Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum

Einka­væð­ing Ís­lenskra að­al­verk­taka var dæmd ólög­leg í Hæsta­rétti Ís­lands ár­ið 2008. Kaup­verð­ið á 40 pró­sent­um í fyr­ir­tæk­inu var tveir millj­arð­ar en á næstu tveim­ur ár­um þar á eft­ir voru 4,3 millj­arð­ar tekn­ir í arð úr fyr­ir­tæk­inu og ein af eign­un­um var seld á tæpa 12 millj­arða. Starfs­mað­ur Rík­is­skatt­stjóra seg­ir að unn­ið sé að því að setja ný lög með strang­ari við­ur­lög­um gegn því að skila ekki árs­reikn­ing­um.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum
Eina ólöglega einkavæðingin Eina ólöglega einkavæðingin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka keypti 40 prósenta hlut íslenska ríkisins í verktakafyrirtækinu í einu ólöglegu einkavæðingu Íslandssögunnar árið 2003, samkvæmt Hæstarétti. Fyrirtækin sem keyptu ÍAV hafa aldrei skilað ársreikningi. Stefán Friðfinnson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Ólafur Davíðsson sjást hér við undirritun samningsins um kaupin árið 2003.

Fyrirtækin tvö sem sem keyptu ríkisfyrirtækið Íslenska aðalverktaka (ÍAV) árið 2003, í umdeildri einkavæðingu sem Hæstiréttur Íslands telur gallaða, hafa aldrei skilað ársreikningi og getur embætti Ríkisskattstjóra ekkert gert til að knýja þau til þess. Eina úrræði Ríkisskattstjóra er að sekta fyrirtæki sem skila ekki ársreikningnum en sektin nemur 250 þúsund krónum á ári. Þetta kemur fram í svari frá embætti Ríkisskattstjóra við fyrirspurn Stundarinnar um ársreikningaskil fyrirtækjanna tveggja, Eignarhalds­félagsins AV ehf. og Eignarhaldsfélagsins Gás ehf. Ríkisskatt­stjóri getur hins vegar ekki gefið upp hversu háar sektir einstaka fyrirtæki hafa greitt vegna vanskila á ársreikningnum: „Ríkisskattstjóri gefur ekki upp sektir á einstök félög.“

Miðað við svör Skúla Jónssonar hjá embætti Ríkisskattstjóra gætu sektargreiðslurnar hins vegar numið nokkrum milljónum króna.  „Heimild til beitingu sektar vegna vanskila ársreikninga var lögfest 2006 og reglugerð sett 2008. Fyrstu sektir voru lagðar á félög, þó aðeins lítinn hluta þeirra, á árinu 2009 vegna reikningsársins 2007. Í maí  2011 voru öll félög í vanskilum sektuð og hefur svo verið á hverju ári síðan. Sektarfjárhæð hefur verið kr. 250.000 öll árin. Þó er ekki heimilt að sekta stærstu félögin heldur er þeim málum vísað til skattrannsóknarstjóra.“

Forstjórinn einn þeirra sem keypti

Fyrirtækið sem keypti 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum var Eignarhaldsfélagið AV ehf. og var það í eigu Gás ehf. Kaupverðið var um tveir milljarðar króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár