Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Evr­ópu­ríki verja að með­al­tali helm­ingi hærra hlut­falli lands­fram­leiðslu til rík­is­að­stoð­ar en Ís­land.

Ísland veitir litla ríkisaðstoð miðað við önnur Evrópuríki

Íslenska ríkið setur mun minna fjármagn en önnur Evrópulönd að meðaltali í ríkisaðstoð. 

Aðeins 0,4 prósent landsframleiðslu Íslands rennur til ríkisaðstoðar, samkvæmt nýrri skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA en sama hlutfall er 2,2 prósent í Lettlandi, 1,23 prósent í Grikklandi og 1,2 prósent í Þýskalandi. Meðaltal Evrópuríkja er 0,6 prósent landsframleiðslu í ríkisaðstoð.

Evrópulönd leggja að meðaltali 0,37 prósent landsframleiðslu í viðskiptalega ríkisaðstoð vegna umhverfisverndar og orkusparnaðar, en Ísland leggur ekkert fé í þann málaflokk samkvæmt skilgreiningu skýrslunnar.

Ríkisaðstoð EvrópuríkjaGrafið sýnir ríkisaðstoð sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hins vegar leggur Ísland meira en meðalevrópulandið í rannsóknir og þróun. Um 0,21 prósent af landsframleiðslu Íslands rennur í rannsóknir og þróun, en aðeins um 0,07 prósent að meðaltali í Evrópuríkjum.

Í skýrslunni segir að útgjöld til ríkisaðstoðar á Íslandi hafi aukist um 10,5% á árinu 2015. Helst fólst aukningin í verkefnum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar, í gegnum Rannsóknarsjóð og Tæknisjóð Rannís.

Eftirlitsstofnun EFTA framfylgir reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð. Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að hún sé almennt bönnuð.„Ríkisaðstoð felst í opinberum stuðningi við viðskiptastarfsemi. Hún getur verið í formi fjárstyrkja, skattaívilnana, hagstæðra lána, ábyrgða eða fjárfestinga sem ekki eru á markaðskjörum. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins. Til að koma í veg fyrir að opinberir fjármunir séu notaðir til að viðhalda verndarstefnu er meginreglan sú að ríkisaðstoð er óheimil,“ segir í kynningu á skýrslunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár