Charmaine Butler er kona á fimmtugsaldri og kemur frá Bahamaeyjum. Enska er hennar móðurmál, en eftir níu ára dvöl á Íslandi skilur hún íslensku ágætlega og talar smávegis. Hún hafði unnið við ýmislegt frá því hún kom til Íslands, meðal annars á Landspítala og í ferðaþjónustu, þegar hún fékk vinnu við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. „Ég kunni vel við vinnuna og vildi sækja mér þekkingu og menntun í faginu,“ segir Charmaine, sem í kjölfarið skráði sig í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Hún segist hafa kunnað vel við námið í fyrstu og fundist það bæði áhugavert og skemmtilegt. Hún fékk leyfi til að taka prófin á ensku, en síðasta haust var hins vegar tekin ákvörðun um að hún myndi framvegis þurfa að borga 15 þúsund krónur fyrir þýðinguna á hverju prófi. Charmaine átti að taka alls fimm próf á síðustu haustönn og hefði því þurft að greiða alls 75 þúsund krónur fyrir önnina, en fyrir einstakling í láglaunastarfi er það dágóður peningur.
Svöruðu ekki spurningum um gjaldtöku
Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, aðstoðaði Charmaine í kjölfarið við að skrifa bréf til skólans þar sem þessu gjaldi var mótmælt. „Fleiri nemendur þurfa sérstaka aðstoð í námi, til
Athugasemdir