Þetta var mikið áfall fyrir mig og eiginkonu mína að vera kippt út úr stöðu sem ég var löglega kosinn til að sinna. Ég var sviptur embætti sem ég hafði virkilega ánægju af því að þjóna,“ segir Skírnir Garðarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Lágafellssókn, sem gerður var að blóraböggli í máli sem tengdist því skjólstæðingur Lágafellskirkju reisti á hendur kirkjunni og Mosfellsbæ fyrir persónuvernd.
„Framkoma þeirra var einkennileg. Þau sátu í fyrstu þegjandi og störðu á mig.“
Trúnaðarbrestur
Skírnir og Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur voru bæði send í tveggja mánaða frí eftir að trúnaðarbrestur varð þegar séra Ragnheiður fór á bak við samstarfsmann sinn með mál sem Persónuvernd óskaði skýringa á vegna samskipta Skírnis, félagsmálastjóra Mosfellsbæjar og sóknarbarns sem þegið hafði styrk af sókninni.
Séra Ragnheiður tók við erindinu og framsendi til Biskupsstofu. Hún lét Skírni ekki vita af kvörtuninni. Í framhaldinu kom í ljós að formaður sóknarnefndar hafði sent Biskupsstofu tölvupósta sem snerust um samskipti séra Skírnis og sóknarbarna hans og þannig rofið trúnað. Skírnir vissi ekki af sendingunum fyrr en seinna. Leynimakkið í Lágafellsssókn dró dilk á eftir sér. Það kom í ljós að tölvupóstum með samskiptum séra Skírnis við sóknarbörn hafði verið lekið til Biskupsstofu.
Athugasemdir