Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jafnast ekkert á við gott stelpupartí

Sumar­ið er tím­inn, eins og skáld­ið sagði, og þá vilj­um við gjarn­an safna í kring­um okk­ur skemmti­legu fólki og halda sum­arpartí – helst í garð­in­um. Það er þó ekki endi­lega víst að par­tí­ið verði eins flott og við höfð­um hugs­að okk­ur og því ekki úr vegi að leita góðra ráða hjá fólki með sér­þekk­ingu. Marta María Jón­as­dótt­ir, drottn­ing­in af Smartlandi, kann flest­um bet­ur að halda gott partí, auk þess sem hún er eð­al­kokk­ur og var mat­reiðslu­bók henn­ar, MMM, til­nefnd til Gourmand-verð­laun­anna í fyrra.

Jafnast ekkert á við gott stelpupartí

Marta María segir gestina eiginlega skipta mestu máli þegar kemur að því að tryggja að partí heppnist vel, en það sé þó auðvitað nauðsynlegt að vera skipulagður og hugsa fyrir öllu.

„Það sem mér finnst skipta mestu máli er að það sé góð stemning. Hana er fyrst og fremst hægt að búa til með því að bjóða skemmtilegasta fólki sem þú þekkir. Þegar búið er að setja saman gestalistann þarf að huga að veitingum. Ég er mjög hrifin af einfaldleikanum og að hafa þetta þannig að það sé ekki mjög mikið álag á partíhaldaranum sjálfum og að hann geti notið sín – sé ekki hlekkjaður við eldavélina á meðan hinir skemmta sér. Ef það er gott veður finnst mér skipta máli að hafa eina „innistöð“ og eina „útistöð“. Þar að segja að það séu veitingar inni en það sé líka eitthvað að gerast úti. Grill eða eitthvað slíkt skapar alltaf góða stemningu. Ég hef skipulagt mikið af teitum fyrir fólk í gegnum tíðina og þetta hefur alltaf virkað mjög vel.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár