Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga

Júlí­us Sól­nes, fyrsti ráð­herra um­hverf­is­mála, gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hunsa ákvörð­un Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­lind­ar­mála um að stöðva fram­kvæmd­ir við lagn­ingu há­spennu­línu að Bakka yf­ir hraun sem nýt­ur vernd­ar sam­kvæmt nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga
Bakki Þýska fyrirtækið PCC hyggst byggja kísilverksmiðju á Bakka. Mynd: Notandi

Fyrsti ráðherra umhverfismála hér á landi, Júlíus Sólnes, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að hunsa ákvörðun Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindarmála um að stöðva framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. „Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði,“ segir ráðherrann fyrrverandi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Júlíus Sólnes
Júlíus Sólnes

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína að kísilverksmiðju þýska fyrirtækisins PCC á Bakka. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fer fyrir frumvarpinu en þau munu veita Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar, þvert á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sem stöðvaðaði framkvæmdirnar í síðasta mánuði að kröfu Landverndar á grundvelli nýrra náttúruverndarlaga, sem tryggja átti verndun hrauna.

Í lögunum, sem lesa má hér, er kveðið á um að jarðminjar njóti sérstakrar verndar, þar á meðal hraun sem mynduðust eftir ísöld. Samkvæmt þeim er óheimilt að raska jarðminjum, eins og eldhraunum, eldvörpum, gervigígum og hraunhellum, „nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi.“

Ferli framkvæmdanna var hins vegar þegar hafið þegar lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir tæpu ári síðan.

Uppnám var hjá aðstandendum framkvæmdanna, sveitarfélaginu Norðurþingi og fulltrúum stéttarfélaga á svæðinu vegna þess að útlit var fyrir að 80 milljarða króna framkvæmdir frestuðust.

Júlíus segir í færslu sinni að þegar hann tók þátt í að koma á ráðuneyti umhverfismála á Íslandi fyrir rúmlega aldarfjórðungi, hafi hann strax orðið var við tvískinnung Íslandinga, aðallega valdhafa, í umhverfis- og náttúruverndarmálum. „Við þóttumst þá, og þykjumst væntanlega enn, búa í hreinasta og umhverfisvænasta landi heims. Samt vorum við með allt niður um okkur í sorphirðu- og holræsamálum, þannig að skömm var að. Ástandið hefur að vísu batnað eitthvað, en er þó hvergi nærri í lagi. Og þegar von er á gróða og atvinnumöguleikum vegna einhverra framkvæmda, fá flestir dollaraglampa í augun og eru sammála um að böðlast á náttúrunni, ef það er forsenda slíkra framkvæmda,“ skrifar hann. 

„Nú tekur tappann úr. Samtímis því að við berjum okkur á brjóst og þykjumst fremst meðal þjóða í að virða nýjan loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, París 2015, ákveða yfirvöld að hunza ákvörðun Úrskurðarnefndar um að stöðva lagningu háspennulína til Bakka vegna kæru Landverndar og láta skoða framkvæmdina betur. Tregða við að fiskeldi og jafnvel stærri verksmiðjur sæti mati á umhverfisáhrifum er einnig velþekkt. Svo virðist að náttúrvernd og umhverfisvitund á Íslandi sé í formi Potemkintjalda til þess að villa um fyrir umheiminum. Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár