Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar

Gúst­af Ní­els­son hvet­ur alla til að horfa.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar
Gylfi og Leoncie Söngvararnir voru báðir ósáttir með þáttinn Múslimarnir okkar sem sýndur var á Stöð 2 í gær.

Í gærkvöld var fyrsti þáttur Múslimanna okkar sýndur á Stöð 2 þar Lóa Pind Aldísardóttur kynnist betur lífi íslenskra múslima. Viðbrögðin við þættinum, af hálfu þeirra sem hafa verið í umræðunni vegna mannréttindamála, eru misjöfn.

„Við hérna höfum engann áhuga að horfa á heilaþvott 365 fjölmiðla um musselmann (muslimar) sem hafa troðið sér upp í öllum kristnum löndum fyrir misnotkun á bótakerfinu sem þeirra hatursfulla heilbú getur ekki skapað í þeirra eigin muslima-löndum,“ skrifar söngkonan Leoncie við stöðufærslu sjómannasöngvarans Gylfa Ægissonar á Facebook um þáttinn.

Kvartar undan heilaþvætti

Gylfi var heldur ósáttur með orð sjónvarpskonunnar Lóu Pind í aðdraganda þáttarins en hún spurði í viðtali við Ísland í dag hvort það ætti að kasta fólki eins og Gylfa úr þjóðfélaginu fyrir að hafa óvinsælar skoðanir um samkynhneigða.

„Ég spyr Lóu að því hér og nú hvað meinar þú með "sömu skoðun og við"?. Er ég sá eini sem held því fram á Íslandi að gleðigangan hafi verið klámvædd í gegnum árin. Ég er sá eini sem hef sagt að Gleðiganga Hinsegin daga hafi verið heilaþvottastöð barna í gegnum árin og ég stend við það,“ spyr Gylfi og bætir við að hann muni mæta í næstu Gleiðgöngu ef Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, komi með sér.

Ólíkt gildismat

Meðan Gylfi og Leoncie kvörtuðu undan þáttunum hrósaði Gústaf Níelsson, sem hrakinn var nýverið úr varamannssæti í mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, þáttunum og lagði til að þeir væru endursýndir í opinni dagskrá.

„Mér þótti áhugavert að horfa á þáttinn á Stöð2 „Múslimarnir okkar", sem sýndur var í kvöld. Vona ég að sem flestir Íslendingar hafi horft á þáttinn, því hann í reynd staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd; hann heldur þó áfram að senda peninga til Pakistan. Aðspurður um refsingar í íslam, eins og handaraflimun við þjófnaði, sagði hann refsingar á Íslandi ekki nógu strangar. Þáttargerðarkonan lét kyrrt liggja við slíkt svar,“ skrifar Gústaf á Facebook-síðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár