Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líf mitt í 5 réttum

Linda Björg Árna­dótt­ir fag­stjóri við Lista­há­skóla Ís­lands deil­ir minn­ing­um af mat. Hún seg­ir frá þeim fimm rétt­um sem hún teng­ir mest við og út­skýr­ir af hverju.

Líf mitt í 5 réttum

Blómkálssúpa

Ég ólst ekki upp við að matargerð væri í hávegum höfð á heimilinu. Heima var íslenskur heimilismatur á borðum, eins og ORA-fiskibúðingur og soðnar kartöflur. En mamma bjó stundum til blómkálssúpu sem hefur fylgt mér alla tíð. Ég hef bætt aðeins við uppskriftina og elda hana nokkuð oft, við töluverðar vinsældir. Súpan er bæði einföld og holl.

Uppskrift:

1 meðal blómkálshaus

hálfur laukur

lítill sellerstilkur

salt

pipar

grænmetiskraftur

ólífuolía

Fyrst sker ég grænmetið í bita, set ólífuolíuna í pott og steiki grænmetið aðeins. Ég set síðan vatn í pottinn þannig að það fljóti yfir. Ég bæti síðan við svörtum pipar, salti og grænmetiskrafti. Þegar grænmetið er orðið mjúkt af suðunni veiði ég það upp úr vatninu og set í matvinnsluvél. Ég mauka grænmetið og set aftur í pottinn. Oft sýð ég grænmeti að morgni til að borða um kvöldið, því súpan er betri ef hún hefur fengið að standa aðeins.  

Moulles frittes

Þegar ég var nemi í París fór ég fyrst að borða krækling, sem ég keypti þá ferskan á útimörkuðum. Ég hef einfaldlega ekki orðið söm síðan og borða krækling við hvert tækifæri. Þeim fer fjölgandi á Íslandi, mér til mikillar gleði. 

Gnocchi al gorgonzola

Á þessum bestu árum mínum í París átti ég mér uppáhaldsstað þar. Þetta var lítill ítalskur staður sem var lítið áberandi, ekkert skilti var fyrir utan og innréttingin látlaus. Þetta var einn af þessum stöðum sem aðeins heimamenn þekkja. Þar var boðið upp á heimalagað gnocchi al gorgonzola. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum og ég borða hann hvar sem ég kemst í hann. Ég var eitthvað að fikta við að búa hann til sjálf, en gafst upp. Hver veit nema ég reyni aftur. 

Lasagna

Nítján ára gömul bjó ég einn vetur á Spáni. Þar komst ég yfir þykka spænska matreiðslubók og í henni var uppskrift að lasagna sem ég tel að sé einn af mínum bestu réttum, og ég bý það bara til fyrir sparistundir. Mér fannst uppskriftin frekar vera spænsk en ítölsk, en kjötið sem átti að fara í réttinn var nautahakk, skinka og ferskir lambaheilar. Ég notaði þetta allt nema lambaheilana. Þeim sleppti ég.  

Tiramisu

Ég er engin sérstök eftirréttarmanneskja en elska tiramisu. Ég hef reyndar aldrei reynt að búa það til, en ég átti einu sinni kærasta sem var mjög góður í því. Ef ég er á veitingastað og það er í boði þá fæ ég mér alltaf tiramisu. 

Uppskrift: 

Tiramisu er einn þekktasti eftirréttur Ítalíu og til eru ýmsar útgáfur af honum. Hér er einföld en góð útgáfa af honum. 

4 egg

1 bolli sykur

2 dósir mascarpone ostur eða rjómaostur, sirka 400 g

200 g kökufingur 

2 bollar mjög sterkt kaffi 

2 msk. amaretto líkjör

Kakó til að sáldra yfir 

Aðferð:

Stífþeytið egg og sykur þar til myndast þykk froða. Blandið ostinum varlega út í blönduna og þeytið saman. Veltið kökufingrunum upp úr kaffiblöndunni og raðið með jöfnu millibili í form. Setjið helminginn af ostakreminu yfir og þekjið kökurnar. Endurtakið þannig að þetta sé lagskipt kaka. Sléttið yfirborðið og dreifið kakói yfir. Látið standa í kæli í 3–4 tíma. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár