Mæður stúlku í Háteigsskóla hafa sent frá sér opið bréf til skólastjórnenda og kennara þar sem þær mótmæla drusluskömm við skólann. Tilefnið er bann skólans við magabolum, en eins og fjallað var um í fjölmiðlum á föstudag klæddist stór hópur unglinga magabolum til þess að mótmæla banninu. Í kjölfarið sendi Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, bréf til foreldra þar sem bannið er útskýrt. „Okkur fullorðna fólkinu þykir þetta ekki viðeigandi klæðnaður í skóla. Þá koma til álita kynferðislegar vísanir slíks klæðnaðar en þó kannski öllu heldur að ekki er hægt að athafna sig með góðu móti í skólaumhverfi án þess að viðkomandi beri sig við eðlilegar hreyfingar,“ segir meðal annars í bréfinu.
Mæðurnar, Særós Rannveig Björnsdóttir og Þórunn Skúladóttir, segja aftur á móti ekki viðeigandi að kennarar og skólastjórnendur skipti sér af klæðnaði dóttur þeirra. „Í bréfi frá ykkur er fjallað um kynferðislegar vísanir magabola og eins virðist fara fyrir brjóstið á ykkur þegar sést í bert hold unglinganna við daglegar athafnir. Í okkar huga er þetta vandamál sem liggur hjá ykkur
Athugasemdir