Sjö fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu saman í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag. Ein kona var fulltrúi stjórnmálaflokks. Þáttarstjórnandinn, Logi Bergmann Eiðsson, bað flokksformennina að hrósa hver öðrum fyrir eitthvað í fari þeirra.
Karlmennirnir sex gáfu hver öðrum lyndiseinkunn á grundvelli mannkosta eins og gáfnafars, yfirvegunar, samskiptahæfni og fleira sem viðkemur persónuleika þeirra. Konan, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk hins vegar ein hrós fyrir það eitt að líta vel út þann daginn.
„Mig langar svolítið að gerta tilraun sem er stundum gerð í fyrirtækjum til að efla liðsanda, sem er að segja eithvað fallegt um sessunautinn, segja eitthvað jákvætt,“ sagði Logi Bergmann.
„Mér kemur honum fyrir sjónir sem jákvæður og lífsglaður maður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.
„Bráðgreindur maður sem er gaman að hafa kynnst,“ sagði Logi Einarsson um Smára McCarthy, umboðsmann Pírata.
„Rosalega hugulsamur, það er gaman að fá að …
Athugasemdir