Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum

Einka­væð­ing Ís­lenskra að­al­verk­taka var dæmd ólög­leg í Hæsta­rétti Ís­lands ár­ið 2008. Kaup­verð­ið á 40 pró­sent­um í fyr­ir­tæk­inu var tveir millj­arð­ar en á næstu tveim­ur ár­um þar á eft­ir voru 4,3 millj­arð­ar tekn­ir í arð úr fyr­ir­tæk­inu og ein af eign­un­um var seld á tæpa 12 millj­arða. Starfs­mað­ur Rík­is­skatt­stjóra seg­ir að unn­ið sé að því að setja ný lög með strang­ari við­ur­lög­um gegn því að skila ekki árs­reikn­ing­um.

Komu að einu ólöglegu einkavæðingunni og hafa aldrei skilað ársreikningum
Eina ólöglega einkavæðingin Eina ólöglega einkavæðingin Forstjóri Íslenskra aðalverktaka keypti 40 prósenta hlut íslenska ríkisins í verktakafyrirtækinu í einu ólöglegu einkavæðingu Íslandssögunnar árið 2003, samkvæmt Hæstarétti. Fyrirtækin sem keyptu ÍAV hafa aldrei skilað ársreikningi. Stefán Friðfinnson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Ólafur Davíðsson sjást hér við undirritun samningsins um kaupin árið 2003.

Fyrirtækin tvö sem sem keyptu ríkisfyrirtækið Íslenska aðalverktaka (ÍAV) árið 2003, í umdeildri einkavæðingu sem Hæstiréttur Íslands telur gallaða, hafa aldrei skilað ársreikningi og getur embætti Ríkisskattstjóra ekkert gert til að knýja þau til þess. Eina úrræði Ríkisskattstjóra er að sekta fyrirtæki sem skila ekki ársreikningnum en sektin nemur 250 þúsund krónum á ári. Þetta kemur fram í svari frá embætti Ríkisskattstjóra við fyrirspurn Stundarinnar um ársreikningaskil fyrirtækjanna tveggja, Eignarhalds­félagsins AV ehf. og Eignarhaldsfélagsins Gás ehf. Ríkisskatt­stjóri getur hins vegar ekki gefið upp hversu háar sektir einstaka fyrirtæki hafa greitt vegna vanskila á ársreikningnum: „Ríkisskattstjóri gefur ekki upp sektir á einstök félög.“

Miðað við svör Skúla Jónssonar hjá embætti Ríkisskattstjóra gætu sektargreiðslurnar hins vegar numið nokkrum milljónum króna.  „Heimild til beitingu sektar vegna vanskila ársreikninga var lögfest 2006 og reglugerð sett 2008. Fyrstu sektir voru lagðar á félög, þó aðeins lítinn hluta þeirra, á árinu 2009 vegna reikningsársins 2007. Í maí  2011 voru öll félög í vanskilum sektuð og hefur svo verið á hverju ári síðan. Sektarfjárhæð hefur verið kr. 250.000 öll árin. Þó er ekki heimilt að sekta stærstu félögin heldur er þeim málum vísað til skattrannsóknarstjóra.“

Forstjórinn einn þeirra sem keypti

Fyrirtækið sem keypti 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum var Eignarhaldsfélagið AV ehf. og var það í eigu Gás ehf. Kaupverðið var um tveir milljarðar króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár