Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lekamálið í Lágafellssókn: „Ég var sviptur embætti“

Séra Skírn­ir Garð­ars­son seg­ist hafa ver­ið hrak­inn úr embætti sínu í Lága­fells­sókn vegna ásak­ana sem reynd­ust ekki eiga sér stoð. Gerend­ur í mál­inu halda störf­um sín­um en Skírn­ir sæt­ir launa­skerð­ingu. Agnes Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up sögð sýna óvild. Skírni bann­að að tjá sig um úr­skurð sem lýs­ir sak­leysi hans.

Lekamálið í Lágafellssókn: „Ég var sviptur embætti“
Áfall Séra Skírnir reyndist vera fórnarlamb í deilunum í Lágafellssókn. Hann er þó látinn gjalda fyrir syndir annarra. Mynd: Kristinn Magnússon

Þetta var mikið áfall fyrir mig og eiginkonu mína að vera kippt út úr stöðu sem ég var löglega kosinn til að sinna. Ég var sviptur embætti sem ég hafði virkilega ánægju af því að þjóna,“ segir Skírnir Garðarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Lágafellssókn, sem gerður var að blóraböggli í máli sem tengdist því skjólstæðingur Lágafellskirkju reisti á hendur kirkjunni og Mosfellsbæ fyrir persónuvernd.

„Framkoma þeirra var einkennileg. Þau sátu í fyrstu þegjandi og störðu á mig.“

Trúnaðarbrestur

Skírnir og Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur voru bæði send í tveggja mánaða frí eftir að trúnaðarbrestur varð þegar séra Ragnheiður fór á bak við samstarfsmann sinn með mál sem Persónuvernd óskaði skýringa á vegna samskipta Skírnis, félagsmálastjóra Mosfellsbæjar og sóknarbarns sem þegið hafði styrk af sókninni.

Séra Ragnheiður tók við erindinu og framsendi til Biskupsstofu. Hún lét Skírni ekki vita af kvörtuninni. Í framhaldinu kom í ljós að formaður sóknarnefndar hafði sent Biskupsstofu tölvupósta sem snerust um samskipti séra Skírnis og sóknarbarna hans og þannig rofið trúnað. Skírnir vissi ekki af sendingunum fyrr en seinna. Leynimakkið í Lágafellsssókn dró dilk á eftir sér. Það kom í ljós að tölvupóstum með samskiptum séra Skírnis við sóknarbörn hafði verið lekið til Biskupsstofu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár