Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Evr­ópu­ríki verja að með­al­tali helm­ingi hærra hlut­falli lands­fram­leiðslu til rík­is­að­stoð­ar en Ís­land.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Íslenska ríkið setur mun minna fjármagn en önnur Evrópulönd að meðaltali í ríkisaðstoð. 

Aðeins 0,4 prósent landsframleiðslu Íslands rennur til ríkisaðstoðar, samkvæmt nýrri skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA en sama hlutfall er 2,2 prósent í Lettlandi, 1,23 prósent í Grikklandi og 1,2 prósent í Þýskalandi. Meðaltal Evrópuríkja er 0,6 prósent landsframleiðslu í ríkisaðstoð.

Evrópulönd leggja að meðaltali 0,37 prósent landsframleiðslu í viðskiptalega ríkisaðstoð vegna umhverfisverndar og orkusparnaðar, en Ísland leggur ekkert fé í þann málaflokk samkvæmt skilgreiningu skýrslunnar.

Ríkisaðstoð EvrópuríkjaGrafið sýnir ríkisaðstoð sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hins vegar leggur Ísland meira en meðalevrópulandið í rannsóknir og þróun. Um 0,21 prósent af landsframleiðslu Íslands rennur í rannsóknir og þróun, en aðeins um 0,07 prósent að meðaltali í Evrópuríkjum.

Í skýrslunni segir að útgjöld til ríkisaðstoðar á Íslandi hafi aukist um 10,5% á árinu 2015. Helst fólst aukningin í verkefnum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, í gegnum Rannsóknarsjóð og Tæknisjóð Rannís.

Eftirlitsstofnun EFTA framfylgir reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að hún sé almennt bönnuð.„Ríkisaðstoð felst í opinberum stuðningi við viðskiptastarfsemi. Hún getur verið í formi fjárstyrkja, skattaívilnana, hagstæðra lána, ábyrgða eða fjárfestinga sem ekki eru á markaðskjörum. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins. Til að koma í veg fyrir að opinberir fjármunir séu notaðir til að viðhalda verndarstefnu er meginreglan sú að ríkisaðstoð er óheimil,“ segir í kynningu á skýrslunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár