Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Kem­ur Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur lög­reglu­stjóra til varn­ar og vill ekki að per­sónu­vernd­ar­lög gildi um út­lend­inga

Kosningastjóri Framsóknar í borginni kallar hælisleitanda „þrælahaldara og melludólg”

Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, kemur Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra til varnar á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fréttaflutningur helgarinnar af úrskurði Persónuverndar þess efnis að Sigríður hafi, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, brotið lög þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, gögn um málefni hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

„Það er ótrúlegt hvernig þetta mál hefur verið notað til þess að taka gott fólk niður í nafni teygðra lagatúlkana,“ skrifar Svanur og bætir við: „Gleymum því ekki að málið snýst um þrælahaldara og melludólgs [sic].“

Hvorki ákærð né dæmd

Hvorki Tony Omos né Evelyn Glory Joseph hafa verið ákærð, hvað þá sakfelld, fyrir þrælahald eða mansal. Evelyn fékk hæli á Íslandi í fyrra en Tony var vísað úr landi, meðal annars á grundvelli þess að hann hefði ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum í mansalsmáli. Fjöldi nígerískra karlmanna hafði lengi vel réttarstöðu grunaðs manns í málinu, meðal annars Tony Omos. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár