Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skólastjórnendur eigi ekki að leggja kynferðislegar meiningar í klæðaburð barna

Mæð­ur mót­mæla druslu­skömm við Há­teigs­skóla. Segja vanda­mál­ið liggja hjá full­orðna fólk­inu, ekki ung­ling­un­um. Stór hóp­ur ung­linga mót­mælti banni við maga­bol­um í síð­ustu viku.

Skólastjórnendur eigi ekki að leggja kynferðislegar meiningar í klæðaburð barna

Mæður stúlku í Háteigsskóla hafa sent frá sér opið bréf til skólastjórnenda og kennara þar sem þær mótmæla drusluskömm við skólann. Tilefnið er bann skólans við magabolum, en eins og fjallað var um í fjölmiðlum á föstudag klæddist stór hópur unglinga magabolum til þess að mótmæla banninu. Í kjölfarið sendi Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, bréf til foreldra þar sem bannið er útskýrt. „Okkur fullorðna fólkinu þykir þetta ekki viðeigandi klæðnaður í skóla. Þá koma til álita kynferðislegar vísanir slíks klæðnaðar en þó kannski öllu heldur að ekki er hægt að athafna sig með góðu móti í skólaumhverfi án þess að viðkomandi beri sig við eðlilegar hreyfingar,“ segir meðal annars í bréfinu. 

Mæðurnar, Særós Rannveig Björnsdóttir og Þórunn Skúladóttir, segja aftur á móti ekki viðeigandi að kennarar og skólastjórnendur skipti sér af klæðnaði dóttur þeirra. „Í bréfi frá ykkur er fjallað um kynferðislegar vísanir magabola og eins virðist fara fyrir brjóstið á ykkur þegar sést í bert hold unglinganna við daglegar athafnir. Í okkar huga er þetta vandamál sem liggur hjá ykkur 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár