Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenskir læknar vara við hugmyndum um heilsu óháð þyngd

Ný stefna sem geng­ur út á að fólk geti ver­ið við góða heilsu óháð þyngd hef­ur rutt sér til rúms á Ís­landi. Stund­in ræddi við ís­lenska lækna og sál­fræð­ing um hug­mynda­fræð­ina, sem sum­ir segja ein­föld­un og vara­sama vegna þess. Aðr­ir benda á mik­il­vægi þess að vinna gegn for­dóm­um, en benda á mik­il­vægi þess að fólk til­einki sér heil­brigð­an lífs­stíl.

Íslenskir læknar vara við hugmyndum um heilsu óháð þyngd
Falleg og feit Módelið Tess Holliday er eitt af andlitum hreyfingarinnar Health at Every Size, eða Heilsa óháð þyngd. Hún er að eigin sögn 130 kíló.

Hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingar geti verið feitir og heilbrigðir á sama tíma hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Hér á landi er búið að stofna Facebook-síðuna Heilsa óháð þyngd, sem „samfélag einstaklinga sem vilja viðhalda heilsu, hamingju og heilbrigði til lengri tíma, án þess að fara í megrun eða nota skyndilausnir“. Hugmyndafræði þeirrar síðu byggir meðal annars á erlendri stefnu, Health at Every Size, sem nýtur sívaxandi fylgis meðal þeirra sem kenna sig við líkamsvirðingu.

Stefnan gengur út á að fólk eigi að bera virðingu fyrir líkama sínum óháð líkamsvexti og því haldið fram að líkamsvöxtur einn og sér færi hvorki heilsu né hamingju. Því er haldið fram að þegar ekki er litið á töluna á vigtinni sem eina mælikvarðann á heilsu sé hægt að styðja alla til að bæta heilsuna með heilbrigðari lífstíl. Markmið hreyfingarinnar virðist í fljótu bragði vera af hinu góða, að draga úr sjálfshatri, átröskunum, mismunun og heilsubresti.

Íslendingar eru á meðal feitustu þjóða heims og sú feitasta í Vestur-Evrópu samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 sem birtist í The Lancet. Samkvæmt rannsókninni eru 74 prósent karla og 61 prósent kvenna hér á landi í yfirþyngd eða offitu. Í skýrslu OECD frá árinu 2014 um heilbrigðistölfræði hér á landi er sérstaklega varað við umtalsverði fjölgun Íslendinga sem þjáist af offitu. Árið 2002 þjáðist 12 prósent þjóðarinnar af offitu en árið 2010 var talan komin upp í 21 prósent. Samkvæmt skýrslunni er þetta mesti áhættuflokkur íslensks heilbrigðiskerfis þar sem offita leiðir til hjartasjúkdóma og sykursýki með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið.

Unnið gegn fordómum 

Á meðal þeirra lækna sem Stundin ræddi við er Björn Geir Leifsson, skurðlæknir, með meistargráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu auk þess sem hann er með sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Björn Geir bendir á að málið sé ekki einfalt, á því séu margar hliðar, en sú nálgun að fólk geti verið við góða heilsu óháð þyngd sé varasöm einföldun. „Ég hef rætt við fólk sem er með nánast trúarlegan hita í skoðunum sínum á þessu og sér ekki hætturnar vegna þess að þau einblína á fordómana og fyrirlitninguna sem feitu fólki er sýnd,“ segir Björn Geir í skriflegu svari til Stundarinnar. 

Hann segir að þessi nálgun sé að hluta til mjög þörf en fari oft út í varsama einföldun. „Þarna er unnið þarflega gegn fordómum, mismunun og alhæfingum. En um leið er ekki horfst nógu vel í augu við áhætturnar sem fylgja því að hafa ekki hemil á þyngdinni. Þarna er réttilega varað við megrunarkúrahegðun en er nógu mikil áhersla á lífsstílsbætur og atferlisleiðréttingar sem þetta fólk þarf til þess að hafa hemil á viktinni?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
6
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu