Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar

Gúst­af Ní­els­son hvet­ur alla til að horfa.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar
Gylfi og Leoncie Söngvararnir voru báðir ósáttir með þáttinn Múslimarnir okkar sem sýndur var á Stöð 2 í gær.

Í gærkvöld var fyrsti þáttur Múslimanna okkar sýndur á Stöð 2 þar Lóa Pind Aldísardóttur kynnist betur lífi íslenskra múslima. Viðbrögðin við þættinum, af hálfu þeirra sem hafa verið í umræðunni vegna mannréttindamála, eru misjöfn.

„Við hérna höfum engann áhuga að horfa á heilaþvott 365 fjölmiðla um musselmann (muslimar) sem hafa troðið sér upp í öllum kristnum löndum fyrir misnotkun á bótakerfinu sem þeirra hatursfulla heilbú getur ekki skapað í þeirra eigin muslima-löndum,“ skrifar söngkonan Leoncie við stöðufærslu sjómannasöngvarans Gylfa Ægissonar á Facebook um þáttinn.

Kvartar undan heilaþvætti

Gylfi var heldur ósáttur með orð sjónvarpskonunnar Lóu Pind í aðdraganda þáttarins en hún spurði í viðtali við Ísland í dag hvort það ætti að kasta fólki eins og Gylfa úr þjóðfélaginu fyrir að hafa óvinsælar skoðanir um samkynhneigða.

„Ég spyr Lóu að því hér og nú hvað meinar þú með "sömu skoðun og við"?. Er ég sá eini sem held því fram á Íslandi að gleðigangan hafi verið klámvædd í gegnum árin. Ég er sá eini sem hef sagt að Gleðiganga Hinsegin daga hafi verið heilaþvottastöð barna í gegnum árin og ég stend við það,“ spyr Gylfi og bætir við að hann muni mæta í næstu Gleiðgöngu ef Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, komi með sér.

Ólíkt gildismat

Meðan Gylfi og Leoncie kvörtuðu undan þáttunum hrósaði Gústaf Níelsson, sem hrakinn var nýverið úr varamannssæti í mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, þáttunum og lagði til að þeir væru endursýndir í opinni dagskrá.

„Mér þótti áhugavert að horfa á þáttinn á Stöð2 „Múslimarnir okkar", sem sýndur var í kvöld. Vona ég að sem flestir Íslendingar hafi horft á þáttinn, því hann í reynd staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd; hann heldur þó áfram að senda peninga til Pakistan. Aðspurður um refsingar í íslam, eins og handaraflimun við þjófnaði, sagði hann refsingar á Íslandi ekki nógu strangar. Þáttargerðarkonan lét kyrrt liggja við slíkt svar,“ skrifar Gústaf á Facebook-síðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár