Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga

Júlí­us Sól­nes, fyrsti ráð­herra um­hverf­is­mála, gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hunsa ákvörð­un Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­lind­ar­mála um að stöðva fram­kvæmd­ir við lagn­ingu há­spennu­línu að Bakka yf­ir hraun sem nýt­ur vernd­ar sam­kvæmt nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga
Bakki Þýska fyrirtækið PCC hyggst byggja kísilverksmiðju á Bakka. Mynd: Notandi

Fyrsti ráðherra umhverfismála hér á landi, Júlíus Sólnes, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að hunsa ákvörðun Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindarmála um að stöðva framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. „Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði,“ segir ráðherrann fyrrverandi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Júlíus Sólnes
Júlíus Sólnes

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína að kísilverksmiðju þýska fyrirtækisins PCC á Bakka. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fer fyrir frumvarpinu en þau munu veita Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar, þvert á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sem stöðvaðaði framkvæmdirnar í síðasta mánuði að kröfu Landverndar á grundvelli nýrra náttúruverndarlaga, sem tryggja átti verndun hrauna.

Í lögunum, sem lesa má hér, er kveðið á um að jarðminjar njóti sérstakrar verndar, þar á meðal hraun sem mynduðust eftir ísöld. Samkvæmt þeim er óheimilt að raska jarðminjum, eins og eldhraunum, eldvörpum, gervigígum og hraunhellum, „nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi.“

Ferli framkvæmdanna var hins vegar þegar hafið þegar lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir tæpu ári síðan.

Uppnám var hjá aðstandendum framkvæmdanna, sveitarfélaginu Norðurþingi og fulltrúum stéttarfélaga á svæðinu vegna þess að útlit var fyrir að 80 milljarða króna framkvæmdir frestuðust.

Júlíus segir í færslu sinni að þegar hann tók þátt í að koma á ráðuneyti umhverfismála á Íslandi fyrir rúmlega aldarfjórðungi, hafi hann strax orðið var við tvískinnung Íslandinga, aðallega valdhafa, í umhverfis- og náttúruverndarmálum. „Við þóttumst þá, og þykjumst væntanlega enn, búa í hreinasta og umhverfisvænasta landi heims. Samt vorum við með allt niður um okkur í sorphirðu- og holræsamálum, þannig að skömm var að. Ástandið hefur að vísu batnað eitthvað, en er þó hvergi nærri í lagi. Og þegar von er á gróða og atvinnumöguleikum vegna einhverra framkvæmda, fá flestir dollaraglampa í augun og eru sammála um að böðlast á náttúrunni, ef það er forsenda slíkra framkvæmda,“ skrifar hann. 

„Nú tekur tappann úr. Samtímis því að við berjum okkur á brjóst og þykjumst fremst meðal þjóða í að virða nýjan loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, París 2015, ákveða yfirvöld að hunza ákvörðun Úrskurðarnefndar um að stöðva lagningu háspennulína til Bakka vegna kæru Landverndar og láta skoða framkvæmdina betur. Tregða við að fiskeldi og jafnvel stærri verksmiðjur sæti mati á umhverfisáhrifum er einnig velþekkt. Svo virðist að náttúrvernd og umhverfisvitund á Íslandi sé í formi Potemkintjalda til þess að villa um fyrir umheiminum. Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár