Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Karl skilaði hestunum ekki til þrotabús

Karli Werners­syni var gert að skila hross­a­rækt­ar­bú­inu Feti til þrota­bús Hátt­ar. Fá­ein­um dög­um áð­ur voru helstu eign­ir fé­lags­ins, 174 hross, færð yf­ir á ann­að fé­lag í hans eigu. Að­eins dauð hross og fol­öld fædd á þessu ári voru skil­in eft­ir í fé­lag­inu.

Karl skilaði hestunum ekki til þrotabús

Fjárfestingarfélag Karls Wernerssonar var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2012. Skiptastjóri félagsins, Jóhann Baldursson, segir í samtali við Stundina að hann muni skoða hvort óeðlilega hafi verið staðið að millifærslu eigna úr hrossaræktarbúinu Feti yfir á önnur félög, sem eru í eigu Karls.

Karl keypti hrossaræktarbúið Fet, á Suðurlandi, í gegnum Hátt fyrir ríflega hálfan milljarð króna árið 2007. Áður en félagið Háttur var tekið til gjaldþrotaskipta gerði Karl samkomulag um skuldauppgjör sem fólst í því að hann gekk að veði í öllum eignarhlutum hrossabúsins.

Þrotabú Háttar fór fram á að samkomulaginu yrði rift. Héraðsdómur Suðurlands féllst á það í lok september og Karli var gert að skila hrossabúinu. Fáeinum dögum fyrir úrskurð héraðsdóms voru 174 hross hinsvegar flutt frá hrossaræktarbúinu Feti yfir á félagið SAMK. ehf. sem er alfarið í eigu Karls. 

Ekki einungis hross voru færð úr Hrossaræktarbúinu FET því samkvæmt fasteignaskrá eignaðist Faxar ehf. jörðina og öll hús á eigninni í upphafi mánaðarins. Félagið er alfarið í eigu Karls. Því má segja að litlu hafi verið skilað.

Í samtali við Stundina segir Karl að millifærsla hestanna á milli félaga eigi sér eðlilega skýringu. Hrossin hafi verið tekin upp í skuld. „Skýringin er sú að hrossarækt er mjög erfiður búskapur, sérstaklega eftir hrossaflesuna en þá hrundi sala á hrossum. Ég hef rekið þetta hrossaræktarbú í mörg ár með neikvæðum árangri. Ég fjármagna tapið úr eigin vasa. Það var útséð að þetta fyrirtæki gæti ekki greitt skuldirnar þannig að það var ákveðið að fara í skuldauppgjör. Þessar skuldir urðu til frá árinu 2009 og hafa safnast upp öll þessi ár,“ segir Karl.

Hann segir að lykilstarfsmenn hrossabúsins munu á næstunni eignast hlut í eignarhaldsfélagi hrossanna, SAMK. Það sé vel mögulegt að dómi héraðsdóms verði áfrýjað.

Hestafréttir fjölluðu í gær um eigendaskiptin á hrossunum. Í frétt Hestafrétta kemur fram að um verðmæt hross er að ræða og að flest hross sem skilin hafi verið eftir hjá hrossaræktarbúinu Fetu hafi ýmist verið dauð eða folöld fædd á þessu ári. Þar segir einnig að heiðursverðlaunastóðhesturinn Vilmundur frá Feti sé nú í eigu SAMK eftir þennan gjörning. Samkvæmt heimildum Stundarinnar nemur heildarverðmæti hrossanna hundruðum milljóna króna.

Skiptum Háttar er ekki lokið. „Skiptastjóri mun kanna þessar hreyfingar á eignarhaldi,“ segir Jóhann, skiptastjóri í samtali við Stundina. 

Vilmundur frá Feti
Vilmundur frá Feti Vilmundur er heiðursverðlaunastóðhestur.

Karl var mjög umsvifamikill á árunum fyrir hrun en hann er fyrrverandi stjórnarformaður Milestone. Hann er enn eigandi Lyf og heilsu. Í síðastliðnum apríl var félagi Karls, Aurláka, gert að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð vegna Lyf og heilsu, sem var selt út úr Milestone rétt fyrir hrunið árið 2008 til Aurláka. Árið 2009 varð Milestone gjaldþrota og þrotabú félagsins taldi að greiðslan vegna Lyf og heilsu hafi ekki verið fullnægjandi. Þrotabú taldi að markmið sölunnar hafi verið að koma Lyf og heilsu undan gjaldþroti Milestone. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrotabúinu í vil og var Karli gert að greiða mismuninn eða 970 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár