Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð

Þús­und­ir Ís­lend­inga fluttu til Nor­egs í kjöl­far hruns­ins. Á með­an flest­um tókst að byrja nýtt líf hafa ein­hverj­ir átt erfitt upp­drátt­ar, stofn­að til skulda og í ein­hverj­um til­fell­um misst börn sín til norskra yf­ir­valda.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð
Vandræði í Noregi Þótt meginþorra Íslendinga gangi vel að hefja nýtt líf í Noregi eru fjölmargir sem lenda í vandræðum.

Hrunið á Íslandi varð til þess að þúsundir Íslendinga pökkuðu saman eigum sínum og fluttust búferlum utan. Í þeim flutningum var Noregur vinsælt land til þess að skjóta niður nýjum rótum og byrja lífið upp á nýtt; skuldlaus og án allra áhyggja. Einhverjir flúðu skuldir á meðan öðrum hugnaðist ekki sá raunveruleiki sem blasti við eftir að fjármálakerfi landsins bókstaflega bræddi úr sér. Sumir enduðu á leigumarkaði eftir að hafa misst húsin sín sem keypt voru með erlendum myntkörfum á meðan aðrir einfaldlega enduðu á götunni. Draumur um nýtt upphaf í svo til óþekktu landi var heillandi en eins og Stundin hefur komist að hefur sá draumur breyst í martröð fyrir fjölmarga Íslendinga.

Samkvæmt hinni norsku hagstofu voru 9.573 Íslendingar með skráða búsetu í Noregi þann 1. janúar síðastliðinn og er það fjölgun frá því í fyrra þegar 9.218 voru þar skráðir. Í langflestum tilvikum er um að ræða harðduglega, vinnusama og ábyrga Íslendinga en það hefur þó færst í aukana að einhver hluti þeirra kemst í kast við lögin eða lendir í miklum skuldum sem þeir einfaldlega ráða ekki við. Þeim Íslendingum sem lenda í vandræðum í Noregi má að stórum hluta skipta upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem hafa á óábyrgan hátt stofnað til skulda sem þeir hvorki ráða við né höfðu aldrei ætlað að greiða og hins vegar þá sem norsk yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af vegna ýmissa mála er við koma barnavernd þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár