Landhelgisgæslan hefur undanfarin fjögur ár að langmestu leyti keypt olíu á íslenska flotann í Færeyjum, þar sem hún greiðir lægra verð fyrir olíuna en hér á landi.
Þar að auki hefur gæslan með þessu komist hjá því að greiða olíugjald hér á landi og hefur ríkið þannig orðið af rúmlega 300 milljónum króna.
Upplýsingafulltrúi gæslunnar, Sveinn H. Guðmarsson, segir að sú stefna hafi verið mörkuð að gæta skuli ráðdeildar og aðhalds í rekstrinum. Jafnframt hafi gæslan getað fjölgað úthaldsdögum varðskipanna vegna þess sparnaðar sem hlotist hafi af þessum olíukaupum.
80% í Færeyjum, 2% á Íslandi
Í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn varaþingmanns Pírata, Gunnars I. Guðmundssonar, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar, kemur fram að frá árinu 2013 hafa skip gæslunnar keypt um 80% af allri olíu í Færeyjum. Aðeins um 4% olíunnar hafa verið keypt á Íslandi.
Alls tók gæslan 5.270.288 lítra af olíu í Færeyjum á tímabilinu 1. …
Athugasemdir