Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Ásgeir sakar Kolbein um „kranablaðamennsku“

Blaða­mennska Kol­beins er Jóni Ás­geiri ekki að skapi en hann gagn­rýn­ir blaða­mann Frétta­blaðs­ins harð­lega í pistli á Vísi í dag.

Jón Ásgeir sakar Kolbein um „kranablaðamennsku“

Jón Ásgeir Jóhannesson svarar í dag gagnrýni sem birtist í dálknum Frá degi til dags í Fréttablaðinu í gær. Í pistlinum sem birtist á Vísi í morgun sakar Jón Ásgeir sérstakan saksóknara aftur um lygar en fyrirsögn pistilsins er „Lygi saksóknara er kjarni málsins“. Þá sakar hann blaðamann Fréttablaðsins um yfirborðsblaðamennsku.

Forsaga málsins er sú að á mánudag var birtur pistill eftir Jón Ásgeir í Fréttablaðinu þar sem hann gagnrýndi dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmála sem voru höfðuð gegn honum.

Í gær gagnrýndi Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður Fréttablaðsins, pistil Jóns Ásgeirs og benti á rangfærslur í túlkun hans á niðurstöðu Hæstaréttar í Aurum-málinu.

Segir viðskipti sín klædd í glæpabúning

Í pistli sínum á mánudaginn vændi Jón Ásgeir sérstakan saksóknara um lygar. „Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning,“ segir hann. „Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir heiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“

„Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær.“

Kolbeinn
Kolbeinn Gagnrýndi pistil Jóns Ásgeir og benti meðal annars á rangfærslur í túlkun Jóns Ásgeirs á niðurstöðum Hæstaréttar í Aurum-málinu.

Málað með hans eigin litum

Daginn eftir að pistillinn birtist skrifaði Kolbeinn Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Þar sagði hann að það væri skiljanlegt að maður sem hefur verið í dómsal í þrettán ár líti ekki hlutlausum augum á dómskerfið.

„Jón Ásgeir rekur þar í nokkru máli hve trúverðugt það sé að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af því að einn meðdómara í héraðsdómi, Sverrir, hafi verið bróðir eins sakborninga, Ólafs Ólafssonar. Ekki er annað að skilja á Jóni Ásgeiri en að þetta sé ástæðan fyrir því að Hæstiréttur vísar málinu aftur heim í hérað. „Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir?“ spyr hann. 

Þetta er allt gott og blessað, nema fyrir það smáatriði að Hæstiréttur byggði sína niðurstöðu ekki á skorti sérstaks saksóknara á ættfræðiþekkingu, heldur því að Sverrir Ólafsson úttalaði sig um embætti sérstakt saksóknara. Mögulega hentar sú mynd sem Jón Ásgeir málar upp honum og hans málstað betur en sú rétta, en hún er engu að síður röng, þótt hún sé máluð með hans eigin litum,“ skrifar Kolbeinn.

Frá degi til dags
Frá degi til dags Kolbeinn sagði meðal annars: „Enskur málsháttur segir eitthvað á þá leið að ef það gengur eins og önd og hljómar eins og önd þá sé líklegast um önd að ræða. Þann ágæta málshátt má heimfæra á vænisýki.“

Gagnrýnir „kranablaðamennsku“

Nú í morgun er svo birt svar Jóns Ásgeir við þessum orðum Kolbeins, á Vísi. Þar segir Jón Ásgeir að yfirborðsblaðamennska sé oft ráðandi á Íslandi. „Yfirborðsblaðamennska felst gjarnan í því að blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“. 

Kolbeinn Óttarsson Proppe, blaðamaður Fréttablaðsins og staksteinahöfundur Morgunblaðsins féllu í djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku í gær, þegar þeir fjölluðu um grein mína, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag,“ skrifar Jón Ásgeir og bætir því við að það sé „raunar ekki nýlunda að staksteinaskrif risti grunnt“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár