Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kristján Skúli: Sérhæfð brjóstamiðstöð forsenda þess að fá fleiri lækna heim

Kristján Skúli Ás­geirs­son, brjósta­skurð­lækn­ir, tel­ur að hægt sé að auka fram­leiðni í brjósta­skurð­lækn­ing­um og minnka kostn­að rík­is­ins. Hann seg­ir enga fjár­festa koma að Brjóstamið­stöð­inni en í bréfi til heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að líf­eyr­is­sjóð­ir muni leggja 210 millj­ón­ir til verk­efn­is­ins.

Kristján Skúli: Sérhæfð brjóstamiðstöð forsenda þess að fá fleiri lækna heim

Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir og eigandi Brjóstamiðstöðvarinnar sem fyrirhugað er að starfi í Klíníkinni í Ármúla, segir að sérhæfð brjóstamiðstöð sé það umhverfi sem flestir erlendir sérfræðingar vinna í og því sé slík stofnun forsenda þess að fá fleiri brjóstaskurðlækna til að flytja heim og starfa á Íslandi. Stundin fjallaði ítarlega um fyrirhugaða brjóstamiðstöð í síðasta tölublaði. Kristján Skúli, sem er þriðjungseigandi í Klíníkinni í Ármúla, skrifar grein í Fréttablaðið í dag í þeim tilgangi að leiðrétta „nokkrar alvarlegar rangfærslur“ sem slegið hafi verið fram um stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar á Íslandi. Hann tilgreinir hins vegar ekki hver það var sem sló rangfærslunum fram. 

Svikinn af Landspítalanum

Kristján Skúli segir að upphaflega hafi staðið til opna sérhæfða brjóstamiðstöð á Landspítalanum en þær áætlanir hafi orðið að engu. Þær breytingar sem hafi átt sér stað í þjónustunni hafi byggst á dæmalausri vinnu, launaðri og ólaunaðri, en ekki framkvæmd á stefnu spítalans í málaflokknum. Hann segist sjálfur hafa aflað talsverðra sértekna fyrir Landspítalann, meðal annars með því að fá fjölda færeyskra sjúklinga í aðgerðir á Landspítalann. „Ég fékk vilyrði fyrir því að hluta af sértekjunum sem ég aflaði fyrir spítalann yrði varið í tækjakaup fyrir þessar sérhæfðu brjóstaaðgerðir en raunin varð önnur. Sértekjurnar voru notaðar í tækjakaup fyrir aðra starfsemi spítalans,“ skrifar hann. 

Þegar Kristjáni Skúla varð ljóst að Landspítalinn ætlaði ekki að setja sérstakt fjármagn í stofnun sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar hafi hann ákveðið að stofna Brjóstamiðstöðina í samstarfi við sérhæfðan brjóstaröntgenlækni frá Færeyjum. „Við tveir erum þeir einu sem eigum og komum að rekstri Brjóstamiðstöðvarinnar sem fyrirhugað er að starfi í Klíníkinni Ármúla. Engir fjárfestar koma þar að máli.“

Lífeyrissjóðir ætluðu að leggja til 210 milljónir

Eins og áður segir er ítarlega fjallað um fyrirætlanir Kristjáns Skúla í síðasta tölublaði Stundarinnar. Vitnað er í bréf sem Kristján Skúli sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, í október á síðasta ári. Í bréfinu segir Kristján Skúli meðal annars að lífeyrissjóðirnir hafi ætlað að leggja fyrirtæki Kristjáns til 210 milljónir króna til tækjakaupa umfram það fjármagn sem lagt hafði verið í uppbyggingu húsnæðisins að Ármúla 9. „Brjóstamiðstöðin ehf. þarf ekki að ráðast í neinn stofnkostnað því húsnæðið, framkvæmdir og tækjakaup er nú þegar fjármagnað og verður greitt til baka í samræmi við nýtingu. Húsnæðið sjálft er byggt upp af EVU Consortium ehf. sem leigir út rými fyrir læknisþjónustu og samkomulag er við EVU um að húsnæðið verði sérhannað fyrir Brjóstamiðstöð að því gefnu að sem fyrst liggi fyrir staðfesting á því að unnt sé að hrinda starfseminni af stað vorið 2015. Jafnframt hefur Kjölfesta fjárfestingarsjóður sem er í eigu 12 lífeyrissjóða tekið til hliðar hlutafjárloforð sem nemur um 210 m.kr. sem unnt er að nýta í tækjakaup fyrir Brjóstamiðstöð.“

Þá fer Kristján Skúli einnig fram á að miðstöðin fái fjármuni frá ríkinu til að framkvæma aðgerðirnar á Brjóstamiðstöðinni. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár