Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lífshættan ýtti henni af stað

Þeg­ar Sif Trausta­dótt­ir Rossi horfði á vöru­flutn­inga­bíl­inn stefna beint á sig á ísi lagðri Öxna­dals­heið­inni varð hún fyr­ir reynslu sem fékk hana til að brjót­ast út úr hvers­dags­líf­inu og láta draum sinn ræt­ast. Hún hef­ur nú keypt sér hús­bíl og ferð­ast frjáls um Evr­ópu.

Lífshættan ýtti henni af stað

Það voru hlutir sem urðu til þess að ég komst af stað,“ segir dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi, þar sem hún dvelur í húsbíl í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, farin frá Íslandi í bili.

Sif fór fyrir nokkrum vikum til Þýskalands og keypti sér húsbíl. Hún ætlar að búa í bílnum í minnst sjö mánuði og ferðast um Evrópu. Það hafði lengi verið draumur hennar að skilja við hversdagslífið og leggja upp í langferð, svo lengi að útlit var fyrir að hann rættist ekki. Síðan kom atburðurinn sem kastaði henni út úr þægindarammanum.

„Ég var að fara í skíðaferðalag norður í land. Við vorum í bíl. Ég var farþegi í honum. Það var hálka á veginum. Bíllinn byrjaði skyndilega að rása. Svo sá ég að það var gámaflutningabíll að koma á fullri ferð á móti okkur. Ég hugsaði: Nú mun ég bara deyja.“ 

„Ég hugsaði: Nú mun ég bara deyja.“ 

Hugljómun um lífið

Það varð Sif líklega til lífs að bíllinn rásaði lengra og fór út af veginum undan gámaflutningabílnum. „Við vorum svo heppin að það var snjóskafl akkurat þar sem við fórum út af. Við vorum öll lifandi og allir voru óbrotnir. En ég skallaði upp undir loftið á bílnum þegar bíllinn valt og ég fékk hnykkskaða á hálsinn og bakið.“

Bílslysið reyndist á tvíþættan hátt vera orsakavaldur þess að Sif býr nú í húsbíl, óviss um hvað verður á vegi hennar næsta hálfa árið. 

„Í raun og veru má segja að þetta bílslys hafi haft áhrif á það að ég ákvað að láta af þessu verða. Eftir þetta slys hugsaði ég mikið um það hvernig maður gengur í gegnum lífið, setur undir sig hornin og þjösnast áfram. Reynir að komast í gegnum þetta, án þess að gera eitthvað sem skiptir raunverulega máli. Þegar þetta gerðist fékk ég bara þessa hugljómun, að maður á ekki að bíða eftir því að komast á eftirlaun,“ útskýrir Sif.

Önnur hliðaráhrif, sem ýttu henni út í ferðina, voru að hún fékk tryggingabætur vegna slyssins. „Það hefur alltaf heillað mig að ferðast. Mig langaði til að taka mér lengra frí. Það er nokkuð sem ég hef hugsað um í mörg ár.“ 

Skömmu eftir bílslysið varð atburður sem undirstrikaði að hún yrði að fara. „Eitt af því sem hefur rekið mig af stað er að það eru miklir arfgengir hjartasjúkdómar í móðurfjölskyldunni minni, sérstaklega kransæðasjúkdómar. Þremur mánuðum eftir að ég lenti í bílslysinu þurfti mamma mín að fara í fjórfalda hjáveituaðgerð og var heppin að vera ekki búin að fá hjartaáfall þegar þetta uppgötvaðist, þrátt fyrir að hafa aldrei 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár