Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler hef­ur bú­ið á Ís­landi í níu ár og lang­ar að starfa sem sjúkra­liði. Hún seg­ist hafa mætt skiln­ings­leysi af hálfu skóla­stjórn­enda þeg­ar hún reyndi að sækja sér mennt­un hér á landi, sem varð til þess að hún hrökkl­að­ist úr nám­inu. For­stöðu­mað­ur Fjöl­menn­ing­ar­set­urs seg­ir inn­flytj­end­ur eiga veru­lega und­ir högg að sækja í fram­halds­skól­um lands­ins.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler er kona á fimmtugsaldri og kemur frá Bahamaeyjum. Enska er hennar móðurmál, en eftir níu ára dvöl á Íslandi skilur hún íslensku ágætlega og talar smávegis. Hún hafði unnið við ýmislegt frá því hún kom til Íslands, meðal annars á Landspítala og í ferðaþjónustu, þegar hún fékk vinnu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. „Ég kunni vel við vinnuna og vildi sækja mér þekkingu og menntun í faginu,“ segir Charmaine, sem í kjölfarið skráði sig í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 

Hún segist hafa kunnað vel við námið í fyrstu og fundist það bæði áhugavert og skemmtilegt. Hún fékk leyfi til að taka prófin á ensku, en síðasta haust var hins vegar tekin ákvörðun um að hún myndi framvegis þurfa að borga 15 þúsund krónur fyrir þýðinguna á hverju prófi. Charmaine átti að taka alls fimm próf á síðustu haustönn og hefði því þurft að greiða alls 75 þúsund krónur fyrir önnina, en fyrir einstakling í láglaunastarfi er það dágóður peningur. 

Svöruðu ekki spurningum um gjaldtöku

Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, aðstoðaði Charmaine í kjölfarið við að skrifa bréf til skólans þar sem þessu gjaldi var mótmælt. „Fleiri nemendur þurfa sérstaka aðstoð í námi, til 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár