Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lofar Sigmund Davíð og segir Vilhjálm í vandræðum með sjálfsmyndina

Þor­steini Sæ­munds­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, blöskr­ar um­ræða síð­ustu daga um eig­in­ir eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra á Tortola og seg­ir ógæfu­fólk ráð­ast á for­sæt­is­ráð­herra vegna þess að hann hafi kjark og dug sem því skorti. Um leið tal­ar hann um „hjá­rænu­leg­an Sjálf­stæð­is­þing­mann sem er í vand­ræð­um með sjálfs­mynd sína“.

Lofar Sigmund Davíð og segir Vilhjálm í vandræðum með sjálfsmyndina

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fer mikinn í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Í greininni sem ber titilinn Af ógæfufólki í íslenskri pólitík kemur Þorsteinn flokksbróður sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, til varnar og segir að með umræðu undanfarinna daga um eignir eiginkonu forsætisráðherra á Bresku Jómfrúareyjunum væri skrifaður nýr kafli í lágkúruumræðu.

Talar um hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann“ 

Í síðustu viku birti Anna Sigurlaug yfirlýsingu á Facebook þar sem hún sagðist eiga erlent félag sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarfinn. Síðar kom í ljós að félagið var á Tortola og hefði gert kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.

Málið var rætt á Alþingi og nú segir Þorsteinn að sér blöskri, um leið og hann skýtur föstum skotum að þeim sem hafa látið til sín taka í umræðunni og gagnrýnt leyndina í kringum reikninginn. Talar hann meðal annars um hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann sem er í vandræðum með sjálfsmynd sína.

Hjárænulegi Sjálfstæðisþingmaðurinn er ekki nafngreindur í greininni, en þarna skýtur Þorsteinn að Vilhjálmi Bjarnasyni, sem sagði í Vikulokunum um helgina að hann hefði óbeit á Framsóknarflokknum. Umræðan um eignir eiginkonu forsætisráðherra á Tortola hefðu komið illa við samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni. Þetta væri óþægilegt mál og ekki til þess fallið að auka traust hans á Framsóknarflokknum. Rétt hefði verið að Sigmundur Davíð hefði veitt upplýsingar um þetta félag eiginkonu sinnar.

„Svona til upplýsingar þá þekki ég nú engan framsóknarmann sem ber traust til Vilhjálms.“

Sagðist hafa óbeit á Framsóknarflokknum
Sagðist hafa óbeit á Framsóknarflokknum Vilhjálmur Bjarnason gagnrýndi forsætisráðherra harkalega í Vikulokunum á Rás 1 um helgina, þar sem hann sagði að Sigmundur Davíð hefði átt að upplýsa um eignir eiginkonunnar á Tortola og málið væri ekki til þess fallið að auka traust hans á Framsóknarflokknum.

Aðstoðarmaðurinn fyrri til 

Þetta er mjög óþægilegt fyrir samstarfsflokk sem er Sjálfstæðisflokkur að standa andspænis þessu […] Við lögðum í þann leiðangur að kaupa ákveðin gögn sem vörðuðu svona félög. Þá hlýtur þetta að vera rannsakað eins og önnur mál. Síðan hitt, það er talið að um árás á tiltekna konu sé að ræða. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef þá var forsætisráðherra aðili að félaginu þegar tjónið varð. Þannig að það eru einungis eftirstöðvarnar sem eru skráðar á hana og hjónaband er nú sameiginlegt fjárfélag, sagði Vilhjálmur.

Orð Vilhjálms féllu ekki í góðan jarðveg á meðal framsóknarmanna og í kjölfarið hjólaði Matthías Imsland, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í forsætisráðuneytinu í Vilhjálm:

„Finnst nú eiginlega pínu fyndið að í hvert skipti sem Villi gagnrýnir Framsókn þá er því slegið upp. Svona til upplýsingar þá þekki ég nú engan framsóknarmann sem ber traust til Vilhjálms.“

Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir.“ 

Segir Sigmund eflast í hverri raun

Þorsteinn lét sér ekki nægja að veitast að þeim sem hafa gagnrýnt forsætisráðherra, svo sem Vilhjálm og Björn Val Gíslason, þingmann Vinstri grænna, heldur lofaði hann einnig forsætisráðherra. 

Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir, skrifaði hann og sagði ástæðuna fyrir því að ógæfufólk hamast á forsætisráðherra hvern dag væri að hann hefði framsýni, kjark og dug sem það skorti. En það skipti engu, árásirnar væru auðvitað án árangurs því niðurrifið og hælbitin efla Sigmund Davíð í hverri raun.

Hann sagði hins vegar tíðindi að Sjálfstæðismaður láti vinstrið siga sér eins og rakka vegna einhverrar minnimáttarkenndar.

Grein Þorsteins má lesa í heild sinni á vef Vísis

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár