Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Evr­ópu­ríki verja að með­al­tali helm­ingi hærra hlut­falli lands­fram­leiðslu til rík­is­að­stoð­ar en Ís­land.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Íslenska ríkið setur mun minna fjármagn en önnur Evrópulönd að meðaltali í ríkisaðstoð. 

Aðeins 0,4 prósent landsframleiðslu Íslands rennur til ríkisaðstoðar, samkvæmt nýrri skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA en sama hlutfall er 2,2 prósent í Lettlandi, 1,23 prósent í Grikklandi og 1,2 prósent í Þýskalandi. Meðaltal Evrópuríkja er 0,6 prósent landsframleiðslu í ríkisaðstoð.

Evrópulönd leggja að meðaltali 0,37 prósent landsframleiðslu í viðskiptalega ríkisaðstoð vegna umhverfisverndar og orkusparnaðar, en Ísland leggur ekkert fé í þann málaflokk samkvæmt skilgreiningu skýrslunnar.

Ríkisaðstoð EvrópuríkjaGrafið sýnir ríkisaðstoð sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hins vegar leggur Ísland meira en meðalevrópulandið í rannsóknir og þróun. Um 0,21 prósent af landsframleiðslu Íslands rennur í rannsóknir og þróun, en aðeins um 0,07 prósent að meðaltali í Evrópuríkjum.

Í skýrslunni segir að útgjöld til ríkisaðstoðar á Íslandi hafi aukist um 10,5% á árinu 2015. Helst fólst aukningin í verkefnum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, í gegnum Rannsóknarsjóð og Tæknisjóð Rannís.

Eftirlitsstofnun EFTA framfylgir reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að hún sé almennt bönnuð.„Ríkisaðstoð felst í opinberum stuðningi við viðskiptastarfsemi. Hún getur verið í formi fjárstyrkja, skattaívilnana, hagstæðra lána, ábyrgða eða fjárfestinga sem ekki eru á markaðskjörum. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins. Til að koma í veg fyrir að opinberir fjármunir séu notaðir til að viðhalda verndarstefnu er meginreglan sú að ríkisaðstoð er óheimil,“ segir í kynningu á skýrslunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár