Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lífshættan ýtti henni af stað

Þeg­ar Sif Trausta­dótt­ir Rossi horfði á vöru­flutn­inga­bíl­inn stefna beint á sig á ísi lagðri Öxna­dals­heið­inni varð hún fyr­ir reynslu sem fékk hana til að brjót­ast út úr hvers­dags­líf­inu og láta draum sinn ræt­ast. Hún hef­ur nú keypt sér hús­bíl og ferð­ast frjáls um Evr­ópu.

Lífshættan ýtti henni af stað

Það voru hlutir sem urðu til þess að ég komst af stað,“ segir dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi, þar sem hún dvelur í húsbíl í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, farin frá Íslandi í bili.

Sif fór fyrir nokkrum vikum til Þýskalands og keypti sér húsbíl. Hún ætlar að búa í bílnum í minnst sjö mánuði og ferðast um Evrópu. Það hafði lengi verið draumur hennar að skilja við hversdagslífið og leggja upp í langferð, svo lengi að útlit var fyrir að hann rættist ekki. Síðan kom atburðurinn sem kastaði henni út úr þægindarammanum.

„Ég var að fara í skíðaferðalag norður í land. Við vorum í bíl. Ég var farþegi í honum. Það var hálka á veginum. Bíllinn byrjaði skyndilega að rása. Svo sá ég að það var gámaflutningabíll að koma á fullri ferð á móti okkur. Ég hugsaði: Nú mun ég bara deyja.“ 

„Ég hugsaði: Nú mun ég bara deyja.“ 

Hugljómun um lífið

Það varð Sif líklega til lífs að bíllinn rásaði lengra og fór út af veginum undan gámaflutningabílnum. „Við vorum svo heppin að það var snjóskafl akkurat þar sem við fórum út af. Við vorum öll lifandi og allir voru óbrotnir. En ég skallaði upp undir loftið á bílnum þegar bíllinn valt og ég fékk hnykkskaða á hálsinn og bakið.“

Bílslysið reyndist á tvíþættan hátt vera orsakavaldur þess að Sif býr nú í húsbíl, óviss um hvað verður á vegi hennar næsta hálfa árið. 

„Í raun og veru má segja að þetta bílslys hafi haft áhrif á það að ég ákvað að láta af þessu verða. Eftir þetta slys hugsaði ég mikið um það hvernig maður gengur í gegnum lífið, setur undir sig hornin og þjösnast áfram. Reynir að komast í gegnum þetta, án þess að gera eitthvað sem skiptir raunverulega máli. Þegar þetta gerðist fékk ég bara þessa hugljómun, að maður á ekki að bíða eftir því að komast á eftirlaun,“ útskýrir Sif.

Önnur hliðaráhrif, sem ýttu henni út í ferðina, voru að hún fékk tryggingabætur vegna slyssins. „Það hefur alltaf heillað mig að ferðast. Mig langaði til að taka mér lengra frí. Það er nokkuð sem ég hef hugsað um í mörg ár.“ 

Skömmu eftir bílslysið varð atburður sem undirstrikaði að hún yrði að fara. „Eitt af því sem hefur rekið mig af stað er að það eru miklir arfgengir hjartasjúkdómar í móðurfjölskyldunni minni, sérstaklega kransæðasjúkdómar. Þremur mánuðum eftir að ég lenti í bílslysinu þurfti mamma mín að fara í fjórfalda hjáveituaðgerð og var heppin að vera ekki búin að fá hjartaáfall þegar þetta uppgötvaðist, þrátt fyrir að hafa aldrei 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár