Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð

Þús­und­ir Ís­lend­inga fluttu til Nor­egs í kjöl­far hruns­ins. Á með­an flest­um tókst að byrja nýtt líf hafa ein­hverj­ir átt erfitt upp­drátt­ar, stofn­að til skulda og í ein­hverj­um til­fell­um misst börn sín til norskra yf­ir­valda.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð
Vandræði í Noregi Þótt meginþorra Íslendinga gangi vel að hefja nýtt líf í Noregi eru fjölmargir sem lenda í vandræðum.

Hrunið á Íslandi varð til þess að þúsundir Íslendinga pökkuðu saman eigum sínum og fluttust búferlum utan. Í þeim flutningum var Noregur vinsælt land til þess að skjóta niður nýjum rótum og byrja lífið upp á nýtt; skuldlaus og án allra áhyggja. Einhverjir flúðu skuldir á meðan öðrum hugnaðist ekki sá raunveruleiki sem blasti við eftir að fjármálakerfi landsins bókstaflega bræddi úr sér. Sumir enduðu á leigumarkaði eftir að hafa misst húsin sín sem keypt voru með erlendum myntkörfum á meðan aðrir einfaldlega enduðu á götunni. Draumur um nýtt upphaf í svo til óþekktu landi var heillandi en eins og Stundin hefur komist að hefur sá draumur breyst í martröð fyrir fjölmarga Íslendinga.

Samkvæmt hinni norsku hagstofu voru 9.573 Íslendingar með skráða búsetu í Noregi þann 1. janúar síðastliðinn og er það fjölgun frá því í fyrra þegar 9.218 voru þar skráðir. Í langflestum tilvikum er um að ræða harðduglega, vinnusama og ábyrga Íslendinga en það hefur þó færst í aukana að einhver hluti þeirra kemst í kast við lögin eða lendir í miklum skuldum sem þeir einfaldlega ráða ekki við. Þeim Íslendingum sem lenda í vandræðum í Noregi má að stórum hluta skipta upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem hafa á óábyrgan hátt stofnað til skulda sem þeir hvorki ráða við né höfðu aldrei ætlað að greiða og hins vegar þá sem norsk yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af vegna ýmissa mála er við koma barnavernd þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu