Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar

Gúst­af Ní­els­son hvet­ur alla til að horfa.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar
Gylfi og Leoncie Söngvararnir voru báðir ósáttir með þáttinn Múslimarnir okkar sem sýndur var á Stöð 2 í gær.

Í gærkvöld var fyrsti þáttur Múslimanna okkar sýndur á Stöð 2 þar Lóa Pind Aldísardóttur kynnist betur lífi íslenskra múslima. Viðbrögðin við þættinum, af hálfu þeirra sem hafa verið í umræðunni vegna mannréttindamála, eru misjöfn.

„Við hérna höfum engann áhuga að horfa á heilaþvott 365 fjölmiðla um musselmann (muslimar) sem hafa troðið sér upp í öllum kristnum löndum fyrir misnotkun á bótakerfinu sem þeirra hatursfulla heilbú getur ekki skapað í þeirra eigin muslima-löndum,“ skrifar söngkonan Leoncie við stöðufærslu sjómannasöngvarans Gylfa Ægissonar á Facebook um þáttinn.

Kvartar undan heilaþvætti

Gylfi var heldur ósáttur með orð sjónvarpskonunnar Lóu Pind í aðdraganda þáttarins en hún spurði í viðtali við Ísland í dag hvort það ætti að kasta fólki eins og Gylfa úr þjóðfélaginu fyrir að hafa óvinsælar skoðanir um samkynhneigða.

„Ég spyr Lóu að því hér og nú hvað meinar þú með "sömu skoðun og við"?. Er ég sá eini sem held því fram á Íslandi að gleðigangan hafi verið klámvædd í gegnum árin. Ég er sá eini sem hef sagt að Gleðiganga Hinsegin daga hafi verið heilaþvottastöð barna í gegnum árin og ég stend við það,“ spyr Gylfi og bætir við að hann muni mæta í næstu Gleiðgöngu ef Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, komi með sér.

Ólíkt gildismat

Meðan Gylfi og Leoncie kvörtuðu undan þáttunum hrósaði Gústaf Níelsson, sem hrakinn var nýverið úr varamannssæti í mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, þáttunum og lagði til að þeir væru endursýndir í opinni dagskrá.

„Mér þótti áhugavert að horfa á þáttinn á Stöð2 „Múslimarnir okkar", sem sýndur var í kvöld. Vona ég að sem flestir Íslendingar hafi horft á þáttinn, því hann í reynd staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd; hann heldur þó áfram að senda peninga til Pakistan. Aðspurður um refsingar í íslam, eins og handaraflimun við þjófnaði, sagði hann refsingar á Íslandi ekki nógu strangar. Þáttargerðarkonan lét kyrrt liggja við slíkt svar,“ skrifar Gústaf á Facebook-síðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár