Á seinustu árum hafa ýmsar korntegundir, sem áður var erfitt eða alls ekki hægt að fá hérlendis, orðið æ algengari; það eru ekki bara trjáfaðmandi hippar og aðrir furðufuglar sem kaupa þær og elda – nei, heilsubylgjan hefur gert það að verkum að heilkorn og ýmsar óvenjulegar korntegundir eru allt í einu kúl og það er eiginlega engin kona með konum nema hún fái sér bygggrjónagraut í morgunmatinn og kínóasalat í hádeginu eða kunni að minnsta kosti að búa til tabbouleh. Og það er auðvitað hið besta mál því þótt þetta sé kannski ekki það ofurkorn sem sumir vilja vera láta er flest af þessu afbragðsgott hollmeti sem einnig skapar aukna fjölbreytni í matargerðinni.
Svo er það náttúrlega glútenógnin ógurlega, lágkolvetnalífsstíllinn og paleomataræðið. Allt þetta hefur gert að verkum að margir eru farnir að leita í tegundir sem voru nánast alveg gleymdar eða ekki þekktar nema í afkimum heimsins og …
Athugasemdir