Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jólahefðir og meðlæti

Nanna Rögn­vald­ar kynn­ir frum­legt og hollt með­læti fyr­ir jóla­mat­inn, sem fer ekki langt frá hefð­inni: Rauð­kálssal­at og soð­ið rauð­kál með trönu­berj­um.

Jólahefðir og meðlæti
Rauðkálssalat Hrásalat sem hentar vel til dæmis með svínasteik eða hamborgarhrygg, kalkúna, lambasteik og fleiru. Mynd: Nanna Rögnvaldar

Jólafastan er hafin og margir farnir að huga að jólamatnum en hinir eru líka margir sem þurfa ekkert að gera það sérstaklega því að hann er fyrirfram ákveðinn og er sá sami ár eftir ár. Líklega er fólk aldrei eins fastheldið á venjur og hefðir og einmitt um jólin og það kemur ekki síst fram í jólamatnum. Það verður að vera hamborgarhryggur (eða rjúpur eða pörusteik eða eitthvað annað) því annars koma ekki jól. Það verða að vera brúnaðar kartöflur og Waldorfsalat eða eplasalat eða bleika salatið hennar Stínu frænku því annars koma ekki jól. Það verður að vera grjónagrautur í forrétt eins og var alltaf hjá ömmu – þótt engum finnist reyndar neitt varið í hann – því annars koma ekki jól. Hefðirnar eru margar og misjafnar en víða mjög fastar í sessi.

Samt er það nú svo að flestir sem lent hafa í því að eitthvað hefur klikkað – rafmagnið fór eða það fengust engar rjúpur eða grjónagrauturinn brann við eða það gleymdist að kaupa eitthvert bráðnauðsynlegt hráefni í bleika salatið – viðurkenna eftir á að jú, jólin hafi nú komið samt sem áður. Stundum kemur líka í ljós, þegar fjölskyldan fer að ræða málin, að í rauninni eru allir sáttir við að breyta út af einhverjum jólahefðum og hafa bara haldið að allir hinir vildu hafa það svona. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár