Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð

Þús­und­ir Ís­lend­inga fluttu til Nor­egs í kjöl­far hruns­ins. Á með­an flest­um tókst að byrja nýtt líf hafa ein­hverj­ir átt erfitt upp­drátt­ar, stofn­að til skulda og í ein­hverj­um til­fell­um misst börn sín til norskra yf­ir­valda.

Draumurinn í Noregi breytist í martröð
Vandræði í Noregi Þótt meginþorra Íslendinga gangi vel að hefja nýtt líf í Noregi eru fjölmargir sem lenda í vandræðum.

Hrunið á Íslandi varð til þess að þúsundir Íslendinga pökkuðu saman eigum sínum og fluttust búferlum utan. Í þeim flutningum var Noregur vinsælt land til þess að skjóta niður nýjum rótum og byrja lífið upp á nýtt; skuldlaus og án allra áhyggja. Einhverjir flúðu skuldir á meðan öðrum hugnaðist ekki sá raunveruleiki sem blasti við eftir að fjármálakerfi landsins bókstaflega bræddi úr sér. Sumir enduðu á leigumarkaði eftir að hafa misst húsin sín sem keypt voru með erlendum myntkörfum á meðan aðrir einfaldlega enduðu á götunni. Draumur um nýtt upphaf í svo til óþekktu landi var heillandi en eins og Stundin hefur komist að hefur sá draumur breyst í martröð fyrir fjölmarga Íslendinga.

Samkvæmt hinni norsku hagstofu voru 9.573 Íslendingar með skráða búsetu í Noregi þann 1. janúar síðastliðinn og er það fjölgun frá því í fyrra þegar 9.218 voru þar skráðir. Í langflestum tilvikum er um að ræða harðduglega, vinnusama og ábyrga Íslendinga en það hefur þó færst í aukana að einhver hluti þeirra kemst í kast við lögin eða lendir í miklum skuldum sem þeir einfaldlega ráða ekki við. Þeim Íslendingum sem lenda í vandræðum í Noregi má að stórum hluta skipta upp í tvo hópa. Annars vegar þeir sem hafa á óábyrgan hátt stofnað til skulda sem þeir hvorki ráða við né höfðu aldrei ætlað að greiða og hins vegar þá sem norsk yfirvöld hafa þurft að hafa afskipti af vegna ýmissa mála er við koma barnavernd þar í landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár