Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Evr­ópu­ríki verja að með­al­tali helm­ingi hærra hlut­falli lands­fram­leiðslu til rík­is­að­stoð­ar en Ís­land.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Íslenska ríkið setur mun minna fjármagn en önnur Evrópulönd að meðaltali í ríkisaðstoð. 

Aðeins 0,4 prósent landsframleiðslu Íslands rennur til ríkisaðstoðar, samkvæmt nýrri skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA en sama hlutfall er 2,2 prósent í Lettlandi, 1,23 prósent í Grikklandi og 1,2 prósent í Þýskalandi. Meðaltal Evrópuríkja er 0,6 prósent landsframleiðslu í ríkisaðstoð.

Evrópulönd leggja að meðaltali 0,37 prósent landsframleiðslu í viðskiptalega ríkisaðstoð vegna umhverfisverndar og orkusparnaðar, en Ísland leggur ekkert fé í þann málaflokk samkvæmt skilgreiningu skýrslunnar.

Ríkisaðstoð EvrópuríkjaGrafið sýnir ríkisaðstoð sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hins vegar leggur Ísland meira en meðalevrópulandið í rannsóknir og þróun. Um 0,21 prósent af landsframleiðslu Íslands rennur í rannsóknir og þróun, en aðeins um 0,07 prósent að meðaltali í Evrópuríkjum.

Í skýrslunni segir að útgjöld til ríkisaðstoðar á Íslandi hafi aukist um 10,5% á árinu 2015. Helst fólst aukningin í verkefnum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, í gegnum Rannsóknarsjóð og Tæknisjóð Rannís.

Eftirlitsstofnun EFTA framfylgir reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að hún sé almennt bönnuð.„Ríkisaðstoð felst í opinberum stuðningi við viðskiptastarfsemi. Hún getur verið í formi fjárstyrkja, skattaívilnana, hagstæðra lána, ábyrgða eða fjárfestinga sem ekki eru á markaðskjörum. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins. Til að koma í veg fyrir að opinberir fjármunir séu notaðir til að viðhalda verndarstefnu er meginreglan sú að ríkisaðstoð er óheimil,“ segir í kynningu á skýrslunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár