Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskir læknar vara við hugmyndum um heilsu óháð þyngd

Ný stefna sem geng­ur út á að fólk geti ver­ið við góða heilsu óháð þyngd hef­ur rutt sér til rúms á Ís­landi. Stund­in ræddi við ís­lenska lækna og sál­fræð­ing um hug­mynda­fræð­ina, sem sum­ir segja ein­föld­un og vara­sama vegna þess. Aðr­ir benda á mik­il­vægi þess að vinna gegn for­dóm­um, en benda á mik­il­vægi þess að fólk til­einki sér heil­brigð­an lífs­stíl.

Íslenskir læknar vara við hugmyndum um heilsu óháð þyngd
Falleg og feit Módelið Tess Holliday er eitt af andlitum hreyfingarinnar Health at Every Size, eða Heilsa óháð þyngd. Hún er að eigin sögn 130 kíló.

Hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingar geti verið feitir og heilbrigðir á sama tíma hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Hér á landi er búið að stofna Facebook-síðuna Heilsa óháð þyngd, sem „samfélag einstaklinga sem vilja viðhalda heilsu, hamingju og heilbrigði til lengri tíma, án þess að fara í megrun eða nota skyndilausnir“. Hugmyndafræði þeirrar síðu byggir meðal annars á erlendri stefnu, Health at Every Size, sem nýtur sívaxandi fylgis meðal þeirra sem kenna sig við líkamsvirðingu.

Stefnan gengur út á að fólk eigi að bera virðingu fyrir líkama sínum óháð líkamsvexti og því haldið fram að líkamsvöxtur einn og sér færi hvorki heilsu né hamingju. Því er haldið fram að þegar ekki er litið á töluna á vigtinni sem eina mælikvarðann á heilsu sé hægt að styðja alla til að bæta heilsuna með heilbrigðari lífstíl. Markmið hreyfingarinnar virðist í fljótu bragði vera af hinu góða, að draga úr sjálfshatri, átröskunum, mismunun og heilsubresti.

Íslendingar eru á meðal feitustu þjóða heims og sú feitasta í Vestur-Evrópu samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 sem birtist í The Lancet. Samkvæmt rannsókninni eru 74 prósent karla og 61 prósent kvenna hér á landi í yfirþyngd eða offitu. Í skýrslu OECD frá árinu 2014 um heilbrigðistölfræði hér á landi er sérstaklega varað við umtalsverði fjölgun Íslendinga sem þjáist af offitu. Árið 2002 þjáðist 12 prósent þjóðarinnar af offitu en árið 2010 var talan komin upp í 21 prósent. Samkvæmt skýrslunni er þetta mesti áhættuflokkur íslensks heilbrigðiskerfis þar sem offita leiðir til hjartasjúkdóma og sykursýki með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið.

Unnið gegn fordómum 

Á meðal þeirra lækna sem Stundin ræddi við er Björn Geir Leifsson, skurðlæknir, með meistargráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu auk þess sem hann er með sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Björn Geir bendir á að málið sé ekki einfalt, á því séu margar hliðar, en sú nálgun að fólk geti verið við góða heilsu óháð þyngd sé varasöm einföldun. „Ég hef rætt við fólk sem er með nánast trúarlegan hita í skoðunum sínum á þessu og sér ekki hætturnar vegna þess að þau einblína á fordómana og fyrirlitninguna sem feitu fólki er sýnd,“ segir Björn Geir í skriflegu svari til Stundarinnar. 

Hann segir að þessi nálgun sé að hluta til mjög þörf en fari oft út í varsama einföldun. „Þarna er unnið þarflega gegn fordómum, mismunun og alhæfingum. En um leið er ekki horfst nógu vel í augu við áhætturnar sem fylgja því að hafa ekki hemil á þyngdinni. Þarna er réttilega varað við megrunarkúrahegðun en er nógu mikil áhersla á lífsstílsbætur og atferlisleiðréttingar sem þetta fólk þarf til þess að hafa hemil á viktinni?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár