, ekki neitt.“

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. „Það eru öll mannslát rannsökuð, en hvort það sé eitthvað voveiflegan atburð að ræða er annað mál. Hann hafði verið á ferð með hópi manna. Málið er í eðlilegum farvegi hvað varðar rannsókn. Það er allt skoðað í svona málum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár