Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglan logar

Um­deild­ir stjórn­un­ar­hætt­ir nýs lög­reglu­stjóra og sí­end­ur­tekn­ar stöðu­veit­ing­ar án aug­lýs­inga hafa vald­ið ólgu og van­líð­an með­al starfs­fólks lög­reglu­embætt­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Gríðarlegrar óánægju gætir innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna starfshátta Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra og Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings embættisins. Á meðal þess sem veldur starfsmönnum embættisins vanlíðan eru umdeildir stjórnunarhættir lögreglustjórans, en í þessu samhengi nefna lögreglumenn bræðisköst, undirróður, niðurlægjandi framkomu og samráðsleysi. „Ég myndi ekki ganga svo langt að kalla það einelti, en þarna er samt ákveðið mynstur sem hlýtur að falla undir eineltistilburði,“ segir einn af heimildarmönnum Stundarinnar en nokkrir starfsmenn hyggjast leita til Vinnueftirlitsins ef ástandið batnar ekki. 

Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafa leitað til Landssambands lögreglumanna auk þess sem sjö starfsmenn, meðal annars stjórnendur, hafa kvartað til innanríkisráðherra og fundað í ráðuneytinu um stöðu mála. Jafnframt hefur landssambandið sent umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann er beðinn um að rannsaka hvort ítrekaðar stöðuveitingar án auglýsinga standist lög og samræmist vönduðum stjórnsýsluháttum.

Innan ákærudeildar lögreglu beinist óánægjan ekki síst að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðallögfræðingi sem var aðstoðarlögreglustjóri um tíma. Því er meðal annars haldið fram að hún skipti sér meira af störfum ákærusviða og einstökum málum en eðlilegt geti talist í ljósi þess að hún fer ekki lengur með eiginlegt ákæruvald samkvæmt sakamálalögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár