Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp: „Ég fékk taugaáfall þarna á staðnum“

Að­al­með­ferð fór fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í morg­un í máli hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, sem neit­ar sök, seg­ist hafa far­ið í sjálfs­ásök­un strax dag­inn eft­ir at­vik­ið.

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp: „Ég fékk taugaáfall þarna á staðnum“
Ákærð Hjúkrunarfræðingur var tekin í skýrslutöku rétt fyrir ellefu í morgun. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

„Ég fékk taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði hjúkrunarfræðingur af Landspítalanum fyrir dómi í morgun, þar sem hún svaraði til saka fyrir meint manndráp af gáleysi.

Aðalmeðferð fer nú fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hjúkrunarfræðinginn, sem neitaði sök við fyrirtöku í málinu, var leiddur í skýrslutöku fyrr í morgun.

Málið er sérstakt fyrir þær sakir að aldrei áður hefur Landspítalinn og starfsmaður stofnunarinnar verið ákærðir fyrir slíkar sakir. Málið kom upp í október árið 2012 en hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um að hafa gert mistök sem leiddu til dauða sjúklingsins.

„Þegar ég mætti á spítalann fór ég að skynja eitthvað skrítið andrúmsloft.“

Hjúkrunarfræðingurinn segir daginn eftir atvikið hafi hún verið kölluð á fund þar sem farið var yfir vaktina. Hún var spurð út hvort hún hefði fylgt öllu verklagi. Þegar komið því hvort hún hefði tæmt loftið úr kraga talventilsins sjúklingsins mundi hún ekki hvort hún hefði gert það. Daginn eftir atvikið mætti hún í vinnuna og hóf sjálfsásakanir. „Þegar ég mætti á spítalann fór ég að skynja eitthvað skrítið andrúmsloft. Þau biðja mig að fara í gegnum vaktina. En þegar komið var að loftinu þá mundi ég það bara ekki. Ég fór strax í þessa sjálfsásökun. Ég fékk taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan.

Að loknum skýrslutökum gekk konan fram á gang og brotnaði sýnilega niður. Hún faðmaði aðra hjúkrunarfræðinga sem höfðu gefið skýrslu sem vitni.

Framkvæmdi ekki öryggiseftirlit

Í ákærunni eru mistök hennar sögð felast í því að á kvöldvakt láðist henni að tæma loft úr „kraga (belg) barkaraufarrennu (barkaraufartúbu) þegar hún tók Y úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Ákærðu var vel kunnugt um að henni bar að tæma loftið úr kraganum, líkt og vinnulýsing um notkun talventilsins kveður á um. Afleiðingar þessara vanrækslu urðu þær að Y gat einungis andað að sér lofti en ekki frá sér, fall varð á súrefnismettun og blóðþrýstingi Y og hann lést skömmu síðar.“

Faðmlög
Faðmlög Augljóst er að hugur vitna var með ákærðu sem brotnaði niður þegar hún gekk fram á gang.
 

Í ákæru kemur fram að hjúkrunarfræðingurinn hafði unnið dagvakt á undan kvöldvaktinni. „Þegar ákærða kom á umrædda kvöldvakt og tók við umönnun Y framkvæmdi hún ekki öryggiseftirlit á vaktara (monitor) sem mælir súrefnismettun í blóði, en ákærða veitti því ekki athygli að slökkt var á öryggishljóði vaktarans, sem ella hefði gefið til kynna þegar Y fór að falla í súrefnismettun. Nefnt eftirlit var hluti af starfsskyldum ákærðu samkvæmt verklagsreglum spítalans sem ákærða þekkti vel til,“ segir í ákæru sem má lesa í heild sinni hér.

„Við erum ekki bara hjúkra sjúklingi heldur líka fjölskyldunni.

Í réttarsal sagði hjúkrunarfræðingurinn að ástæða þess að hún veitti því ekki athygli að slökkt væri á öryggishljóði vaktarans hefði verið að eiginkona sjúklingsins sat við hlið hans. Hún vildi ekki trufla samverustund þeirra. „Ég komst ekki að skjánum. Ég taldi mikilvægara að konan gæti verið þarna og talað við hann. Við erum ekki bara hjúkra sjúklingi heldur líka fjölskyldunni,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn.

Heilbrigðisstarfsmenn uggandi

Málið hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Fyrrum landlæknir, Geir Gunnlaugsson setti til að mynda spurningarmerki við að farið væri dómstólaleiðina þegar heilbrigðisstarfsmaður gerði mistök. „Ákæran er ákveðin stefnubreyting sem vekur okkur til umhugsunar um hvernig við viljum taka á þessum málum. Ég er ekki viss um að með dómsleiðinni aukist gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar,“ var haft eftir Geir á Vísi í fyrra.

Í fyrra sendi sömuleiðis Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga frá sér ályktun. „Í ljósi ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi vill FÍH benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. FÍH hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni.

Í samtali við Vísi í fyrra sagði Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, að heilbrigðisstarfsmenn væru uggandi vegna málsins og taldi hann að málið yrði mögulega til þess að heilbrigðisstarfsmenn myndu hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár