Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga

Júlí­us Sól­nes, fyrsti ráð­herra um­hverf­is­mála, gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hunsa ákvörð­un Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­lind­ar­mála um að stöðva fram­kvæmd­ir við lagn­ingu há­spennu­línu að Bakka yf­ir hraun sem nýt­ur vernd­ar sam­kvæmt nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Fyrsti umhverfisráðherrann segir Íslendinga til í að „böðlast á náttúrunni“ fyrir peninga
Bakki Þýska fyrirtækið PCC hyggst byggja kísilverksmiðju á Bakka. Mynd: Notandi

Fyrsti ráðherra umhverfismála hér á landi, Júlíus Sólnes, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að hunsa ákvörðun Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindarmála um að stöðva framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. „Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði,“ segir ráðherrann fyrrverandi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Júlíus Sólnes
Júlíus Sólnes

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína að kísilverksmiðju þýska fyrirtækisins PCC á Bakka. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fer fyrir frumvarpinu en þau munu veita Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar, þvert á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sem stöðvaðaði framkvæmdirnar í síðasta mánuði að kröfu Landverndar á grundvelli nýrra náttúruverndarlaga, sem tryggja átti verndun hrauna.

Í lögunum, sem lesa má hér, er kveðið á um að jarðminjar njóti sérstakrar verndar, þar á meðal hraun sem mynduðust eftir ísöld. Samkvæmt þeim er óheimilt að raska jarðminjum, eins og eldhraunum, eldvörpum, gervigígum og hraunhellum, „nema brýna nauðsyn beri til og sýnt þyki að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi.“

Ferli framkvæmdanna var hins vegar þegar hafið þegar lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir tæpu ári síðan.

Uppnám var hjá aðstandendum framkvæmdanna, sveitarfélaginu Norðurþingi og fulltrúum stéttarfélaga á svæðinu vegna þess að útlit var fyrir að 80 milljarða króna framkvæmdir frestuðust.

Júlíus segir í færslu sinni að þegar hann tók þátt í að koma á ráðuneyti umhverfismála á Íslandi fyrir rúmlega aldarfjórðungi, hafi hann strax orðið var við tvískinnung Íslandinga, aðallega valdhafa, í umhverfis- og náttúruverndarmálum. „Við þóttumst þá, og þykjumst væntanlega enn, búa í hreinasta og umhverfisvænasta landi heims. Samt vorum við með allt niður um okkur í sorphirðu- og holræsamálum, þannig að skömm var að. Ástandið hefur að vísu batnað eitthvað, en er þó hvergi nærri í lagi. Og þegar von er á gróða og atvinnumöguleikum vegna einhverra framkvæmda, fá flestir dollaraglampa í augun og eru sammála um að böðlast á náttúrunni, ef það er forsenda slíkra framkvæmda,“ skrifar hann. 

„Nú tekur tappann úr. Samtímis því að við berjum okkur á brjóst og þykjumst fremst meðal þjóða í að virða nýjan loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, París 2015, ákveða yfirvöld að hunza ákvörðun Úrskurðarnefndar um að stöðva lagningu háspennulína til Bakka vegna kæru Landverndar og láta skoða framkvæmdina betur. Tregða við að fiskeldi og jafnvel stærri verksmiðjur sæti mati á umhverfisáhrifum er einnig velþekkt. Svo virðist að náttúrvernd og umhverfisvitund á Íslandi sé í formi Potemkintjalda til þess að villa um fyrir umheiminum. Á bak við tjöldin blasir einbeittur vilji til að gefa skít í alla náttúruvernd, ef peningar eru í boði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár