Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Ásgeir sakar Kolbein um „kranablaðamennsku“

Blaða­mennska Kol­beins er Jóni Ás­geiri ekki að skapi en hann gagn­rýn­ir blaða­mann Frétta­blaðs­ins harð­lega í pistli á Vísi í dag.

Jón Ásgeir sakar Kolbein um „kranablaðamennsku“

Jón Ásgeir Jóhannesson svarar í dag gagnrýni sem birtist í dálknum Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær. Í pistlinum sem birtist á Vísi í morgun sakar Jón Ásgeir sérstakan saksóknara aftur um lygar en fyrirsögn pistilsins er „Lygi saksóknara er kjarni málsins“. Þá sakar hann blaðamann Fréttablaðsins um yfirborðsblaðamennsku.

Forsaga málsins er sú að á mánudag var birtur pistill eftir Jón Ásgeir í Fréttablaðinu þar sem hann gagnrýndi dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmála sem voru höfðuð gegn honum.

Í gær gagnrýndi Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður Fréttablaðsins, pistil Jóns Ásgeirs og benti á rangfærslur í túlkun hans á niðurstöðu Hæstaréttar í Aurum-málinu.

Segir viðskipti sín klædd í glæpabúning

Í pistli sínum á mánudaginn vændi Jón Ásgeir sérstakan saksóknara um lygar. „Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning,“ segir hann. „Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir heiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“

„Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær.“

Kolbeinn
Kolbeinn Gagnrýndi pistil Jóns Ásgeir og benti meðal annars á rangfærslur í túlkun Jóns Ásgeirs á niðurstöðum Hæstaréttar í Aurum-málinu.

Málað með hans eigin litum

Daginn eftir að pistillinn birtist skrifaði Kolbeinn Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Þar sagði hann að það væri skiljanlegt að maður sem hefur verið í dómsal í þrettán ár líti ekki hlutlausum augum á dómskerfið.

„Jón Ásgeir rekur þar í nokkru máli hve trúverðugt það sé að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af því að einn meðdómara í héraðsdómi, Sverrir, hafi verið bróðir eins sakborninga, Ólafs Ólafssonar. Ekki er annað að skilja á Jóni Ásgeiri en að þetta sé ástæðan fyrir því að Hæstiréttur vísar málinu aftur heim í hérað. „Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir?“ spyr hann. 

Þetta er allt gott og blessað, nema fyrir það smáatriði að Hæstiréttur byggði sína niðurstöðu ekki á skorti sérstaks saksóknara á ættfræðiþekkingu, heldur því að Sverrir Ólafsson úttalaði sig um embætti sérstakt saksóknara. Mögulega hentar sú mynd sem Jón Ásgeir málar upp honum og hans málstað betur en sú rétta, en hún er engu að síður röng, þótt hún sé máluð með hans eigin litum,“ skrifar Kolbeinn.

Frá degi til dags
Frá degi til dags Kolbeinn sagði meðal annars: „Enskur málsháttur segir eitthvað á þá leið að ef það gengur eins og önd og hljómar eins og önd þá sé líklegast um önd að ræða. Þann ágæta málshátt má heimfæra á vænisýki.“

Gagnrýnir „kranablaðamennsku“

Nú í morgun er svo birt svar Jóns Ásgeir við þessum orðum Kolbeins, á Vísi. Þar segir Jón Ásgeir að yfirborðsblaðamennska sé oft ráðandi á Íslandi. „Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. 

Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag,“ skrifar Jón Ásgeir og bætir því við að það sé „raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár