Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum

Einka­væð­ing Ís­lenskra að­al­verk­taka var dæmd ólög­leg í Hæsta­rétti Ís­lands ár­ið 2008. Kaup­verð­ið á 40 pró­sent­um í fyr­ir­tæk­inu var tveir millj­arð­ar en á næstu tveim­ur ár­um þar á eft­ir voru 4,3 millj­arð­ar tekn­ir í arð úr fyr­ir­tæk­inu og ein af eign­un­um var seld á tæpa 12 millj­arða. Starfs­mað­ur Rík­is­skatt­stjóra seg­ir að unn­ið sé að því að setja ný lög með strang­ari við­ur­lög­um gegn því að skila ekki árs­reikn­ing­um.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum
Eina ólöglega einkavæðingin Eina ólöglega einkavæðingin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka keypti 40 prósenta hlut íslenska ríkisins í verktakafyrirtækinu í einu ólöglegu einkavæðingu Íslandssögunnar árið 2003, samkvæmt Hæstarétti. Fyrirtækin sem keyptu ÍAV hafa aldrei skilað ársreikningi. Stefán Friðfinnson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Ólafur Davíðsson sjást hér við undirritun samningsins um kaupin árið 2003.

Fyrirtækin tvö sem sem keyptu ríkisfyrirtækið Íslenska aðalverktaka (ÍAV) árið 2003, í umdeildri einkavæðingu sem Hæstiréttur Íslands telur gallaða, hafa aldrei skilað ársreikningi og getur embætti Ríkisskattstjóra ekkert gert til að knýja þau til þess. Eina úrræði Ríkisskattstjóra er að sekta fyrirtæki sem skila ekki ársreikningnum en sektin nemur 250 þúsund krónum á ári. Þetta kemur fram í svari frá embætti Ríkisskattstjóra við fyrirspurn Stundarinnar um ársreikningaskil fyrirtækjanna tveggja, Eignarhalds­félagsins AV ehf. og Eignarhaldsfélagsins Gás ehf. Ríkisskatt­stjóri getur hins vegar ekki gefið upp hversu háar sektir einstaka fyrirtæki hafa greitt vegna vanskila á ársreikningnum: „Ríkisskattstjóri gefur ekki upp sektir á einstök félög.“

Miðað við svör Skúla Jónssonar hjá embætti Ríkisskattstjóra gætu sektargreiðslurnar hins vegar numið nokkrum milljónum króna.  „Heimild til beitingu sektar vegna vanskila ársreikninga var lögfest 2006 og reglugerð sett 2008. Fyrstu sektir voru lagðar á félög, þó aðeins lítinn hluta þeirra, á árinu 2009 vegna reikningsársins 2007. Í maí  2011 voru öll félög í vanskilum sektuð og hefur svo verið á hverju ári síðan. Sektarfjárhæð hefur verið kr. 250.000 öll árin. Þó er ekki heimilt að sekta stærstu félögin heldur er þeim málum vísað til skattrannsóknarstjóra.“

Forstjórinn einn þeirra sem keypti

Fyrirtækið sem keypti 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum var Eignarhaldsfélagið AV ehf. og var það í eigu Gás ehf. Kaupverðið var um tveir milljarðar króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu