Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lekamálið í Lágafellssókn: „Ég var sviptur embætti“

Séra Skírn­ir Garð­ars­son seg­ist hafa ver­ið hrak­inn úr embætti sínu í Lága­fells­sókn vegna ásak­ana sem reynd­ust ekki eiga sér stoð. Gerend­ur í mál­inu halda störf­um sín­um en Skírn­ir sæt­ir launa­skerð­ingu. Agnes Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up sögð sýna óvild. Skírni bann­að að tjá sig um úr­skurð sem lýs­ir sak­leysi hans.

Lekamálið í Lágafellssókn: „Ég var sviptur embætti“
Áfall Séra Skírnir reyndist vera fórnarlamb í deilunum í Lágafellssókn. Hann er þó látinn gjalda fyrir syndir annarra. Mynd: Kristinn Magnússon

Þetta var mikið áfall fyrir mig og eiginkonu mína að vera kippt út úr stöðu sem ég var löglega kosinn til að sinna. Ég var sviptur embætti sem ég hafði virkilega ánægju af því að þjóna,“ segir Skírnir Garðarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Lágafellssókn, sem gerður var að blóraböggli í máli sem tengdist því skjólstæðingur Lágafellskirkju reisti á hendur kirkjunni og Mosfellsbæ fyrir persónuvernd.

„Framkoma þeirra var einkennileg. Þau sátu í fyrstu þegjandi og störðu á mig.“

Trúnaðarbrestur

Skírnir og Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur voru bæði send í tveggja mánaða frí eftir að trúnaðarbrestur varð þegar séra Ragnheiður fór á bak við samstarfsmann sinn með mál sem Persónuvernd óskaði skýringa á vegna samskipta Skírnis, félagsmálastjóra Mosfellsbæjar og sóknarbarns sem þegið hafði styrk af sókninni.

Séra Ragnheiður tók við erindinu og framsendi til Biskupsstofu. Hún lét Skírni ekki vita af kvörtuninni. Í framhaldinu kom í ljós að formaður sóknarnefndar hafði sent Biskupsstofu tölvupósta sem snerust um samskipti séra Skírnis og sóknarbarna hans og þannig rofið trúnað. Skírnir vissi ekki af sendingunum fyrr en seinna. Leynimakkið í Lágafellsssókn dró dilk á eftir sér. Það kom í ljós að tölvupóstum með samskiptum séra Skírnis við sóknarbörn hafði verið lekið til Biskupsstofu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár