Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Landhelgisgæslan siglir til Færeyja til að taka olíu á lægra verði

Að­eins 4% þeirr­ar olíu sem skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa tek­ið síð­ustu fjög­ur ár hef­ur ver­ið keypt á Ís­landi. Hag­stæð­ara er að kaupa olíu í Fær­eyj­um og hef­ur ís­lenska rík­ið fyr­ir vik­ið orð­ið af rúm­um 300 millj­ón­um í ol­íu­gjöld.

Landhelgisgæslan siglir til Færeyja til að taka olíu á lægra verði
Varðskipið Þór Var með flesta úthaldsdaga á tímabilinu sem um ræðir, eða 672.

Landhelgisgæslan hefur undanfarin fjögur ár að langmestu leyti keypt olíu á íslenska flotann í Færeyjum, þar sem hún greiðir lægra verð fyrir olíuna en hér á landi.

Þar að auki hefur gæslan með þessu komist hjá því að greiða olíugjald hér á landi og hefur ríkið þannig orðið af rúmlega 300 milljónum króna.

Upplýsingafulltrúi gæslunnar, Sveinn H. Guðmarsson, segir að sú stefna hafi verið mörkuð að gæta skuli ráðdeildar og aðhalds í rekstrinum. Jafnframt hafi gæslan getað fjölgað úthaldsdögum varðskipanna vegna þess sparnaðar sem hlotist hafi af þessum olíukaupum.

80% í Færeyjum, 2% á Íslandi

Í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn varaþingmanns Pírata, Gunnars I. Guðmundssonar, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar, kemur fram að frá árinu 2013 hafa skip gæslunnar keypt um 80% af allri olíu í Færeyjum. Aðeins um 4% olíunnar hafa verið keypt á Íslandi.

Alls tók gæslan 5.270.288 lítra af olíu í Færeyjum á tímabilinu 1. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár