Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler hef­ur bú­ið á Ís­landi í níu ár og lang­ar að starfa sem sjúkra­liði. Hún seg­ist hafa mætt skiln­ings­leysi af hálfu skóla­stjórn­enda þeg­ar hún reyndi að sækja sér mennt­un hér á landi, sem varð til þess að hún hrökkl­að­ist úr nám­inu. For­stöðu­mað­ur Fjöl­menn­ing­ar­set­urs seg­ir inn­flytj­end­ur eiga veru­lega und­ir högg að sækja í fram­halds­skól­um lands­ins.

Innflytjendur eiga undir högg að sækja í skólum landsins

Charmaine Butler er kona á fimmtugsaldri og kemur frá Bahamaeyjum. Enska er hennar móðurmál, en eftir níu ára dvöl á Íslandi skilur hún íslensku ágætlega og talar smávegis. Hún hafði unnið við ýmislegt frá því hún kom til Íslands, meðal annars á Landspítala og í ferðaþjónustu, þegar hún fékk vinnu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. „Ég kunni vel við vinnuna og vildi sækja mér þekkingu og menntun í faginu,“ segir Charmaine, sem í kjölfarið skráði sig í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 

Hún segist hafa kunnað vel við námið í fyrstu og fundist það bæði áhugavert og skemmtilegt. Hún fékk leyfi til að taka prófin á ensku, en síðasta haust var hins vegar tekin ákvörðun um að hún myndi framvegis þurfa að borga 15 þúsund krónur fyrir þýðinguna á hverju prófi. Charmaine átti að taka alls fimm próf á síðustu haustönn og hefði því þurft að greiða alls 75 þúsund krónur fyrir önnina, en fyrir einstakling í láglaunastarfi er það dágóður peningur. 

Svöruðu ekki spurningum um gjaldtöku

Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, aðstoðaði Charmaine í kjölfarið við að skrifa bréf til skólans þar sem þessu gjaldi var mótmælt. „Fleiri nemendur þurfa sérstaka aðstoð í námi, til 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár