Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Karl sem lenti í þrítugasta sæti á lista dómnefndar tekinn fram yfir fimm konur sem metnar voru hæfari

Stjórn­ar­lið­ar sam­þykktu til­lögu dóms­mála­ráð­herra um skip­un dóm­ara og vís­uðu ít­rek­að til kynja­sjón­ar­miða. „Að ætla að fara að klæða þetta fúsk í ein­hvern jafn­rétt­is­bún­ing er al­ger­lega út í móa og hrein­lega móðg­andi fyr­ir kon­ur,“ sagði hins veg­ar vara­þing­kona Pírata.

Karl sem lenti í þrítugasta sæti á lista dómnefndar tekinn fram yfir fimm konur sem metnar voru hæfari

Alþingi sam­þykkti til­lögu Sig­ríðar And­er­sen dómsmálaráðherra um skipan 15 dóm­ara við Lands­rétt með 31 atkvæði á móti 22 atkvæðum í kvöld. 

Málið var keyrt í gegnum þingið í miklum ágreiningi á tveimur dögum og kröfur minnihlutans um að gefinn yrði lengi tími til umfjöllunar þess slegnar út af borðinu. Fram að þessu hafði undirbúningur nýs millidómsstigs farið fram í þverpólitískri sátt, bæði í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal heitinnar. 

Tillaga Sigríðar Andersen um skipan dómara fól í sér að fjórum umsækjendum, sem nefnd um dómnefnd hafði metið í hópi 15 hæfustu umsækjenda, var skipt út fyrir aðra fjóra umsækjendur sem allir eru starfandi héraðsdómarar. Þetta gerði ráðherra undir þeim formerkjum að hún teldi nefndina ekki hafa gefið dómarareynslu nægilegt vægi í hæfnismati sínu. 

Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður benti á það í umsögn sinni um málið á þriðjudag að hrókeringar ráðherrans stönguðust á við forsendurnar sem gefnar væru. „Umsækjanda sem metinn var númer 7 í mati hæfnisnefndar er til dæmis hent út úr hópi kandidata en aðrir með minni dómarareynslu eru látnir í friði. Dómnefndin er virt að vettugi og allar almennar stjórnsýslureglur látnar lönd og leið,“ skrifaði hann.  

Jón Höskuldsson héraðsdómari lenti í 9. sæti á lista dómnefndarinnar en verður ekki skipaður dómari. Í bréfi sem hann sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag segir Jón á að hrókeringar ráðherra stangist á við rökstuðning hennar sjálfrar. „Meðal þeirra sem ráðherra gerir tillögu um er héraðsdómari sem sem skipaður var sama dag og undirritaður og hefur því gengt embætti héraðsdómara nákvæmlega jafn lengi. Breyting ráðherra á niðurstöðu dóm nefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning,“ skrifar hann. 

Kjarninn birti á þriðjudag lista dómnefndarinnar yfir umsækjendur í hæfnisröð.

Samkvæmt tillögunni sem Alþingi samþykkti í kvöld var karlmaður, Jón Finnbjörnsson, sem lenti í 30. sæti á lista dómnefndarinnar færður upp fyrir fimm konur sem metnar höfðu verið hæfari en hann. Bent hefur verið á að Jón er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur sem var vinnuveitandi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til margra ára hjá lögmannsstofunni Lex. Jafnframt var Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, skipuð dómari, en hún hafði lent í 18. sæti á lista dómnefndarinnar þrátt fyrir margra ára reynslu af dómarastörfum. 

Stjórnarandstaðan kallaði í dag eftir nákvæmari og ítarlegri rökstuðningi fyrir vali ráðherra á dómurum, en sérfræðingar sem komu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd höfðu bent á að færa þyrfti ítarleg rök fyrir því að bregða frá mati dómnefndar við skipan dómara og ráðherra þyrfti að rækja rannsóknarskyldu stjórnsýsluréttar; ellegar gæti framkvæmdin bakað ríkinu skaðabótaskyldu. 

Stjórnarliðar töldu hins vegar rökstuðninginn sem fram hafði komið nægja. Þá réttlættu þeir val ráðherra á umsækjendum með vísan til kynjasjónarmiða. Bent var á að með tillögu ráðherra væri verið að skipa fleiri konur en verið hefði ef mati hæfisnefndarinnar hefði verið fylgt.

„Listinn þar sem eru sjö konur af
hæfu fólki hlýtur að vera betri“

„Á öðrum listanum eru átta karlar og sjö konur og á hinum listanum eru tíu karlar og fimm konur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Það er gamla Ísland. Ég segi: listinn þar sem eru sjö konur af hæfu fólki hlýtur að vera betri.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og fleiri tóku í sama streng.

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður Pírata, brást harkalega við þessum málflutningi. „Að ætla að fara að klæða þetta fúsk í einhvern jafnréttisbúning er algerlega út í móa og hreinlega móðgandi fyrir konur,“ sagði hún.

Eftirtaldir þingmenn og varaþingmenn greiddu atkvæði með tillögu ráðherra:

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Halldór Janusson, Björt Ólafsdóttir, Eva Einarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jónína E. Arnardóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorsteinn Víglundsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu