Á Vestfjörðum en kafsnjór þessa dagana. Vegir eru víða lokaðir og ófært á milli byggðarlaga. Þannig er búið að loka veginum um Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlóð milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Steingrímsfjarðarheiði er einnig kolófær. Snjóflóðahætta er á þessum vegum. Sömu sögu er að segja á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem vegir eru lokaðir. Snjóflóðahætta er á Patreksfirði og Tálknafirði þar sem hús hafa verið rýmd.
„Það er búið að snjóa rosalega í nótt. Það er illfært innan þorpsins," segir Ólöf Brynjarsdóttir, íbúi á Flateyri, sem beið þess að komast með börn sín á leikskóla. Hún sagði að hnédjúpur snjór væri á staðnum en mokstur í fullum gangi. Ekki er þó snjóflóðahætta á Flateyri en gríðarlegar og traustar snjóflóðavarnir ofan við staðinn þar sem mannskætt snjóflóð féll árið 1994.
Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að ekki muni lægja fyrr en á morgun. Óveðursstrengur er að ganga inn yfir landið og mun hvessa …
Athugasemdir