Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler hef­ur bú­ið á Ís­landi í níu ár og lang­ar að starfa sem sjúkra­liði. Hún seg­ist hafa mætt skiln­ings­leysi af hálfu skóla­stjórn­enda þeg­ar hún reyndi að sækja sér mennt­un hér á landi, sem varð til þess að hún hrökkl­að­ist úr nám­inu. For­stöðu­mað­ur Fjöl­menn­ing­ar­set­urs seg­ir inn­flytj­end­ur eiga veru­lega und­ir högg að sækja í fram­halds­skól­um lands­ins.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler er kona á fimmtugsaldri og kemur frá Bahamaeyjum. Enska er hennar móðurmál, en eftir níu ára dvöl á Íslandi skilur hún íslensku ágætlega og talar smávegis. Hún hafði unnið við ýmislegt frá því hún kom til Íslands, meðal annars á Landspítala og í ferðaþjónustu, þegar hún fékk vinnu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. „Ég kunni vel við vinnuna og vildi sækja mér þekkingu og menntun í faginu,“ segir Charmaine, sem í kjölfarið skráði sig í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 

Hún segist hafa kunnað vel við námið í fyrstu og fundist það bæði áhugavert og skemmtilegt. Hún fékk leyfi til að taka prófin á ensku, en síðasta haust var hins vegar tekin ákvörðun um að hún myndi framvegis þurfa að borga 15 þúsund krónur fyrir þýðinguna á hverju prófi. Charmaine átti að taka alls fimm próf á síðustu haustönn og hefði því þurft að greiða alls 75 þúsund krónur fyrir önnina, en fyrir einstakling í láglaunastarfi er það dágóður peningur. 

Svöruðu ekki spurningum um gjaldtöku

Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, aðstoðaði Charmaine í kjölfarið við að skrifa bréf til skólans þar sem þessu gjaldi var mótmælt. „Fleiri nemendur þurfa sérstaka aðstoð í námi, til 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár